Tvö mörk á fimm sekúndum eftir breyttan dóm og trylltar lokasekúndur | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2018 16:15 Áhorfendur fengu eitthvað fyrir peninginn í Víkinni. mynd/skjáskot Víkingur og Þróttur skildu jöfn, 21-21, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handbolta í Víkinni í gærkvöldi en lokasekúndur leiksins voru heldur betur áhugaverðar. Víkingar vildu fá vítakast þegar um 40 sekúndur voru eftir en fengu ekki í stöðunni 19-21. Þróttarar tóku leikhlé í næstu sókn og voru enn tveimur mörkum yfir þegar að 30 sekúndur voru eftir. Sókn gestanna var ansi stirðbusaleg og unnu Víkingar boltann af Þrótturum. Þeir brunuðu fram í hraðaupphlaup og skoraði Kristófer Andri Daðason af miklu öryggi framhjá Halldóri Rúnarssyni, markverði Þróttar, þegar um 14-15 sekúndur voru eftir af leiknum. Svekktur Halldór, sem er uppalinn Víkingur, tók sér þrjár sekúndur í að taka upp boltann en þá bað annar dómari leiksins hann um að drífa sig. Innan við sekúndu síðar ákvað hann að reka markvörðinn af velli í tvær mínútur. Stutt fundarhöld dómaranna skiluðu svo rauðu spjaldi á Halldór og við það bættu þeir svo vítakasti. Í raun hefðu dómararnir átt að stöðva tímann og reka Halldór áfram með boltann á miðjuna en þarna var um rangan dóm að ræða. Til að bæta gráu ofan á svart breyttu þeir svo miðjunni í vítakast sem Víkingar fengu. Kristófer Andri fór á vítalínuna og skoraði af öryggi og jafnaði metin. Tvö mörk hjá honum og tvö mörk hjá Víkingum á innan við fimm sekúndum. Þróttur tók aftur miðju en tókst ekki að skora og náðu Víkingar í ótrúlegt stig eftir trylltar lokasekúndur. Síðustu mínútuna í leiknum má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Víkingur og Þróttur skildu jöfn, 21-21, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handbolta í Víkinni í gærkvöldi en lokasekúndur leiksins voru heldur betur áhugaverðar. Víkingar vildu fá vítakast þegar um 40 sekúndur voru eftir en fengu ekki í stöðunni 19-21. Þróttarar tóku leikhlé í næstu sókn og voru enn tveimur mörkum yfir þegar að 30 sekúndur voru eftir. Sókn gestanna var ansi stirðbusaleg og unnu Víkingar boltann af Þrótturum. Þeir brunuðu fram í hraðaupphlaup og skoraði Kristófer Andri Daðason af miklu öryggi framhjá Halldóri Rúnarssyni, markverði Þróttar, þegar um 14-15 sekúndur voru eftir af leiknum. Svekktur Halldór, sem er uppalinn Víkingur, tók sér þrjár sekúndur í að taka upp boltann en þá bað annar dómari leiksins hann um að drífa sig. Innan við sekúndu síðar ákvað hann að reka markvörðinn af velli í tvær mínútur. Stutt fundarhöld dómaranna skiluðu svo rauðu spjaldi á Halldór og við það bættu þeir svo vítakasti. Í raun hefðu dómararnir átt að stöðva tímann og reka Halldór áfram með boltann á miðjuna en þarna var um rangan dóm að ræða. Til að bæta gráu ofan á svart breyttu þeir svo miðjunni í vítakast sem Víkingar fengu. Kristófer Andri fór á vítalínuna og skoraði af öryggi og jafnaði metin. Tvö mörk hjá honum og tvö mörk hjá Víkingum á innan við fimm sekúndum. Þróttur tók aftur miðju en tókst ekki að skora og náðu Víkingar í ótrúlegt stig eftir trylltar lokasekúndur. Síðustu mínútuna í leiknum má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira