Hús neytenda Rán Reynisdóttir og Védís Guðjónsdóttir skrifar 25. október 2018 11:19 Neytendur standa frammi fyrir ofurefli í dag. Andstæðingurinn, fyrirtækin sem selja okkur vörur og þjónustu, leigja okkur húsnæði og lána okkur pening, er vel skipulagður í fjársterkum hagsmunasamtökum með fjölda starfsmanna og sterk tengsl inn í stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og fjölmiðla. Vegna veikrar stöðu Neytendasamtakanna og annara almannasamtaka drottna fyrirtækin yfir mörkuðum, stjórna umræðunni, semja lagafrumvörp, vaka yfir afgreiðslu þeirra á þingi og hafa mikil áhrif á stjórnsýslu og framkvæmdavald. Á móti þessum skipulagða her stillir almenningur upp Neytendasamtökunum, Samtökum leigjenda, Hagsmunasamtökum heimilanna, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og Húseigendafélaginu, sem flest eru veik samtök. Auðvitað er gott starf unnið á vegum þessara samtaka, en þau eru samanlagt veik mótstaða gegn ægivaldi hagsmunasamtaka fyrirtækjanna. Þessi ójafna staða veldur alvarlegum lýðræðishalla í samfélaginu. Það verður aldrei góð sambúð þar sem annar aðilinn ræður öllu. Ef annar aðilinn á markaði hefur margfalt betra aðgengi að stjórnmálaflokkum, stjórnsýslu og fjölmiðlum skapar hann markað sem þjónar sér fyrst og síðast. Og þegar sá sem hefur yfirburðastöðu er fulltrúi hinna fáu sem hafa í flestum tilfellum gagnstæða hagsmuni á við fjöldann myndast hér samfélag og markaðir sem eru vinna gegn hagsmunum almennings. Það gefur auga leið. Jafnvel þótt hagsmunasamtök fyrirtækja láti í það skína að þau séu jafnframt að gæta okkar hagsmuna, þá er það auðvitað ekki svo. Ef við viljum aðlaga samfélagið og markaðina að hagsmunum fjöldans verðum við að styrkja samtök fjöldans gegn sérhagsmunasamtökum hinna fáu. Það er sú leið sem þær þjóðir hafa farið sem búa við heilbrigða markaði.Védís Guðjónsdóttir.Til að jafna lýðræðishallann viljum við ekki aðeins styrkja Neytendasamtökin heldur nýta endurnýjun þeirra til að byggja upp bandalag við önnur neytendasamtök. Við köllum þetta bandalag Hús neytenda og sjáum fyrir okkur ólík samtök sem samnýta húsnæði og starfsfólk að nokkru leyti, eigi sér samráðsvettvang til að skiptast á reynslu og skoðunum og sameinist um brýn baráttumál. Þarna gætu sameinað krafta sína Neytendasamtökin, Samtök leigjenda, Hagsmunasamtök heimilanna, Félag íslenskra bifreiðareigenda og Húseigendafélagið. Við gætum auk þess hvatt til stofnunar fleiri félaga undir regnhlíf Húss neytenda. Sameiginlega ættu þessi samtök að gera kröfu á stjórnvöld um fjármagn til að reka öfluga neytendavernd. Verkalýðsfélögin veita fyrirtækjum öflugt aðhald á vinnumarkaðu í krafti félagsgjalda af öllum launum. Án öflugra verkalýðsfélaga væri staða launafólks veik og fólk á vinnumarkaði undir hælnum á eigendum fyrirtækja. Neytendafélögin ættu að gera kröfu um sambærilega tekjustofna til að tryggja sambærilegt jafnvægi á öðrum mörkuðum þar sem fjöldinn mætir hinum fáu. Virk hagsmunagæsla neytenda er það eina sem getur lagað almennan neytendamarkað og leigumarkað, rétt ójafna stöðu almennings gagnvart lánastofnunum og tryggingafélögum og bætt stöðu neytenda gagnvart ofurefli fyrirtækja. Það fé sem lagt verður til neytendafélaga mun skila sér margfalt til baka í lægra verði, betri þjónustu og styrkari rétti almennings. Við munum óska eftir aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að uppbyggingu Húss neytenda. Félagar í verkalýðsfélögunum eru jafnframt neytendur, leigjendur og skuldarar. Við viljum því byggja brú milli neytendasamtakanna og verkalýðshreyfingarinnar. Með samstöðu verkalýðshreyfingar og neytendasamtaka mun okkur takast að byggja upp öflugt Hús neytenda. Við sem erum í framboði til stjórnar Neytendasamtakanna og skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu undir yfirskriftinni Neytendur rísa upp! viljum nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa á til að styrkja samtökin sjálf en líka til að efla neytendabaráttu á Íslandi, mynda bandalög við önnur neytendasamtök og byggja brú yfir til verkalýðshreyfingarinnar. Við óskum eftir stuðningi félaga í Neytendasamtökunum til að endurreisa samtökin og byggja upp á sama tíma Hús neytenda, breiðfylkingu til bættrar stöðu almennings og neytenda.Rán Reynisdóttir, frambjóðandi til formanns NeytendasamtakannaVédís Guðjónsdóttir, frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Neytendur standa frammi fyrir ofurefli í dag. Andstæðingurinn, fyrirtækin sem selja okkur vörur og þjónustu, leigja okkur húsnæði og lána okkur pening, er vel skipulagður í fjársterkum hagsmunasamtökum með fjölda starfsmanna og sterk tengsl inn í stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og fjölmiðla. Vegna veikrar stöðu Neytendasamtakanna og annara almannasamtaka drottna fyrirtækin yfir mörkuðum, stjórna umræðunni, semja lagafrumvörp, vaka yfir afgreiðslu þeirra á þingi og hafa mikil áhrif á stjórnsýslu og framkvæmdavald. Á móti þessum skipulagða her stillir almenningur upp Neytendasamtökunum, Samtökum leigjenda, Hagsmunasamtökum heimilanna, Félagi íslenskra bifreiðareigenda og Húseigendafélaginu, sem flest eru veik samtök. Auðvitað er gott starf unnið á vegum þessara samtaka, en þau eru samanlagt veik mótstaða gegn ægivaldi hagsmunasamtaka fyrirtækjanna. Þessi ójafna staða veldur alvarlegum lýðræðishalla í samfélaginu. Það verður aldrei góð sambúð þar sem annar aðilinn ræður öllu. Ef annar aðilinn á markaði hefur margfalt betra aðgengi að stjórnmálaflokkum, stjórnsýslu og fjölmiðlum skapar hann markað sem þjónar sér fyrst og síðast. Og þegar sá sem hefur yfirburðastöðu er fulltrúi hinna fáu sem hafa í flestum tilfellum gagnstæða hagsmuni á við fjöldann myndast hér samfélag og markaðir sem eru vinna gegn hagsmunum almennings. Það gefur auga leið. Jafnvel þótt hagsmunasamtök fyrirtækja láti í það skína að þau séu jafnframt að gæta okkar hagsmuna, þá er það auðvitað ekki svo. Ef við viljum aðlaga samfélagið og markaðina að hagsmunum fjöldans verðum við að styrkja samtök fjöldans gegn sérhagsmunasamtökum hinna fáu. Það er sú leið sem þær þjóðir hafa farið sem búa við heilbrigða markaði.Védís Guðjónsdóttir.Til að jafna lýðræðishallann viljum við ekki aðeins styrkja Neytendasamtökin heldur nýta endurnýjun þeirra til að byggja upp bandalag við önnur neytendasamtök. Við köllum þetta bandalag Hús neytenda og sjáum fyrir okkur ólík samtök sem samnýta húsnæði og starfsfólk að nokkru leyti, eigi sér samráðsvettvang til að skiptast á reynslu og skoðunum og sameinist um brýn baráttumál. Þarna gætu sameinað krafta sína Neytendasamtökin, Samtök leigjenda, Hagsmunasamtök heimilanna, Félag íslenskra bifreiðareigenda og Húseigendafélagið. Við gætum auk þess hvatt til stofnunar fleiri félaga undir regnhlíf Húss neytenda. Sameiginlega ættu þessi samtök að gera kröfu á stjórnvöld um fjármagn til að reka öfluga neytendavernd. Verkalýðsfélögin veita fyrirtækjum öflugt aðhald á vinnumarkaðu í krafti félagsgjalda af öllum launum. Án öflugra verkalýðsfélaga væri staða launafólks veik og fólk á vinnumarkaði undir hælnum á eigendum fyrirtækja. Neytendafélögin ættu að gera kröfu um sambærilega tekjustofna til að tryggja sambærilegt jafnvægi á öðrum mörkuðum þar sem fjöldinn mætir hinum fáu. Virk hagsmunagæsla neytenda er það eina sem getur lagað almennan neytendamarkað og leigumarkað, rétt ójafna stöðu almennings gagnvart lánastofnunum og tryggingafélögum og bætt stöðu neytenda gagnvart ofurefli fyrirtækja. Það fé sem lagt verður til neytendafélaga mun skila sér margfalt til baka í lægra verði, betri þjónustu og styrkari rétti almennings. Við munum óska eftir aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að uppbyggingu Húss neytenda. Félagar í verkalýðsfélögunum eru jafnframt neytendur, leigjendur og skuldarar. Við viljum því byggja brú milli neytendasamtakanna og verkalýðshreyfingarinnar. Með samstöðu verkalýðshreyfingar og neytendasamtaka mun okkur takast að byggja upp öflugt Hús neytenda. Við sem erum í framboði til stjórnar Neytendasamtakanna og skrifuðum undir sameiginlega yfirlýsingu undir yfirskriftinni Neytendur rísa upp! viljum nýta þau tímamót sem Neytendasamtökin standa á til að styrkja samtökin sjálf en líka til að efla neytendabaráttu á Íslandi, mynda bandalög við önnur neytendasamtök og byggja brú yfir til verkalýðshreyfingarinnar. Við óskum eftir stuðningi félaga í Neytendasamtökunum til að endurreisa samtökin og byggja upp á sama tíma Hús neytenda, breiðfylkingu til bættrar stöðu almennings og neytenda.Rán Reynisdóttir, frambjóðandi til formanns NeytendasamtakannaVédís Guðjónsdóttir, frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar