Leita hamingjunnar frá Hong Kong Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. febrúar 2018 20:57 Fjörutíu manna hópur þekktra listamanna frá Hong Kong vinnur nú að gerð heimildarmyndar um hamingjuna hér á landi. Forsprakki hópsins segir markmiðið vera að brjótast frá álaginu í skýjakljúfum stórborgarinnar og fá innblástur úr óspilltu umhverfi Íslands. Hópurinn hélt svokallað JAM-session á Korpúlfsstöðum í dag ásamt íslensku tónlistarfólki þar sem þau suðu saman kínversk þjóðlög og forna íslenska tónlist. Atriðið verður hluti stuttrar heimildarmyndar um hamingjuna, en einn forsprakka verkefnisins er leik- og söngkonan Josie Ho. Josie er ein þekktasta stjarna Hong Kong, en hún segir mikilvægt að finna hamingjuna innra með sér á hverjum einasta degi. „Mér skilst að veðrið hérna sé mjög sveiflukennt. Hong Kong á líka við sveifluvanda að stríða. Fólk verður alltaf of háð og tengt utanaðkomandi hlutum.“ segir Josie. Með í för er Jim Chin, frægur skemmtikraftur í heimalandinu sem hefur haldið eins konar trúðanámskeið fyrir ferðalangana, en Josie segir hann kenna hópnum að taka lífið ekki of alvarlega. En hvers vegna kýs svo stór hópur fólks að fljúga þvert yfir hnöttinn í lægðirnar á Íslandi til þess að taka upp stutta mynd? Ísland er mjög svalur og eiginlega smart staður. Það eru svo margir tónlistarmenn hérna að allir geta tekið upp hljóðfæri og byrjað að spila. Fyrir okkur, að geta spilað á hljóðfæri er bara...Guð minn góður, þú ert dýrlingur.“ Þrátt fyrir að tónlistarspil sé ekki jafn algengt í Hong Kong og hér er þó enginn skortur á hæfileikafólki sem kom með hópnum hingað til lands. Þar er auk Josie sjálfrar hljómsveit hennar Josie and the Uni Boys og Mc Yan, en hann var á sínum tíma fyrsti þekkti rappari heimalandsins. Og líkt og heyra má voru blandaðir íslenskir og kínverskir tónar afar grípandi. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Fjörutíu manna hópur þekktra listamanna frá Hong Kong vinnur nú að gerð heimildarmyndar um hamingjuna hér á landi. Forsprakki hópsins segir markmiðið vera að brjótast frá álaginu í skýjakljúfum stórborgarinnar og fá innblástur úr óspilltu umhverfi Íslands. Hópurinn hélt svokallað JAM-session á Korpúlfsstöðum í dag ásamt íslensku tónlistarfólki þar sem þau suðu saman kínversk þjóðlög og forna íslenska tónlist. Atriðið verður hluti stuttrar heimildarmyndar um hamingjuna, en einn forsprakka verkefnisins er leik- og söngkonan Josie Ho. Josie er ein þekktasta stjarna Hong Kong, en hún segir mikilvægt að finna hamingjuna innra með sér á hverjum einasta degi. „Mér skilst að veðrið hérna sé mjög sveiflukennt. Hong Kong á líka við sveifluvanda að stríða. Fólk verður alltaf of háð og tengt utanaðkomandi hlutum.“ segir Josie. Með í för er Jim Chin, frægur skemmtikraftur í heimalandinu sem hefur haldið eins konar trúðanámskeið fyrir ferðalangana, en Josie segir hann kenna hópnum að taka lífið ekki of alvarlega. En hvers vegna kýs svo stór hópur fólks að fljúga þvert yfir hnöttinn í lægðirnar á Íslandi til þess að taka upp stutta mynd? Ísland er mjög svalur og eiginlega smart staður. Það eru svo margir tónlistarmenn hérna að allir geta tekið upp hljóðfæri og byrjað að spila. Fyrir okkur, að geta spilað á hljóðfæri er bara...Guð minn góður, þú ert dýrlingur.“ Þrátt fyrir að tónlistarspil sé ekki jafn algengt í Hong Kong og hér er þó enginn skortur á hæfileikafólki sem kom með hópnum hingað til lands. Þar er auk Josie sjálfrar hljómsveit hennar Josie and the Uni Boys og Mc Yan, en hann var á sínum tíma fyrsti þekkti rappari heimalandsins. Og líkt og heyra má voru blandaðir íslenskir og kínverskir tónar afar grípandi.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira