Össi deilir fallegum og öðruvísi óléttumyndum af Thelmu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2018 13:30 Össi hefur verið með símann á lofti síðustu vikur. „Ég var alltaf að vinna en ég vinn við kvikmyndagerð. Eins og allir vita sem eitthvað kannast við bransann, þá eru þetta alltaf mjög langir dagar og oft gefst lítill tími fyrir annað í lífinu á meðan verkefni eru. Ég hef verið að taka óléttumyndir af vinum mínum en við höfðum rætt það að við ætluðum að taka myndir,“ segir Össi Árnason sem hefur undanfarnar vikur tekið myndir af eiginkonu sinni Thelmu Björk Jónsdóttur kasóléttri við ýmis heimilstörf og fleira. „Það átti að fara í eitthvað eins og venjan er og finna eitthvað gott spott í náttúrunni. Alltaf þegar ég var í fríi þá var eitthvað sem kom uppá, ef það var ekki skítaveður þá var það eitthvað annað sem þurfti að sinna.“ Össi segist því hafa þurft að taka myndir af Thelmu heima við hversdagsverkin og serían hefur bara þetta þema Ólétt kona og daglegt líf og hver og ein mynd hefur heiti. „Það eru kannski svona tvær vikur síðan ég smellti af henni fyrstu myndinni og svo viðraði ég þá hugmynd við hana að við ættum kannski deila myndunum því þær væru fallegar og öðruvísi,“ segir Össi sem hefur verið að deila myndunum á Facebook.Frábært að eiga þessar myndir þegar fram líða stundir „Henni finnst þetta bara gaman því auðvitað verður frábært að eiga þessar myndir seinna meir. Hún er ekki alltaf meðvituð um að ég sé að taka myndir því vélin er alltaf við hendina og reyni ég svolítið að hafa mest þannig þó auðvitað stundum veit hún og verður að vita eins og sumar myndir gefa til kynna,“ segir Össi en serían er í fullum gangi þangað til barnið kemur. „Ég hef verið að pósta einni á dag til að gera þetta smá artí og skemmtilegt. Ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með þá er hægt að finna mig á instagram undir poetmusic og svo er líka hægt að sniglast inná vegginn minn á Facebook.“ Hér að neðan má sjá myndir sem Össi tók af eiginkonu sinni og hefur hann nefnt hverja mynd. Ólétt kona reynir að sofa.Ólétt kona burstar tennurnar.Ólétt kona slakar á í lazyboy stól, sem hún vildi alls alls ekki fá inn í íbúðina, en er búin að taka í sátt.Ólétt kona og stóri bróðir.Ólétt kona drekkur morgunbollann sinn og les blaðið.Ólétt kona horfir á sjónvarpið.Ólétt kona keyrir bíl.Ólétt kona slakar á í baði. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Ég var alltaf að vinna en ég vinn við kvikmyndagerð. Eins og allir vita sem eitthvað kannast við bransann, þá eru þetta alltaf mjög langir dagar og oft gefst lítill tími fyrir annað í lífinu á meðan verkefni eru. Ég hef verið að taka óléttumyndir af vinum mínum en við höfðum rætt það að við ætluðum að taka myndir,“ segir Össi Árnason sem hefur undanfarnar vikur tekið myndir af eiginkonu sinni Thelmu Björk Jónsdóttur kasóléttri við ýmis heimilstörf og fleira. „Það átti að fara í eitthvað eins og venjan er og finna eitthvað gott spott í náttúrunni. Alltaf þegar ég var í fríi þá var eitthvað sem kom uppá, ef það var ekki skítaveður þá var það eitthvað annað sem þurfti að sinna.“ Össi segist því hafa þurft að taka myndir af Thelmu heima við hversdagsverkin og serían hefur bara þetta þema Ólétt kona og daglegt líf og hver og ein mynd hefur heiti. „Það eru kannski svona tvær vikur síðan ég smellti af henni fyrstu myndinni og svo viðraði ég þá hugmynd við hana að við ættum kannski deila myndunum því þær væru fallegar og öðruvísi,“ segir Össi sem hefur verið að deila myndunum á Facebook.Frábært að eiga þessar myndir þegar fram líða stundir „Henni finnst þetta bara gaman því auðvitað verður frábært að eiga þessar myndir seinna meir. Hún er ekki alltaf meðvituð um að ég sé að taka myndir því vélin er alltaf við hendina og reyni ég svolítið að hafa mest þannig þó auðvitað stundum veit hún og verður að vita eins og sumar myndir gefa til kynna,“ segir Össi en serían er í fullum gangi þangað til barnið kemur. „Ég hef verið að pósta einni á dag til að gera þetta smá artí og skemmtilegt. Ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með þá er hægt að finna mig á instagram undir poetmusic og svo er líka hægt að sniglast inná vegginn minn á Facebook.“ Hér að neðan má sjá myndir sem Össi tók af eiginkonu sinni og hefur hann nefnt hverja mynd. Ólétt kona reynir að sofa.Ólétt kona burstar tennurnar.Ólétt kona slakar á í lazyboy stól, sem hún vildi alls alls ekki fá inn í íbúðina, en er búin að taka í sátt.Ólétt kona og stóri bróðir.Ólétt kona drekkur morgunbollann sinn og les blaðið.Ólétt kona horfir á sjónvarpið.Ólétt kona keyrir bíl.Ólétt kona slakar á í baði.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira