Össi deilir fallegum og öðruvísi óléttumyndum af Thelmu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2018 13:30 Össi hefur verið með símann á lofti síðustu vikur. „Ég var alltaf að vinna en ég vinn við kvikmyndagerð. Eins og allir vita sem eitthvað kannast við bransann, þá eru þetta alltaf mjög langir dagar og oft gefst lítill tími fyrir annað í lífinu á meðan verkefni eru. Ég hef verið að taka óléttumyndir af vinum mínum en við höfðum rætt það að við ætluðum að taka myndir,“ segir Össi Árnason sem hefur undanfarnar vikur tekið myndir af eiginkonu sinni Thelmu Björk Jónsdóttur kasóléttri við ýmis heimilstörf og fleira. „Það átti að fara í eitthvað eins og venjan er og finna eitthvað gott spott í náttúrunni. Alltaf þegar ég var í fríi þá var eitthvað sem kom uppá, ef það var ekki skítaveður þá var það eitthvað annað sem þurfti að sinna.“ Össi segist því hafa þurft að taka myndir af Thelmu heima við hversdagsverkin og serían hefur bara þetta þema Ólétt kona og daglegt líf og hver og ein mynd hefur heiti. „Það eru kannski svona tvær vikur síðan ég smellti af henni fyrstu myndinni og svo viðraði ég þá hugmynd við hana að við ættum kannski deila myndunum því þær væru fallegar og öðruvísi,“ segir Össi sem hefur verið að deila myndunum á Facebook.Frábært að eiga þessar myndir þegar fram líða stundir „Henni finnst þetta bara gaman því auðvitað verður frábært að eiga þessar myndir seinna meir. Hún er ekki alltaf meðvituð um að ég sé að taka myndir því vélin er alltaf við hendina og reyni ég svolítið að hafa mest þannig þó auðvitað stundum veit hún og verður að vita eins og sumar myndir gefa til kynna,“ segir Össi en serían er í fullum gangi þangað til barnið kemur. „Ég hef verið að pósta einni á dag til að gera þetta smá artí og skemmtilegt. Ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með þá er hægt að finna mig á instagram undir poetmusic og svo er líka hægt að sniglast inná vegginn minn á Facebook.“ Hér að neðan má sjá myndir sem Össi tók af eiginkonu sinni og hefur hann nefnt hverja mynd. Ólétt kona reynir að sofa.Ólétt kona burstar tennurnar.Ólétt kona slakar á í lazyboy stól, sem hún vildi alls alls ekki fá inn í íbúðina, en er búin að taka í sátt.Ólétt kona og stóri bróðir.Ólétt kona drekkur morgunbollann sinn og les blaðið.Ólétt kona horfir á sjónvarpið.Ólétt kona keyrir bíl.Ólétt kona slakar á í baði. Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Ég var alltaf að vinna en ég vinn við kvikmyndagerð. Eins og allir vita sem eitthvað kannast við bransann, þá eru þetta alltaf mjög langir dagar og oft gefst lítill tími fyrir annað í lífinu á meðan verkefni eru. Ég hef verið að taka óléttumyndir af vinum mínum en við höfðum rætt það að við ætluðum að taka myndir,“ segir Össi Árnason sem hefur undanfarnar vikur tekið myndir af eiginkonu sinni Thelmu Björk Jónsdóttur kasóléttri við ýmis heimilstörf og fleira. „Það átti að fara í eitthvað eins og venjan er og finna eitthvað gott spott í náttúrunni. Alltaf þegar ég var í fríi þá var eitthvað sem kom uppá, ef það var ekki skítaveður þá var það eitthvað annað sem þurfti að sinna.“ Össi segist því hafa þurft að taka myndir af Thelmu heima við hversdagsverkin og serían hefur bara þetta þema Ólétt kona og daglegt líf og hver og ein mynd hefur heiti. „Það eru kannski svona tvær vikur síðan ég smellti af henni fyrstu myndinni og svo viðraði ég þá hugmynd við hana að við ættum kannski deila myndunum því þær væru fallegar og öðruvísi,“ segir Össi sem hefur verið að deila myndunum á Facebook.Frábært að eiga þessar myndir þegar fram líða stundir „Henni finnst þetta bara gaman því auðvitað verður frábært að eiga þessar myndir seinna meir. Hún er ekki alltaf meðvituð um að ég sé að taka myndir því vélin er alltaf við hendina og reyni ég svolítið að hafa mest þannig þó auðvitað stundum veit hún og verður að vita eins og sumar myndir gefa til kynna,“ segir Össi en serían er í fullum gangi þangað til barnið kemur. „Ég hef verið að pósta einni á dag til að gera þetta smá artí og skemmtilegt. Ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með þá er hægt að finna mig á instagram undir poetmusic og svo er líka hægt að sniglast inná vegginn minn á Facebook.“ Hér að neðan má sjá myndir sem Össi tók af eiginkonu sinni og hefur hann nefnt hverja mynd. Ólétt kona reynir að sofa.Ólétt kona burstar tennurnar.Ólétt kona slakar á í lazyboy stól, sem hún vildi alls alls ekki fá inn í íbúðina, en er búin að taka í sátt.Ólétt kona og stóri bróðir.Ólétt kona drekkur morgunbollann sinn og les blaðið.Ólétt kona horfir á sjónvarpið.Ólétt kona keyrir bíl.Ólétt kona slakar á í baði.
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira