Beiting verkfallsvopnsins Jón Tryggvi Jóhannsson skrifar 15. desember 2017 16:37 Þegar þetta er ritað eru um tveir sólarhringar í að verkfall flugvirkja hjá Icelandair hefjist þar sem Flugvirkjafélag Íslands vegna Icelandair hefur ekki náð samkomulagi um gerð nýs kjarasamnings við SA. Ef marka má það sem haft hefur verið eftir formanni Flugvirkjafélags Íslands, Óskari Einarssyni og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, ber mikið í milli og því ansi líklegt að verkfall skelli á kl. 6 að morgni sunnudagsins 17. desember, viku fyrir jól. Verkföll eru eitt helsta tæki launþega til þess að ná fram kröfum sínum gagnvart vinnuveitendum. Verkföll eru hins vegar neyðarúrræði og þeim er einungis beitt þegar svo háttar til að kjarasamningsviðræður hafa siglt í strand og samningsaðilar telja sig með engu móti geta náð saman. Af verkföllum getur hlotist margháttað tjón sem getur snúið beint að viðkomandi samningsaðilum en ekki síður og reyndar í vaxandi mæli að þriðja aðila sem tengist kjaradeilunni ekkert og hefur enga aðkomu að henni. Hér á landi hafa verkföll verið nokkuð tíð og þá sérstaklega á meðal opinberra starfsmanna. Markmiðið með því að hafa vinnulöggjöf er að tryggja vinnufrið og leggja til reglur sem taka á árekstrum sem aðilar á vinnumarkaði kunna að lenda í og leiða til þess að hægt sé að sætta mál á viðunandi hátt fyrir alla aðila og takmarka það tjón sem atvinnulífið yrði ella fyrir. Með því að líta til þeirra reglna og verklags sem viðhöfð eru á hinum Norðurlöndunum mætti bæta árangur við kjarasamningsgerð hér á landi og minnka tjón vegna verkfalla.Norðurlöndin sem fyrirmynd Nú hefur í nokkur árið verið unnið að því á íslenskum vinnumarkaði að koma á nýju vinnumarkaðsmódeli að norrænni fyrirmynd. Þar er horft til þess hvernig hin Norðurlöndin standa að kjarasamningsgerð. Einn helsti styrkur Norðurlanda er sá að í kjarasamningum þar er ákvæði sem kveður á um að samningsaðilar skuli halda viðræðum áfram þegar kjarasamningur er í gildi, sem sagt þegar svokallaður friðarskyldutími ríkir. Kjarasamningar á hinum Norðurlöndunum byggja á því að allir samningsaðilar hafi með sér náið samstarf um að afla ábyggilegra tölfræðiupplýsinga þar sem rýnt er í hagtölur, þróun launa, verðlags og kaupmáttar og aðra þá þætti sem áhrif geta haft á samkeppnishæfni. Sérstakar stofnanir í hverju landi sjá um þessa tölfræðivinnu og á meðal samningsaðila ríkir algert traust um þessar upplýsingar. Fyrst þegar þessar upplýsingar liggja fyrir fara aðilar á Norðurlöndunum í samningaviðræður. Hér á landi hefur þessar upplýsingar skort og aðilar oft að vinna með sínar eigin tölur. Gott dæmi um þetta er vinnudeila grunnskólakennara árið 2004. Í þeirri deilu voru t.d. lagðar til breytingar á nokkrum þáttum í kennarastarfinu. KÍ mat kostnaðarhækkun vegna breytinganna 34,4% en launanefnd sveitarfélaganna mat þær hins vegar 53,7%! Þegar gengið er til samningaviðræðna á Norðurlöndunum liggur þannig fyrir hvert svigrúmið er fyrirfram. Framleiðsluiðnaðurinn (útflutningurinn) semur fyrst og gefur merkið fyrir þá sem á eftir koma og passað er uppá að þeir hópar sem koma á eftir og eru með sterka samningsstöðu fái meira í sinn hlut en fólst í merkinu sem gefið var í fyrsta samningnum. Þrátt fyrir þessa miðlægni samninga er hægt að skilja eftir svigrúm til fyrirtækjasamninga samhliða. Það er athyglisvert að staðan hér á landi núna er með þeim hætti að opinberi geirinn er að fara að semja á undan almenna markaðnum. Það fyrirkomulag er algerlega á skjön við vinnubrögðin á hinum Norðurlöndunum. Völd ríkissáttasemjara þarf að efla Á öllum Norðurlöndunum er það grunnforsenda fyrir lögmæti vinnudeilu að árangurslaus sáttaumleitan hafi fyrst átt sér stað hjá ríkissáttasemjara. Ísland sker sig samt úr að einu leiti því það eitt Norðurlandanna heimilar ekki ríkissáttasemjara að fresta vinnustöðvun. Á hinum Norðurlöndunum hefur ríkissáttasemjari vald til þess að fresta upphafi aðgerða á vinnumarkaði. Í Noregi getur ríkissáttasemjari frestað verkfalli á almennum vinnumarkaði í 14 daga og það sama gildir í Svíþjóð. Í Finnlandi er hægt að fresta verkfalli um 7 daga á almenna markaðnum og 7 daga til viðbótar hjá opinberum starfsmönnum. Í Danmörku má fresta verkföllum í tvígang um 14 daga í hvort skipti. Í ársskýrlu sinni fyrir árið 2014 benti ríkissáttasemjari á að nauðsynlegt væri að taka til endurskoðunar reglur um heimildir launþega og vinnuveitenda til að ákveða verkföll eða verkbönn til að knýja á um kröfur sínar. Ríkissáttasemjari benti á að í tímans rás hefði gjörbreyst hvernig þessum grundvallarrétti væri beitt og nú sé iðulega efnt til tíma- og staðbundinna aðgerða og þá með þeim hætti að reynt sé að hafa áhrifin sem víðtækust og iðulega þá standi að slíkum aðgerðum fámennir hópar sem hafi veruleg áhrif á þriðja aðila án umtalsverðs tilkostnaðar fyrir stéttarfélagið sjálft eða félagsmenn þess. Ríkissáttasemjari endaði umfjöllun sína með þessum orðum: „Varla var það ætlan löggjafans eða aðila vinnumarkaðarins að hægt yrði að stöðva mikilvæga starfsemi í landinu með þessum hætti.“ Það er athyglisvert að skoða heimildir ríkissáttasemjara á hinum Norðurlöndunum og hugleiðingar ríkissáttasemjara frá árinu 2014 með þá stöðu í huga sem nú er uppi í samningamálum á milli flugvirkja hjá Icelandair og SA þar sem boðað er til verkfalls viku fyrir jól. Áætlað er að 30 flugvélar frá Icelandair eigi að fara af landi brott sunnudaginn 17. desember og að viðbúið sé að flug muni raskast komi til verkfalls. Spurningin hér er hvort þessi tímasetning sé valin til að valda sérstaklega miklu tjóni eða er bara tilviljun ein sem réð henni. Mikil tregða er hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi við að breyta reglum vinnulöggjafarinnar og þá sérstaklega ef þær snúa að verkfallsheimildinni og í hvert sinn sem slíkt stendur til hefur hún snúist til varna og passað upp á að sem minnstu verði breytt. Það er mikil ábyrgð sem felst í því að boða til verkfalls þegar svo háttar til að með verkfallsboðuninni er valdið tjóni hjá þriðja aðila sem hefur ekkert með samningaferlið að gera. Gott dæmi um verkfall þar sem mikið tjón var hjá þriðja aðila sem stóð utan kjaradeilu er verkfall grunnskólakennara árið 2004 sem stóð yfir í rétt tæpa tvo mánuði. Úttektarhópur skipaður þeim Láru V. Júlíusdóttur, Ragnari Árnasyni og Ómari H. Kristmundssyni gerði úttekt á ferli kjaraviðræðnanna og endaði úttektina á því að benda á að það væri ekki sjálfsagt að lögvarinn verkfallsréttur eigi að taka fram fyrir lögvarinn rétt á skólagöngu. Um væri að ræða tvenns konar réttindi sem væru í raun jafnrétthá. Þessi ábending úttektarnefndarinnar rýmar mjög vel við það sem ríkissáttasemjari hefur bent á að það er brýnt að fram fari umræða og undurskoðun á því hvernig verkfallsheimildinni sé beitt.Höfundur er lögfræðingur og Ms. í mannauðsstjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað eru um tveir sólarhringar í að verkfall flugvirkja hjá Icelandair hefjist þar sem Flugvirkjafélag Íslands vegna Icelandair hefur ekki náð samkomulagi um gerð nýs kjarasamnings við SA. Ef marka má það sem haft hefur verið eftir formanni Flugvirkjafélags Íslands, Óskari Einarssyni og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, ber mikið í milli og því ansi líklegt að verkfall skelli á kl. 6 að morgni sunnudagsins 17. desember, viku fyrir jól. Verkföll eru eitt helsta tæki launþega til þess að ná fram kröfum sínum gagnvart vinnuveitendum. Verkföll eru hins vegar neyðarúrræði og þeim er einungis beitt þegar svo háttar til að kjarasamningsviðræður hafa siglt í strand og samningsaðilar telja sig með engu móti geta náð saman. Af verkföllum getur hlotist margháttað tjón sem getur snúið beint að viðkomandi samningsaðilum en ekki síður og reyndar í vaxandi mæli að þriðja aðila sem tengist kjaradeilunni ekkert og hefur enga aðkomu að henni. Hér á landi hafa verkföll verið nokkuð tíð og þá sérstaklega á meðal opinberra starfsmanna. Markmiðið með því að hafa vinnulöggjöf er að tryggja vinnufrið og leggja til reglur sem taka á árekstrum sem aðilar á vinnumarkaði kunna að lenda í og leiða til þess að hægt sé að sætta mál á viðunandi hátt fyrir alla aðila og takmarka það tjón sem atvinnulífið yrði ella fyrir. Með því að líta til þeirra reglna og verklags sem viðhöfð eru á hinum Norðurlöndunum mætti bæta árangur við kjarasamningsgerð hér á landi og minnka tjón vegna verkfalla.Norðurlöndin sem fyrirmynd Nú hefur í nokkur árið verið unnið að því á íslenskum vinnumarkaði að koma á nýju vinnumarkaðsmódeli að norrænni fyrirmynd. Þar er horft til þess hvernig hin Norðurlöndin standa að kjarasamningsgerð. Einn helsti styrkur Norðurlanda er sá að í kjarasamningum þar er ákvæði sem kveður á um að samningsaðilar skuli halda viðræðum áfram þegar kjarasamningur er í gildi, sem sagt þegar svokallaður friðarskyldutími ríkir. Kjarasamningar á hinum Norðurlöndunum byggja á því að allir samningsaðilar hafi með sér náið samstarf um að afla ábyggilegra tölfræðiupplýsinga þar sem rýnt er í hagtölur, þróun launa, verðlags og kaupmáttar og aðra þá þætti sem áhrif geta haft á samkeppnishæfni. Sérstakar stofnanir í hverju landi sjá um þessa tölfræðivinnu og á meðal samningsaðila ríkir algert traust um þessar upplýsingar. Fyrst þegar þessar upplýsingar liggja fyrir fara aðilar á Norðurlöndunum í samningaviðræður. Hér á landi hefur þessar upplýsingar skort og aðilar oft að vinna með sínar eigin tölur. Gott dæmi um þetta er vinnudeila grunnskólakennara árið 2004. Í þeirri deilu voru t.d. lagðar til breytingar á nokkrum þáttum í kennarastarfinu. KÍ mat kostnaðarhækkun vegna breytinganna 34,4% en launanefnd sveitarfélaganna mat þær hins vegar 53,7%! Þegar gengið er til samningaviðræðna á Norðurlöndunum liggur þannig fyrir hvert svigrúmið er fyrirfram. Framleiðsluiðnaðurinn (útflutningurinn) semur fyrst og gefur merkið fyrir þá sem á eftir koma og passað er uppá að þeir hópar sem koma á eftir og eru með sterka samningsstöðu fái meira í sinn hlut en fólst í merkinu sem gefið var í fyrsta samningnum. Þrátt fyrir þessa miðlægni samninga er hægt að skilja eftir svigrúm til fyrirtækjasamninga samhliða. Það er athyglisvert að staðan hér á landi núna er með þeim hætti að opinberi geirinn er að fara að semja á undan almenna markaðnum. Það fyrirkomulag er algerlega á skjön við vinnubrögðin á hinum Norðurlöndunum. Völd ríkissáttasemjara þarf að efla Á öllum Norðurlöndunum er það grunnforsenda fyrir lögmæti vinnudeilu að árangurslaus sáttaumleitan hafi fyrst átt sér stað hjá ríkissáttasemjara. Ísland sker sig samt úr að einu leiti því það eitt Norðurlandanna heimilar ekki ríkissáttasemjara að fresta vinnustöðvun. Á hinum Norðurlöndunum hefur ríkissáttasemjari vald til þess að fresta upphafi aðgerða á vinnumarkaði. Í Noregi getur ríkissáttasemjari frestað verkfalli á almennum vinnumarkaði í 14 daga og það sama gildir í Svíþjóð. Í Finnlandi er hægt að fresta verkfalli um 7 daga á almenna markaðnum og 7 daga til viðbótar hjá opinberum starfsmönnum. Í Danmörku má fresta verkföllum í tvígang um 14 daga í hvort skipti. Í ársskýrlu sinni fyrir árið 2014 benti ríkissáttasemjari á að nauðsynlegt væri að taka til endurskoðunar reglur um heimildir launþega og vinnuveitenda til að ákveða verkföll eða verkbönn til að knýja á um kröfur sínar. Ríkissáttasemjari benti á að í tímans rás hefði gjörbreyst hvernig þessum grundvallarrétti væri beitt og nú sé iðulega efnt til tíma- og staðbundinna aðgerða og þá með þeim hætti að reynt sé að hafa áhrifin sem víðtækust og iðulega þá standi að slíkum aðgerðum fámennir hópar sem hafi veruleg áhrif á þriðja aðila án umtalsverðs tilkostnaðar fyrir stéttarfélagið sjálft eða félagsmenn þess. Ríkissáttasemjari endaði umfjöllun sína með þessum orðum: „Varla var það ætlan löggjafans eða aðila vinnumarkaðarins að hægt yrði að stöðva mikilvæga starfsemi í landinu með þessum hætti.“ Það er athyglisvert að skoða heimildir ríkissáttasemjara á hinum Norðurlöndunum og hugleiðingar ríkissáttasemjara frá árinu 2014 með þá stöðu í huga sem nú er uppi í samningamálum á milli flugvirkja hjá Icelandair og SA þar sem boðað er til verkfalls viku fyrir jól. Áætlað er að 30 flugvélar frá Icelandair eigi að fara af landi brott sunnudaginn 17. desember og að viðbúið sé að flug muni raskast komi til verkfalls. Spurningin hér er hvort þessi tímasetning sé valin til að valda sérstaklega miklu tjóni eða er bara tilviljun ein sem réð henni. Mikil tregða er hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi við að breyta reglum vinnulöggjafarinnar og þá sérstaklega ef þær snúa að verkfallsheimildinni og í hvert sinn sem slíkt stendur til hefur hún snúist til varna og passað upp á að sem minnstu verði breytt. Það er mikil ábyrgð sem felst í því að boða til verkfalls þegar svo háttar til að með verkfallsboðuninni er valdið tjóni hjá þriðja aðila sem hefur ekkert með samningaferlið að gera. Gott dæmi um verkfall þar sem mikið tjón var hjá þriðja aðila sem stóð utan kjaradeilu er verkfall grunnskólakennara árið 2004 sem stóð yfir í rétt tæpa tvo mánuði. Úttektarhópur skipaður þeim Láru V. Júlíusdóttur, Ragnari Árnasyni og Ómari H. Kristmundssyni gerði úttekt á ferli kjaraviðræðnanna og endaði úttektina á því að benda á að það væri ekki sjálfsagt að lögvarinn verkfallsréttur eigi að taka fram fyrir lögvarinn rétt á skólagöngu. Um væri að ræða tvenns konar réttindi sem væru í raun jafnrétthá. Þessi ábending úttektarnefndarinnar rýmar mjög vel við það sem ríkissáttasemjari hefur bent á að það er brýnt að fram fari umræða og undurskoðun á því hvernig verkfallsheimildinni sé beitt.Höfundur er lögfræðingur og Ms. í mannauðsstjórnun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun