Furðuðu sig á lágflugi ljóslausrar þyrlu yfir Hveragerði á sama tíma og rafmagn fór af Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2017 11:45 „Þetta var mjög furðulegt,“ segir íbúi um lágflug þyrlunnar yfir Hveragerði í gærkvöldi. Vísir Rafmagn fór skyndilega af Hveragerði um tíu leytið í gærkvöldi en um sama leyti heyrðu Hvergerðingar miklar drunur frá þyrlu sem flaug afar lágt yfir bænum. Margar spurningar leituðu á bæjarbúa í kjölfar þessa atviks og kviknuðu miklar umræður inni á Facebook-hópnum Hvergerðingar. Árný Guðfinnsdóttir, íbúi í Hveragerði, segir í samtali við Vísi að rafmagnið hefði hægt og rólega farið af öllum bænum, það er að segja að ljósin dofnuðu í stað þess að rafmagnið fari af líkt og öryggi slái út.Lágt á lofti Nokkrum sekúndum síðar hafi þyrlan komið fljúgandi yfir bæinn með öll ljós slökkt, þegar hún var farin frá Hveragerði kom rafmagn aftur á bæinn. „Ég hélt að hún væri að fara að lenda í götunni okkar, hún var svo lágt á lofti. Þetta var mjög furðulegt,“ segir Árný sem segir þyrluna hafa flogið aftur yfir Hveragerði, en þá mun hærra á lofti, um miðnætti.TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/ErnirSkammhlaup við endurnýjun á endabúnaði RARIK ohf. sér Hvergerðingum fyrir rafmagni en í svari frá þeim kemur fram að í gærkvöldi hafi staðið til að skipta um endabúnað á strengjum inn á spenni. Ekki var búast við því að það yrði straumleysi hjá notendum. RARIK var með rafstöð til að koma straumi inn á kerfið og einnig frá ellefu kílóvatta línum frá Selfossi og Þorlákshöfn. Þegar verið var að koma öllu í gang á ný varð skammhlaup í rafal rafstöðvarinnar sem varð þess valdandi að hann sló út. Það gerði það að verkum að mikið álag var á línum frá Selfossi og Þorlákshöfn sem slógu einnig út og varð þar með spennuvirkið í Hveragerði rafmagnslaust.Ljósin slökkt á nætursjónaukaflugi Samkvæmt upplýsingum frá Isavia, sem stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu, var það þyrla Landhelgisgæslunnar sem var á ferð yfir Hveragerði í gær. Í svörum frá Landhelgisgæslunni kemur fram að þyrlan hafi verið á æfingaflugi yfir Suðurlandi í gærkvöldi og að hún hafi ekki sinnt neinu útkalli. Þegar notast er við nætursjónauka þyrlunnar er stundum slökkt á öllum ljósum hennar og gæti það hafa verið í þessu tilviki í gærkvöldi þegar hún flaug yfir Hveragerði. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Rafmagn fór skyndilega af Hveragerði um tíu leytið í gærkvöldi en um sama leyti heyrðu Hvergerðingar miklar drunur frá þyrlu sem flaug afar lágt yfir bænum. Margar spurningar leituðu á bæjarbúa í kjölfar þessa atviks og kviknuðu miklar umræður inni á Facebook-hópnum Hvergerðingar. Árný Guðfinnsdóttir, íbúi í Hveragerði, segir í samtali við Vísi að rafmagnið hefði hægt og rólega farið af öllum bænum, það er að segja að ljósin dofnuðu í stað þess að rafmagnið fari af líkt og öryggi slái út.Lágt á lofti Nokkrum sekúndum síðar hafi þyrlan komið fljúgandi yfir bæinn með öll ljós slökkt, þegar hún var farin frá Hveragerði kom rafmagn aftur á bæinn. „Ég hélt að hún væri að fara að lenda í götunni okkar, hún var svo lágt á lofti. Þetta var mjög furðulegt,“ segir Árný sem segir þyrluna hafa flogið aftur yfir Hveragerði, en þá mun hærra á lofti, um miðnætti.TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/ErnirSkammhlaup við endurnýjun á endabúnaði RARIK ohf. sér Hvergerðingum fyrir rafmagni en í svari frá þeim kemur fram að í gærkvöldi hafi staðið til að skipta um endabúnað á strengjum inn á spenni. Ekki var búast við því að það yrði straumleysi hjá notendum. RARIK var með rafstöð til að koma straumi inn á kerfið og einnig frá ellefu kílóvatta línum frá Selfossi og Þorlákshöfn. Þegar verið var að koma öllu í gang á ný varð skammhlaup í rafal rafstöðvarinnar sem varð þess valdandi að hann sló út. Það gerði það að verkum að mikið álag var á línum frá Selfossi og Þorlákshöfn sem slógu einnig út og varð þar með spennuvirkið í Hveragerði rafmagnslaust.Ljósin slökkt á nætursjónaukaflugi Samkvæmt upplýsingum frá Isavia, sem stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu, var það þyrla Landhelgisgæslunnar sem var á ferð yfir Hveragerði í gær. Í svörum frá Landhelgisgæslunni kemur fram að þyrlan hafi verið á æfingaflugi yfir Suðurlandi í gærkvöldi og að hún hafi ekki sinnt neinu útkalli. Þegar notast er við nætursjónauka þyrlunnar er stundum slökkt á öllum ljósum hennar og gæti það hafa verið í þessu tilviki í gærkvöldi þegar hún flaug yfir Hveragerði.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira