Stefna í ranga átt Líney Lilja Þrastardóttir skrifar 29. mars 2017 15:00 Stjórnmál eru mikilvægur hluti af öllum samfélögum og hafa víðtæk áhrif hvert sem litið er. Þau koma okkur öllum við og stjórnmálalegar ákvarðanir sem teknar eru hafa alltaf áhrif á einhvern hluta af samfélaginu. Þrátt fyrir það er ekki mikið um almenna fræðslu um stjórnmál í grunnskólum. Umræður nemenda og kennara geta þó leitt til pólitískrar umræðu út frá öðru námsefni og svo má nefna að utanaðkomandi vitneskja, t.d. af netmiðlum, úr sjónvarpi og frá öðru fullorðnu fólki hefur sitt að segja. Áhugaleysi ungmenna á stjórnmálum hefur færst í aukanna á síðastliðnum árum og er það áhyggjuefni hjá eldra fólkinu. Þetta áhugaleysi er algjörlega stefna í ranga átt og á eflaust rætur sínar að rekja til þess hversu torskilin stjórnmálin eru þegar engin almennileg fræðsla hefur verið veitt.Stjórnmál fyrir allaNú á dögunum var lögð fram tillaga á þingi um að lækka kosningaaldur úr 18 ára aldri niður í 16 ára aldur. Ásamt tillögunni kom einnig fram greinargerð sem segir að hugmyndin með þessari tillögu sé að auka þátttöku ungs fólks í stjórnmálum, því að það er mikilvægt að fólk mæti á kjörstað og kjósi sinn stjórnmálaflokk, jafnt ungir sem aldnir. Í kjölfar seinustu kosninga þar sem kjörsókn var frekar dræm, einkum í aldursflokknum 18-24 ára, hafa þessar vangaveltur farið af stað. Þessi tillaga er bæði frábær og sniðug að öllu leyti og mun án efa auka áhugann og þátttöku ungs fólks í stjórnmálum að einhverju leyti. En er nægilegur skilningur hjá 16 ára unglingum á stjórnmálum til staðar til þess að þeir geti kosið?Hvað er til ráða?Mikilvægt er að fræða unga fólkið sem seinna meir mun stjórna landinu okkar betur um stjórnmál og reyna á einhvern hátt að gera stjórnmálin að áhugaverðum og spennandi hlut sem öllum finnst vert að fræðast um. Það er einnig mikilvægt að draga það jákvæða í stjórnmálunum fram og með því gera efnið áhugaverðara því einhvers staðar verður að byrja. Fræðslan gæti farið fram strax í grunnskólum þar sem kennarar fræða nemendur sína á uppbyggilegan hátt og beiti mismunandi og skemmtilegum kennsluaðferðum til að vekja áhuga hjá einhverjum. Það er auðvitað aldrei hægt að gera öllum nemendum í einu til geðs. Ýmsum öðrum aðferðum hefur verið beitt til að auka þennan áhuga og er það mjög jákvætt. Þar má einna helst nefna skuggakosningar framhaldsskólanema haustið 2016 og aðdraganda þeirra. Einnig er samfélagið meðvitað um þessi málefni og í sameiningu er hægt að breyta þessu til hins betra. Þó verður unga fólkið að vera bæði viljugt og meðvitað um það að láta stjórnmál landsins sig varða.Aukin fræðsla til góðs Ljóst er að fræðsla fyrir ungt fólk á íslenskum stjórnmálum verður að aukast og byrja þarf fyrr verði kosningaaldurinn lækkaður niður í 16 ára aldur. Skilningurinn verður að vera til staðar ef niðurstöður úr kosningum eiga að vera raunverulegar. Aukin fræðsla getur einnig leitt af sér aukinn áhuga og betri þátttöku hjá unga fólkinu í stjórnmálum. Þannig má snúa stefnunni og þróuninni inn á rétta braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál eru mikilvægur hluti af öllum samfélögum og hafa víðtæk áhrif hvert sem litið er. Þau koma okkur öllum við og stjórnmálalegar ákvarðanir sem teknar eru hafa alltaf áhrif á einhvern hluta af samfélaginu. Þrátt fyrir það er ekki mikið um almenna fræðslu um stjórnmál í grunnskólum. Umræður nemenda og kennara geta þó leitt til pólitískrar umræðu út frá öðru námsefni og svo má nefna að utanaðkomandi vitneskja, t.d. af netmiðlum, úr sjónvarpi og frá öðru fullorðnu fólki hefur sitt að segja. Áhugaleysi ungmenna á stjórnmálum hefur færst í aukanna á síðastliðnum árum og er það áhyggjuefni hjá eldra fólkinu. Þetta áhugaleysi er algjörlega stefna í ranga átt og á eflaust rætur sínar að rekja til þess hversu torskilin stjórnmálin eru þegar engin almennileg fræðsla hefur verið veitt.Stjórnmál fyrir allaNú á dögunum var lögð fram tillaga á þingi um að lækka kosningaaldur úr 18 ára aldri niður í 16 ára aldur. Ásamt tillögunni kom einnig fram greinargerð sem segir að hugmyndin með þessari tillögu sé að auka þátttöku ungs fólks í stjórnmálum, því að það er mikilvægt að fólk mæti á kjörstað og kjósi sinn stjórnmálaflokk, jafnt ungir sem aldnir. Í kjölfar seinustu kosninga þar sem kjörsókn var frekar dræm, einkum í aldursflokknum 18-24 ára, hafa þessar vangaveltur farið af stað. Þessi tillaga er bæði frábær og sniðug að öllu leyti og mun án efa auka áhugann og þátttöku ungs fólks í stjórnmálum að einhverju leyti. En er nægilegur skilningur hjá 16 ára unglingum á stjórnmálum til staðar til þess að þeir geti kosið?Hvað er til ráða?Mikilvægt er að fræða unga fólkið sem seinna meir mun stjórna landinu okkar betur um stjórnmál og reyna á einhvern hátt að gera stjórnmálin að áhugaverðum og spennandi hlut sem öllum finnst vert að fræðast um. Það er einnig mikilvægt að draga það jákvæða í stjórnmálunum fram og með því gera efnið áhugaverðara því einhvers staðar verður að byrja. Fræðslan gæti farið fram strax í grunnskólum þar sem kennarar fræða nemendur sína á uppbyggilegan hátt og beiti mismunandi og skemmtilegum kennsluaðferðum til að vekja áhuga hjá einhverjum. Það er auðvitað aldrei hægt að gera öllum nemendum í einu til geðs. Ýmsum öðrum aðferðum hefur verið beitt til að auka þennan áhuga og er það mjög jákvætt. Þar má einna helst nefna skuggakosningar framhaldsskólanema haustið 2016 og aðdraganda þeirra. Einnig er samfélagið meðvitað um þessi málefni og í sameiningu er hægt að breyta þessu til hins betra. Þó verður unga fólkið að vera bæði viljugt og meðvitað um það að láta stjórnmál landsins sig varða.Aukin fræðsla til góðs Ljóst er að fræðsla fyrir ungt fólk á íslenskum stjórnmálum verður að aukast og byrja þarf fyrr verði kosningaaldurinn lækkaður niður í 16 ára aldur. Skilningurinn verður að vera til staðar ef niðurstöður úr kosningum eiga að vera raunverulegar. Aukin fræðsla getur einnig leitt af sér aukinn áhuga og betri þátttöku hjá unga fólkinu í stjórnmálum. Þannig má snúa stefnunni og þróuninni inn á rétta braut.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar