Nú í hádeginu var tilkynnt um val á úrvalsliði Olís-deildar kvenna.
Athygli vekur að deildarmeistarar Stjörnunnar eiga aðeins einn leikmann í úrvalsliðinu. Tveir leikmenn koma frá Fram og tveir frá Gróttu.
Á fundinum var einnig verið að kynna úrslitakeppni deildarinnar en hún hefst á fimmtudaginn. Þar mætast Fram og Haukar annars vegar og Stjarnan og Grótta hins vegar.
Úrvalslið Olís-deildar kvenna 2016-17:
Markvörður:
Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram
Línumaður:
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Vinstra horn:
Unnur Ómarsdóttir, Grótta
Vinstri skytta:
Diana Satkauskaite, Valur
Miðjumaður:
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Hægri skytta:
Solveig Lára Kjærnested, Stjarnan
Hægra horn:
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Grótta
Besti varnarmaður:
Steinunn Bjönrsdóttir, Fram
Deildarmeistararnir eiga einn leikmann í úrvalsliðinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
