Falleg orð – en fátt um efndir Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Á vef stjórnarráðs Íslands er að finna stefnuyfirlýsingar allra ríkisstjórna sem tekið hafa við völdum undanfarinn aldarfjórðung. Allar hafa þær haft það á stefnuskrá sinni að standa vörð um íslenska tungu þótt yfirleitt hafi ekki þótt ástæða til að hafa um það mörg orð, eins og eftirfarandi tilvitnanir í stefnuyfirlýsingarnar sýna: „Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu ...“ (1995, 1999) „Að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu.“ (2003) „Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ (2007)„Tryggja þarf … íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ – „Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu.“ (2009) „Áhersla verður lögð á málvernd … auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir … tungumálinu, innanlands sem utan.“ – „Standa þarf vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls.“ (2013) „Efla þarf stuðning við móðurmálskennslu tvítyngdra nemenda, samhliða kennslu íslensku sem annars máls.“ – „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið.“ (2017)Kennurum fækkað um næstum helming Þótt orðin séu fá hefur enn minna orðið um efndir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, en af ýmsu er að taka. Fyrir aldarfjórðungi, árið 1992, voru 15 fastir kennarar í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands – meðalaldur þeirra var rúm 49 ár. Nú, snemma árs 2017, hefur þeim fækkað niður í 11. Fram til hausts 2020 fara þrír til viðbótar á eftirlaun þannig að í lok þessa kjörtímabils verða ekki nema 8 eftir og meðalaldur þeirra verður tæp 56 ár. Kennurum í íslensku hefur þá fækkað um næstum helming frá 1992. Nemendum í grunnnámi hefur vissulega einnig fækkað frá þeim tíma, en á móti kemur að þá var ekkert doktorsnám. Mikill tími fer í að leiðbeina doktorsnemum þannig að verkefnum kennara hefur síst fækkað. Hér er ekki gert ráð fyrir að ráðnir verði kennarar í stað þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Vitanlega er ekki útséð um það, en miðað við núverandi stöðu Háskólans og gildandi reiknilíkan háskólastigsins er ekki von á miklum nýráðningum í íslensku á næstunni, og ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 gefur sannarlega ekki ástæðu til bjartsýni. Sú aukning sem þar er gert ráð fyrir til háskólastigsins fer að miklu leyti í hús íslenskunnar sem stendur til að byggja á næstu árum. Það er vissulega mjög kærkomið og löngu tímabært, en hús eitt og sér gerir lítið gagn ef ekkert fólk er innan þess til að sinna rannsóknum og kennslu íslensks máls og bókmennta. Eða eins og skáldið sagði: „Því hvað er auður og afl og hús / ef eingin jurt vex í þinni krús.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á vef stjórnarráðs Íslands er að finna stefnuyfirlýsingar allra ríkisstjórna sem tekið hafa við völdum undanfarinn aldarfjórðung. Allar hafa þær haft það á stefnuskrá sinni að standa vörð um íslenska tungu þótt yfirleitt hafi ekki þótt ástæða til að hafa um það mörg orð, eins og eftirfarandi tilvitnanir í stefnuyfirlýsingarnar sýna: „Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu ...“ (1995, 1999) „Að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu.“ (2003) „Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ (2007)„Tryggja þarf … íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ – „Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu.“ (2009) „Áhersla verður lögð á málvernd … auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir … tungumálinu, innanlands sem utan.“ – „Standa þarf vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls.“ (2013) „Efla þarf stuðning við móðurmálskennslu tvítyngdra nemenda, samhliða kennslu íslensku sem annars máls.“ – „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið.“ (2017)Kennurum fækkað um næstum helming Þótt orðin séu fá hefur enn minna orðið um efndir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, en af ýmsu er að taka. Fyrir aldarfjórðungi, árið 1992, voru 15 fastir kennarar í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands – meðalaldur þeirra var rúm 49 ár. Nú, snemma árs 2017, hefur þeim fækkað niður í 11. Fram til hausts 2020 fara þrír til viðbótar á eftirlaun þannig að í lok þessa kjörtímabils verða ekki nema 8 eftir og meðalaldur þeirra verður tæp 56 ár. Kennurum í íslensku hefur þá fækkað um næstum helming frá 1992. Nemendum í grunnnámi hefur vissulega einnig fækkað frá þeim tíma, en á móti kemur að þá var ekkert doktorsnám. Mikill tími fer í að leiðbeina doktorsnemum þannig að verkefnum kennara hefur síst fækkað. Hér er ekki gert ráð fyrir að ráðnir verði kennarar í stað þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Vitanlega er ekki útséð um það, en miðað við núverandi stöðu Háskólans og gildandi reiknilíkan háskólastigsins er ekki von á miklum nýráðningum í íslensku á næstunni, og ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 gefur sannarlega ekki ástæðu til bjartsýni. Sú aukning sem þar er gert ráð fyrir til háskólastigsins fer að miklu leyti í hús íslenskunnar sem stendur til að byggja á næstu árum. Það er vissulega mjög kærkomið og löngu tímabært, en hús eitt og sér gerir lítið gagn ef ekkert fólk er innan þess til að sinna rannsóknum og kennslu íslensks máls og bókmennta. Eða eins og skáldið sagði: „Því hvað er auður og afl og hús / ef eingin jurt vex í þinni krús.“
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun