Falleg orð – en fátt um efndir Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Á vef stjórnarráðs Íslands er að finna stefnuyfirlýsingar allra ríkisstjórna sem tekið hafa við völdum undanfarinn aldarfjórðung. Allar hafa þær haft það á stefnuskrá sinni að standa vörð um íslenska tungu þótt yfirleitt hafi ekki þótt ástæða til að hafa um það mörg orð, eins og eftirfarandi tilvitnanir í stefnuyfirlýsingarnar sýna: „Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu ...“ (1995, 1999) „Að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu.“ (2003) „Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ (2007)„Tryggja þarf … íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ – „Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu.“ (2009) „Áhersla verður lögð á málvernd … auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir … tungumálinu, innanlands sem utan.“ – „Standa þarf vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls.“ (2013) „Efla þarf stuðning við móðurmálskennslu tvítyngdra nemenda, samhliða kennslu íslensku sem annars máls.“ – „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið.“ (2017)Kennurum fækkað um næstum helming Þótt orðin séu fá hefur enn minna orðið um efndir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, en af ýmsu er að taka. Fyrir aldarfjórðungi, árið 1992, voru 15 fastir kennarar í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands – meðalaldur þeirra var rúm 49 ár. Nú, snemma árs 2017, hefur þeim fækkað niður í 11. Fram til hausts 2020 fara þrír til viðbótar á eftirlaun þannig að í lok þessa kjörtímabils verða ekki nema 8 eftir og meðalaldur þeirra verður tæp 56 ár. Kennurum í íslensku hefur þá fækkað um næstum helming frá 1992. Nemendum í grunnnámi hefur vissulega einnig fækkað frá þeim tíma, en á móti kemur að þá var ekkert doktorsnám. Mikill tími fer í að leiðbeina doktorsnemum þannig að verkefnum kennara hefur síst fækkað. Hér er ekki gert ráð fyrir að ráðnir verði kennarar í stað þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Vitanlega er ekki útséð um það, en miðað við núverandi stöðu Háskólans og gildandi reiknilíkan háskólastigsins er ekki von á miklum nýráðningum í íslensku á næstunni, og ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 gefur sannarlega ekki ástæðu til bjartsýni. Sú aukning sem þar er gert ráð fyrir til háskólastigsins fer að miklu leyti í hús íslenskunnar sem stendur til að byggja á næstu árum. Það er vissulega mjög kærkomið og löngu tímabært, en hús eitt og sér gerir lítið gagn ef ekkert fólk er innan þess til að sinna rannsóknum og kennslu íslensks máls og bókmennta. Eða eins og skáldið sagði: „Því hvað er auður og afl og hús / ef eingin jurt vex í þinni krús.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á vef stjórnarráðs Íslands er að finna stefnuyfirlýsingar allra ríkisstjórna sem tekið hafa við völdum undanfarinn aldarfjórðung. Allar hafa þær haft það á stefnuskrá sinni að standa vörð um íslenska tungu þótt yfirleitt hafi ekki þótt ástæða til að hafa um það mörg orð, eins og eftirfarandi tilvitnanir í stefnuyfirlýsingarnar sýna: „Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu ...“ (1995, 1999) „Að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu.“ (2003) „Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ (2007)„Tryggja þarf … íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ – „Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu.“ (2009) „Áhersla verður lögð á málvernd … auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir … tungumálinu, innanlands sem utan.“ – „Standa þarf vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls.“ (2013) „Efla þarf stuðning við móðurmálskennslu tvítyngdra nemenda, samhliða kennslu íslensku sem annars máls.“ – „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið.“ (2017)Kennurum fækkað um næstum helming Þótt orðin séu fá hefur enn minna orðið um efndir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, en af ýmsu er að taka. Fyrir aldarfjórðungi, árið 1992, voru 15 fastir kennarar í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands – meðalaldur þeirra var rúm 49 ár. Nú, snemma árs 2017, hefur þeim fækkað niður í 11. Fram til hausts 2020 fara þrír til viðbótar á eftirlaun þannig að í lok þessa kjörtímabils verða ekki nema 8 eftir og meðalaldur þeirra verður tæp 56 ár. Kennurum í íslensku hefur þá fækkað um næstum helming frá 1992. Nemendum í grunnnámi hefur vissulega einnig fækkað frá þeim tíma, en á móti kemur að þá var ekkert doktorsnám. Mikill tími fer í að leiðbeina doktorsnemum þannig að verkefnum kennara hefur síst fækkað. Hér er ekki gert ráð fyrir að ráðnir verði kennarar í stað þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Vitanlega er ekki útséð um það, en miðað við núverandi stöðu Háskólans og gildandi reiknilíkan háskólastigsins er ekki von á miklum nýráðningum í íslensku á næstunni, og ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 gefur sannarlega ekki ástæðu til bjartsýni. Sú aukning sem þar er gert ráð fyrir til háskólastigsins fer að miklu leyti í hús íslenskunnar sem stendur til að byggja á næstu árum. Það er vissulega mjög kærkomið og löngu tímabært, en hús eitt og sér gerir lítið gagn ef ekkert fólk er innan þess til að sinna rannsóknum og kennslu íslensks máls og bókmennta. Eða eins og skáldið sagði: „Því hvað er auður og afl og hús / ef eingin jurt vex í þinni krús.“
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun