Falleg orð – en fátt um efndir Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Á vef stjórnarráðs Íslands er að finna stefnuyfirlýsingar allra ríkisstjórna sem tekið hafa við völdum undanfarinn aldarfjórðung. Allar hafa þær haft það á stefnuskrá sinni að standa vörð um íslenska tungu þótt yfirleitt hafi ekki þótt ástæða til að hafa um það mörg orð, eins og eftirfarandi tilvitnanir í stefnuyfirlýsingarnar sýna: „Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu ...“ (1995, 1999) „Að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu.“ (2003) „Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ (2007)„Tryggja þarf … íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ – „Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu.“ (2009) „Áhersla verður lögð á málvernd … auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir … tungumálinu, innanlands sem utan.“ – „Standa þarf vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls.“ (2013) „Efla þarf stuðning við móðurmálskennslu tvítyngdra nemenda, samhliða kennslu íslensku sem annars máls.“ – „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið.“ (2017)Kennurum fækkað um næstum helming Þótt orðin séu fá hefur enn minna orðið um efndir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, en af ýmsu er að taka. Fyrir aldarfjórðungi, árið 1992, voru 15 fastir kennarar í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands – meðalaldur þeirra var rúm 49 ár. Nú, snemma árs 2017, hefur þeim fækkað niður í 11. Fram til hausts 2020 fara þrír til viðbótar á eftirlaun þannig að í lok þessa kjörtímabils verða ekki nema 8 eftir og meðalaldur þeirra verður tæp 56 ár. Kennurum í íslensku hefur þá fækkað um næstum helming frá 1992. Nemendum í grunnnámi hefur vissulega einnig fækkað frá þeim tíma, en á móti kemur að þá var ekkert doktorsnám. Mikill tími fer í að leiðbeina doktorsnemum þannig að verkefnum kennara hefur síst fækkað. Hér er ekki gert ráð fyrir að ráðnir verði kennarar í stað þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Vitanlega er ekki útséð um það, en miðað við núverandi stöðu Háskólans og gildandi reiknilíkan háskólastigsins er ekki von á miklum nýráðningum í íslensku á næstunni, og ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 gefur sannarlega ekki ástæðu til bjartsýni. Sú aukning sem þar er gert ráð fyrir til háskólastigsins fer að miklu leyti í hús íslenskunnar sem stendur til að byggja á næstu árum. Það er vissulega mjög kærkomið og löngu tímabært, en hús eitt og sér gerir lítið gagn ef ekkert fólk er innan þess til að sinna rannsóknum og kennslu íslensks máls og bókmennta. Eða eins og skáldið sagði: „Því hvað er auður og afl og hús / ef eingin jurt vex í þinni krús.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Á vef stjórnarráðs Íslands er að finna stefnuyfirlýsingar allra ríkisstjórna sem tekið hafa við völdum undanfarinn aldarfjórðung. Allar hafa þær haft það á stefnuskrá sinni að standa vörð um íslenska tungu þótt yfirleitt hafi ekki þótt ástæða til að hafa um það mörg orð, eins og eftirfarandi tilvitnanir í stefnuyfirlýsingarnar sýna: „Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu ...“ (1995, 1999) „Að standa vörð um íslenska tungu, sögu og þjóðmenningu.“ (2003) „Átak verði gert í íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ (2007)„Tryggja þarf … íslenskukennslu fyrir útlendinga.“ – „Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu.“ (2009) „Áhersla verður lögð á málvernd … auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir … tungumálinu, innanlands sem utan.“ – „Standa þarf vörð um íslenska tungu, efla rannsóknir á þróun tungumálsins og styrkja stöðu íslensks táknmáls.“ (2013) „Efla þarf stuðning við móðurmálskennslu tvítyngdra nemenda, samhliða kennslu íslensku sem annars máls.“ – „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið.“ (2017)Kennurum fækkað um næstum helming Þótt orðin séu fá hefur enn minna orðið um efndir. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi, en af ýmsu er að taka. Fyrir aldarfjórðungi, árið 1992, voru 15 fastir kennarar í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands – meðalaldur þeirra var rúm 49 ár. Nú, snemma árs 2017, hefur þeim fækkað niður í 11. Fram til hausts 2020 fara þrír til viðbótar á eftirlaun þannig að í lok þessa kjörtímabils verða ekki nema 8 eftir og meðalaldur þeirra verður tæp 56 ár. Kennurum í íslensku hefur þá fækkað um næstum helming frá 1992. Nemendum í grunnnámi hefur vissulega einnig fækkað frá þeim tíma, en á móti kemur að þá var ekkert doktorsnám. Mikill tími fer í að leiðbeina doktorsnemum þannig að verkefnum kennara hefur síst fækkað. Hér er ekki gert ráð fyrir að ráðnir verði kennarar í stað þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Vitanlega er ekki útséð um það, en miðað við núverandi stöðu Háskólans og gildandi reiknilíkan háskólastigsins er ekki von á miklum nýráðningum í íslensku á næstunni, og ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 gefur sannarlega ekki ástæðu til bjartsýni. Sú aukning sem þar er gert ráð fyrir til háskólastigsins fer að miklu leyti í hús íslenskunnar sem stendur til að byggja á næstu árum. Það er vissulega mjög kærkomið og löngu tímabært, en hús eitt og sér gerir lítið gagn ef ekkert fólk er innan þess til að sinna rannsóknum og kennslu íslensks máls og bókmennta. Eða eins og skáldið sagði: „Því hvað er auður og afl og hús / ef eingin jurt vex í þinni krús.“
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun