Ósvífin aðför ríkisstjórnarinnar að ferðaþjónustunni Pétur Snæbjörnsson skrifar 19. apríl 2017 12:33 Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja með einu pennastriki um 20 milljarða skattahækkun á ferðaþjónustuna á ári verður ekki túlkuð öðruvísi en sem hrein aðför að greininni í heild. Þessi áform sýna fyrst og fremst fram á algert skilningsleysi viðkomandi á starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu sem stendur í síharðnandi samkeppni á heimsvísu. Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu úr neðra skattþrepi upp í 22,5% er skyndileg risasveifla sem mun hafa neikvæð áhrif á kaup ferðamanna á gistingu, ferðum og þjónustu og þar með á rekstrarmöguleika fyrirtækja í greininni, sérstaklega á landsbyggðinni. Styrking krónunnar hefur ásamt fleiri þáttum þegar valdið því að íslenskir ferðaþjónustuaðilar finna nú þegar fyrir því að erlendar ferðaskrifstofur og aðrir samstarfsaðilar eru farnir að leita á önnur mið. Gistinóttum hefur fækkað og ferðamenn velja frekar styttri ferðir og ódýrari afþreyingu. Þessi hækkun mun ekki hjálpa til að snúa þeirri þróun við. Mun meira aðkallandi verkefni er að koma böndum á skattaundanskot, sem skiptir bæði ferðaþjónustuna í heild og ríkiskassann miklu máli. Hækkun virðisaukaskatts mun miklu fremur auka undanskot í ferðaþjónustu og það mikið, og þó er því miður allt of mikið um slíkt nú þegar. Fyrir okkur sem lengi höfum barist fyrir því að rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar sé þannig úr garði gert að tækifæri og ástæður til undanskota séu sem fæstar er þessi hækkun stórt stökk í ranga átt.Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar rústað Íslensk ferðaþjónusta er ekki eyland sem er aðeins í samkeppni við sjálfa sig um gjaldeyri þeirra ferðamanna sem komnir eru til landsins. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri og mjög virkri samkeppni við aðra áfangastaði í heiminum. Þegar rætt er um samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar hér á landi er átt við það hvernig íslenskri ferðaþjónustu gengur að keppa við önnur lönd um að fá ferðamenn til Íslands. Í umhverfi þar sem verðmunur upp á fáeina þúsundkalla ræður iðulega úrslitum um val á áfangastað er skyndiákvörðun um tugmilljarða hækkun gjalda á ferðaþjónustuna algerlega glórulaus aðför að samkeppnishæfni greinarinnar og mun án nokkurs vafa hafa mjög neikvæð áhrif á uppbyggingu þjónustu og afkomu ferðaþjónustuaðila um allt land mörg ár fram í tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja með einu pennastriki um 20 milljarða skattahækkun á ferðaþjónustuna á ári verður ekki túlkuð öðruvísi en sem hrein aðför að greininni í heild. Þessi áform sýna fyrst og fremst fram á algert skilningsleysi viðkomandi á starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu sem stendur í síharðnandi samkeppni á heimsvísu. Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu úr neðra skattþrepi upp í 22,5% er skyndileg risasveifla sem mun hafa neikvæð áhrif á kaup ferðamanna á gistingu, ferðum og þjónustu og þar með á rekstrarmöguleika fyrirtækja í greininni, sérstaklega á landsbyggðinni. Styrking krónunnar hefur ásamt fleiri þáttum þegar valdið því að íslenskir ferðaþjónustuaðilar finna nú þegar fyrir því að erlendar ferðaskrifstofur og aðrir samstarfsaðilar eru farnir að leita á önnur mið. Gistinóttum hefur fækkað og ferðamenn velja frekar styttri ferðir og ódýrari afþreyingu. Þessi hækkun mun ekki hjálpa til að snúa þeirri þróun við. Mun meira aðkallandi verkefni er að koma böndum á skattaundanskot, sem skiptir bæði ferðaþjónustuna í heild og ríkiskassann miklu máli. Hækkun virðisaukaskatts mun miklu fremur auka undanskot í ferðaþjónustu og það mikið, og þó er því miður allt of mikið um slíkt nú þegar. Fyrir okkur sem lengi höfum barist fyrir því að rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar sé þannig úr garði gert að tækifæri og ástæður til undanskota séu sem fæstar er þessi hækkun stórt stökk í ranga átt.Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar rústað Íslensk ferðaþjónusta er ekki eyland sem er aðeins í samkeppni við sjálfa sig um gjaldeyri þeirra ferðamanna sem komnir eru til landsins. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri og mjög virkri samkeppni við aðra áfangastaði í heiminum. Þegar rætt er um samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar hér á landi er átt við það hvernig íslenskri ferðaþjónustu gengur að keppa við önnur lönd um að fá ferðamenn til Íslands. Í umhverfi þar sem verðmunur upp á fáeina þúsundkalla ræður iðulega úrslitum um val á áfangastað er skyndiákvörðun um tugmilljarða hækkun gjalda á ferðaþjónustuna algerlega glórulaus aðför að samkeppnishæfni greinarinnar og mun án nokkurs vafa hafa mjög neikvæð áhrif á uppbyggingu þjónustu og afkomu ferðaþjónustuaðila um allt land mörg ár fram í tímann.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar