Köfunarslys varð í Reyðarvatni á fimmta tímanum í dag.
Sjúkrabílar frá Selfossi og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu varð slysið á mjög grunnu dýpi og missti viðkomandi meðvitund i um eina mínútu. Hann verður fluttur á Landspítalann í Fossvogi til frekari aðhlynningar.
