Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 09:30 Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. Farið var yfir dóminn í Seinni bylgjunni í gærkvöld, og voru spekingarnir ekki á því að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá dómarum leiksins, þeim Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni. „Þetta er glórulaus dómur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Sigurður Örn Þorsteinsson fékk rauða spjaldið og svo bláa spjaldið fyrir brot á Björgvini Pál Rúnarssyni. Hann ýtir þá í bakið á Björgvini sem er sloppinn einn á markið. „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann,“ sagði Sigfús Sigurðsson. „En hann hittir hann ekki,“ sagði þá þáttastjórnandinn Tómas Þór Þórðarson. „Og?“ spurði Sigfús þá, greinilega ekki á þeim bókunum að kaupa þennan dóm. Tómas gat þó sammælst Sigfúsi um það að blátt spjald væri aðeins of mikið, sérstaklega þar sem Teitur Örn Einarsson, leikmaður Selfoss, fékk ekki blátt fyrir að berja leikmann ÍBV í magann í Suðurlandsslagnum sem fram fór á sama tíma. „Hvar er línan? Er ekki sama línan hjá öllum dómurum?“ spurði Sigfús. „Mér finnst oft vera svolítill hroki í honum [Antoni Gylfa, dómara] í dómgæslunni. Honum finnst hann vera svo helvíti flottur að hann gerir það sem honum sýnist,“ bætti Gunnar Berg við. Umræðuna í heildinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Fjölnir 29-29 | Fjölnismenn misstu fyrsta sigurinn úr höndunum í blálokin Matthías Daðason tryggði Farm 29-29 jafntefli á móti með Fjölni. Fjölnismenn voru með forystuna og boltann í lokin en fengu á sig ruðning og í framhaldinu jöfnunarmark. Fjölnisliðið hefur enn ekki unnið leik en þetta var þriðja jafntefli nýliðanna. 5. nóvember 2017 22:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. Farið var yfir dóminn í Seinni bylgjunni í gærkvöld, og voru spekingarnir ekki á því að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá dómarum leiksins, þeim Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni. „Þetta er glórulaus dómur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Sigurður Örn Þorsteinsson fékk rauða spjaldið og svo bláa spjaldið fyrir brot á Björgvini Pál Rúnarssyni. Hann ýtir þá í bakið á Björgvini sem er sloppinn einn á markið. „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann,“ sagði Sigfús Sigurðsson. „En hann hittir hann ekki,“ sagði þá þáttastjórnandinn Tómas Þór Þórðarson. „Og?“ spurði Sigfús þá, greinilega ekki á þeim bókunum að kaupa þennan dóm. Tómas gat þó sammælst Sigfúsi um það að blátt spjald væri aðeins of mikið, sérstaklega þar sem Teitur Örn Einarsson, leikmaður Selfoss, fékk ekki blátt fyrir að berja leikmann ÍBV í magann í Suðurlandsslagnum sem fram fór á sama tíma. „Hvar er línan? Er ekki sama línan hjá öllum dómurum?“ spurði Sigfús. „Mér finnst oft vera svolítill hroki í honum [Antoni Gylfa, dómara] í dómgæslunni. Honum finnst hann vera svo helvíti flottur að hann gerir það sem honum sýnist,“ bætti Gunnar Berg við. Umræðuna í heildinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Fjölnir 29-29 | Fjölnismenn misstu fyrsta sigurinn úr höndunum í blálokin Matthías Daðason tryggði Farm 29-29 jafntefli á móti með Fjölni. Fjölnismenn voru með forystuna og boltann í lokin en fengu á sig ruðning og í framhaldinu jöfnunarmark. Fjölnisliðið hefur enn ekki unnið leik en þetta var þriðja jafntefli nýliðanna. 5. nóvember 2017 22:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Fjölnir 29-29 | Fjölnismenn misstu fyrsta sigurinn úr höndunum í blálokin Matthías Daðason tryggði Farm 29-29 jafntefli á móti með Fjölni. Fjölnismenn voru með forystuna og boltann í lokin en fengu á sig ruðning og í framhaldinu jöfnunarmark. Fjölnisliðið hefur enn ekki unnið leik en þetta var þriðja jafntefli nýliðanna. 5. nóvember 2017 22:30