Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk þriðja hring sínum á Sime Darby LPGA mótinu í Malasíu í nótt á tveimur höggum yfir pari eða 73 höggum.
Hún er því í 46.sæti fyrir lokahringinn en hún er samtals á einu höggi yfir pari á meðan efstu konur eru á 15 höggum undir pari.
Ólafía fékk þrjá fugla, fimm skolla og tíu pör á þriðja hringnum sem kom í kjölfarið á frábærum öðrum hring þar sem Ólafía lék á fjórum höggum undir pari.
Lokahringurinn hefst í kvöld en ætla má að Ólafía ljúki leik á aðfaranótt sunnudags.
Ólafía Þórunn einu höggi yfir pari fyrir lokahringinn

Tengdar fréttir

Sex fugla hringur hjá Ólafíu í Malasíu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði stórvel á þriðja hring Sime Darby-mótsins í Malasíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöðug spilamennska hjá Ólafíu eftir erfiða byrjun
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 61.-65. sæti eftir fyrsta daginn á Sime Darby-mótinu í Malasíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.