

"Þetta er svona pínu svekkelsi,“ sagði landsliðsþjálfarinn, Geir Sveinsson, við Vísi eftir leik í kvöld.
Stórbrotin frammistaða strákanna okkar í fyrri hálfleik gegn Spáni í gær dugði því miður ekki til sigurs. Spænsku nautabanarnir voru einfaldlega of sterkir. Frammistaðan og viðhorf leikmanna lofar þó góðu.
Strákarnir okkar í landsliðinu í handbolta hófu leik á HM í Frakklandi í kvöld og mættu Spánverjum.
Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær.
Björgvin Páll Gústavsson var frábær í fyrri hálfleik í kvöld og var þá með rúmlega 50 prósenta markvörslu og varði þá meðal annars þrjú vítaköst.
Ísland laut í lægra haldi fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld.
"Það er erfitt að segja af hverju það var svona mikill munur á hálfleikjum hjá okkur,“ sagði gamli stríðshesturinn Arnór Atlason eftir tapið gegn Spáni í kvöld.
Einar Andri Einarsson gerir upp leiki Íslands á HM 2017 í handbolta fyrir Fréttablaðið og Vísi.