Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 99-70 | Langþráður Njarðvíkursigur Aron Ingi Valtýsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar 13. janúar 2017 22:45 Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur. vísir/ernir Njarðvík komst aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Snæfell í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 99-70. Snæfell situr á botni deildarinnar með 0 stig eftir 13 leiki en Njarðvík, sem eru komnir á sigurbraut eftir langan tíma með 10 stig. Leikurinn fór rólega af stað, fyrsta karfan kom eftir 2 mínútur. Njarðvík var með yfirhöndina í 1. leikhlutanum þótt Snæfell hafi ekki hleypt þeim langt á undan sér. Snæfell voru með 8 tapaða bolta í leikhlutanum sem er of mikið ef þeir ætluðu að eiga einhvern möguleika í þessum leik. Leikhlutinn endaði 26-18 fyrir Njarðvík. Það leit allt úr fyrir að Njarðvík ætlaði að klára leikinn í 2. leikhluta. En Snæfell gafst ekki upp og breyttu í svæðisvörn. Heimamenn virtust verða kærulausir um miðjan leikhlutann og Snæfell gekk á lagið. Njarðvík leiddi með 6 stigum í hálfleik, 46-40. Njarðvík bætti aðeins í í 3. leikhluta og breikkaði bilið of mikið til að Snæfell gæti sótt eitthvað til Suðurnesja í kvöld. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og í fyrri hálfleik. Of mikið af töpuðum boltum og mikið af hraðupphlaupum hjá heimamönnum. Njarðvíkingar tóku algjörlega yfir leikinn í byrjun 4. leikhluta, Snæfell átti engin svör. Þegar fimm mínútur voru eftir að leiknum skipti Daníel Guðmundsson minni spámönnum inná sem gáfu ekkert minna eftir en þeir eldri. Njarðvik vann leikinn örugglega, 99-70.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík var of stór biti fyrir Snæfell í dag. Í hálfleik áttu Snæfell séns, en í seinni hálfleik settu Njarðvíkingar í fimmta gírinn og þá var ekki aftur snúið. Sóknarfráköst, stolnir boltar og hröð hraðaupphlaup skiluðu þessum sigri í kvöld. Daníel dreifði álaginu vel í leiknum og allir fengu sýna hvað í þeim bjó í kvöld. Það vakti mikla kátínu þegar Hermann Ingi Harðarsson skoraði 2 góð stig.Bestu menn vallarins: Myron Dempsey var atkvæðamestur hjá heimamönnum með 21 stig og 12 fráköst. Björn Kristjánsson kom á eftir honum með 17 stig, þar af 5 af 8 í þriggja stiga skotum. Hjá Snæfell var Viktor Marínó Alexandersson með 20 stig, 4 stoðsendingar og 4 fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli? Snæfell skoraði 30 stig fyrir utan þrigga stiga línuna og 30 stig innan þrigga stiga línunnar. Þegar fimm mínútur voru eftir af 3. leikhluta voru bæði liðin búin að fá á sig fimm villur í öllum leiknum. Það gefur til kynna hvernig leikurinn var spilaður.Hvað gekk illa? Snæfell var að tapa of mikið af boltum einsog komið hefur fram, tóku of mikið af óvönduðum skotum og misstu of mörg fráköst í hendur Njarðvíkinga. Þetta var of mikið af mistökum til að sigra Njarðvík í Ljónagryfjunni.Ingi Þór: Við höfum fulla trú á því sem við erum að gera Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var ekki ósáttur með leik liðsins í dag. En þegar liðið missir hausinn þá fara þeir að gera klaufamisstök sem ekki má gera. „Við töpuðum þessum leik á töpuðum boltum en við erum með alltof magar tapaða bolta, 25 talsins. Það sýndi sig bara, við vorum með 8 tapaða bolta í fyrsta leikhluta og þeir fengu 10 auðveld stig á töfluna. Það er munurinn á liðunum í fyrsta leikhluta. við vinnum síðan 2. leikhlutan þar sem við erum aðeins með einn tapaðan bolta. „En síðan erum við með 14 tapaða bolta í seinni hálfleik. Sérstaklega á kafla þegar við erum búnir að ná þessu niður í 9-10 stig þá missum við hausinn og þú mátt ekki leyfa þér það á móti svona liði eins og Njarðvík,“ sagði Ingi Þór sem sér björtu hliðarnar á leik liðsins. Þetta er ungt lið sem gefur sig alla í leikinn og Ingi Þór var búinn að búa liðið undir þessa stöðu. „Við erum ekkert farnir að hengja haus eða neitt svoleiðis við vorum alveg undirbúnir undir það fara inn í einhverja stöðu eins og hún er. Við höfum fulla trú á því sem við erum að gera,“ sagði Ingi Þór.Daníel: Tvö stig létta aðeins á mönnum. Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Þrátt fyrir að Njarðvík átti erfitt með að slíta Snæfell frá sér. „Það eru nýjir leikmenn að koma inn í þetta, tveir nýjir leikmenn í byrjunarliðinu og búnir að vera hérna í einhverja tíu daga. Þetta var ekkert vanmat við vorum bara frekar stirðir. samt sem áður hefði ég vilja sá meiri ákefð í vörninni, við vorum með sex villur þegar 30. mín voru búnar af leiknum, það sýnir að við vorum svolítið linir. Í seinni hálfleik var ég ánægður með liðið, þá fórum við að gera það sem við áttum að gera,“ sagði Daníel sem var ánægður með nýju leikmennina sína. Daníel er spenntur fyrir komandi leikjum. Komnir með meiri breidd í hópinn og meiri hæð sem á eftir að skipta sköpum í framhaldinu. Hann hlakkar til að takast á við næstu tvo leiki sem sýnir hvort liðið eigi skilið að vera með í lok tímabils. „Ég lít bara björtum augum á þetta eins og alltaf. Ég sé þetta sem tvo erfiða leiki framundan á móti Stjörnunni og Tindastól. Það verður alvöru próf fyrir okkur. það er klárt mál að við ætlum okkur hærra í töflunni, til þess þurfum við góðar æfingar og allir að vinna sína vinnu, bæði vörn og sókn og hugsa vel um sig. Gott að fá 2 stig í hús sem léttir aðeins á mönnum,“ sagði Daníel. Dominos-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira
Njarðvík komst aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Snæfell í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 99-70. Snæfell situr á botni deildarinnar með 0 stig eftir 13 leiki en Njarðvík, sem eru komnir á sigurbraut eftir langan tíma með 10 stig. Leikurinn fór rólega af stað, fyrsta karfan kom eftir 2 mínútur. Njarðvík var með yfirhöndina í 1. leikhlutanum þótt Snæfell hafi ekki hleypt þeim langt á undan sér. Snæfell voru með 8 tapaða bolta í leikhlutanum sem er of mikið ef þeir ætluðu að eiga einhvern möguleika í þessum leik. Leikhlutinn endaði 26-18 fyrir Njarðvík. Það leit allt úr fyrir að Njarðvík ætlaði að klára leikinn í 2. leikhluta. En Snæfell gafst ekki upp og breyttu í svæðisvörn. Heimamenn virtust verða kærulausir um miðjan leikhlutann og Snæfell gekk á lagið. Njarðvík leiddi með 6 stigum í hálfleik, 46-40. Njarðvík bætti aðeins í í 3. leikhluta og breikkaði bilið of mikið til að Snæfell gæti sótt eitthvað til Suðurnesja í kvöld. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og í fyrri hálfleik. Of mikið af töpuðum boltum og mikið af hraðupphlaupum hjá heimamönnum. Njarðvíkingar tóku algjörlega yfir leikinn í byrjun 4. leikhluta, Snæfell átti engin svör. Þegar fimm mínútur voru eftir að leiknum skipti Daníel Guðmundsson minni spámönnum inná sem gáfu ekkert minna eftir en þeir eldri. Njarðvik vann leikinn örugglega, 99-70.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík var of stór biti fyrir Snæfell í dag. Í hálfleik áttu Snæfell séns, en í seinni hálfleik settu Njarðvíkingar í fimmta gírinn og þá var ekki aftur snúið. Sóknarfráköst, stolnir boltar og hröð hraðaupphlaup skiluðu þessum sigri í kvöld. Daníel dreifði álaginu vel í leiknum og allir fengu sýna hvað í þeim bjó í kvöld. Það vakti mikla kátínu þegar Hermann Ingi Harðarsson skoraði 2 góð stig.Bestu menn vallarins: Myron Dempsey var atkvæðamestur hjá heimamönnum með 21 stig og 12 fráköst. Björn Kristjánsson kom á eftir honum með 17 stig, þar af 5 af 8 í þriggja stiga skotum. Hjá Snæfell var Viktor Marínó Alexandersson með 20 stig, 4 stoðsendingar og 4 fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli? Snæfell skoraði 30 stig fyrir utan þrigga stiga línuna og 30 stig innan þrigga stiga línunnar. Þegar fimm mínútur voru eftir af 3. leikhluta voru bæði liðin búin að fá á sig fimm villur í öllum leiknum. Það gefur til kynna hvernig leikurinn var spilaður.Hvað gekk illa? Snæfell var að tapa of mikið af boltum einsog komið hefur fram, tóku of mikið af óvönduðum skotum og misstu of mörg fráköst í hendur Njarðvíkinga. Þetta var of mikið af mistökum til að sigra Njarðvík í Ljónagryfjunni.Ingi Þór: Við höfum fulla trú á því sem við erum að gera Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var ekki ósáttur með leik liðsins í dag. En þegar liðið missir hausinn þá fara þeir að gera klaufamisstök sem ekki má gera. „Við töpuðum þessum leik á töpuðum boltum en við erum með alltof magar tapaða bolta, 25 talsins. Það sýndi sig bara, við vorum með 8 tapaða bolta í fyrsta leikhluta og þeir fengu 10 auðveld stig á töfluna. Það er munurinn á liðunum í fyrsta leikhluta. við vinnum síðan 2. leikhlutan þar sem við erum aðeins með einn tapaðan bolta. „En síðan erum við með 14 tapaða bolta í seinni hálfleik. Sérstaklega á kafla þegar við erum búnir að ná þessu niður í 9-10 stig þá missum við hausinn og þú mátt ekki leyfa þér það á móti svona liði eins og Njarðvík,“ sagði Ingi Þór sem sér björtu hliðarnar á leik liðsins. Þetta er ungt lið sem gefur sig alla í leikinn og Ingi Þór var búinn að búa liðið undir þessa stöðu. „Við erum ekkert farnir að hengja haus eða neitt svoleiðis við vorum alveg undirbúnir undir það fara inn í einhverja stöðu eins og hún er. Við höfum fulla trú á því sem við erum að gera,“ sagði Ingi Þór.Daníel: Tvö stig létta aðeins á mönnum. Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Þrátt fyrir að Njarðvík átti erfitt með að slíta Snæfell frá sér. „Það eru nýjir leikmenn að koma inn í þetta, tveir nýjir leikmenn í byrjunarliðinu og búnir að vera hérna í einhverja tíu daga. Þetta var ekkert vanmat við vorum bara frekar stirðir. samt sem áður hefði ég vilja sá meiri ákefð í vörninni, við vorum með sex villur þegar 30. mín voru búnar af leiknum, það sýnir að við vorum svolítið linir. Í seinni hálfleik var ég ánægður með liðið, þá fórum við að gera það sem við áttum að gera,“ sagði Daníel sem var ánægður með nýju leikmennina sína. Daníel er spenntur fyrir komandi leikjum. Komnir með meiri breidd í hópinn og meiri hæð sem á eftir að skipta sköpum í framhaldinu. Hann hlakkar til að takast á við næstu tvo leiki sem sýnir hvort liðið eigi skilið að vera með í lok tímabils. „Ég lít bara björtum augum á þetta eins og alltaf. Ég sé þetta sem tvo erfiða leiki framundan á móti Stjörnunni og Tindastól. Það verður alvöru próf fyrir okkur. það er klárt mál að við ætlum okkur hærra í töflunni, til þess þurfum við góðar æfingar og allir að vinna sína vinnu, bæði vörn og sókn og hugsa vel um sig. Gott að fá 2 stig í hús sem léttir aðeins á mönnum,“ sagði Daníel.
Dominos-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira