

Persónuafsláttur hefur ekki haldið verðgildi sínu
Í lokaverkefni til ML-gráðu í lögfræði sem unnin var 2014-2015 voru m.a. skoðuð þau áhrif sem sílækkandi persónuafsláttur hefur haft á kjör elli- og örorkulífeyrisþega frá upptöku staðgreiðslu 1988. Þar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að ekki einungis hafi persónuafslátturinn ekki haldið verðgildi sínu heldur greiði þeir lakar settu sífellt hærri hluta tekna sinna í staðgreiðslu.
Þann 1. janúar 1988 var horfið frá eldra skattkerfi með ýmsum frádráttarheimildum fyrir einstaklinga og í þess stað komið á staðgreiðslukerfi. Eitt af því sem lá fyrir var að persónuafsláttur skyldi að fullu koma í stað þeirra frádráttarheimilda sem heimilaðar höfðu verið. Var þar sérstaklega litið til þess að kjör elli- og örorkulífeyrisþega skertust ekki. Í greinargerð með frumvarpi til staðgreiðslulaga kom fram að þrátt fyrir að allar tekjur lífeyrisþega yrðu skattskyldar þá myndi það ekki leiða til hærri skattbyrði. Aukinn persónuafsláttur varð til þess að einungis verulegar tekjur lífeyrisþega annars staðar frá leiddu til skattgreiðslu þeirra. Við upphaf staðgreiðslu 1988 var persónuafslátturinn það hár að lífeyrisþegi sem fékk einungis elli- og örorkulífeyri frá almannatryggingum gat haft rúmlega þrefalda þá upphæð í tekjur annars staðar frá, t.d. lífeyrissjóði, áður en skattleysismörkum var náð.
Upphaflega var persónuafslátturinn tengdur lánskjaravísitölu og hækkaði tvisvar á ári í samræmi við hana og átti það að tryggja að persónuafslátturinn héldi verðgildi sínu. Hins vegar hefur upphæð persónuafsláttar að mestu verið handstýrt síðan 1995. Árið 2000 var svo komið að lífeyrisþegar voru farnir að taka þátt í greiðslu útsvars og á árinu 2007 greiddu þeir allt útsvar sitt og tekjuskatt til ríkisins. Í dag er persónuafsláttur 52.907 kr. á mánuði og greiða lífeyrisþegar tæp 14% af óskertum lífeyri almannatrygginga og fullan skatt af öðrum tekjum sínum. Hlutfallið er 18% ef tekinn er óskertur lífeyrir með heimilisuppbót.
Mest áhrif á þá tekjulægstu
Persónuafsláttur í dag er kr. 52.907 kr. en væri 62.121 kr. ef afslátturinn hefði verið uppreiknaður miðað við neysluverðsvísitölu frá upptöku staðgreiðslu. Hins vegar hefur borið nokkuð á þeirri umræðu að réttast hefði verið að láta afsláttinn fylgja launavísitölu sem var tekin upp 1989. Launavísitalan var sett 100 stig í desember 1988, og var komin í 592,2 stig í desember 2016. Í upphafi árs 1989 var persónuafsláttur kr. 17.842 á mánuði og væri því, ef hann hefði fylgt launavísitölu, kr. 105.660 á mánuði vegna ársins 2017 og skattleysismörk nú kr. 286.032 á mánuði. Þess í stað eru mánaðartekjur umfram 142 þús. kr. skattlagðar. Einstaklingur með 180 þús. kr. tekjur á mánuði er að greiða 13 þús. kr. í staðgreiðslu. Persónuafsláttur hefur mest áhrif á þá tekjulægstu þar sem um fasta upphæð er að ræða. Því yrði veruleg hækkun hans mikil kjarabót fyrir lágtekjufólk.
Ekki má gleyma því að persónuafsláttur, sem ákvarðaður var við upptöku staðgreiðslu 1988, var ekki gjöf frá ríkisvaldinu heldur var hann það gjald sem ríkið galt í skiptum fyrir þær frádráttarheimildir sem fyrir hendi voru í eldra skattkerfi. Hinn nýi persónuafsláttur átti að tryggja að dreifing skattbyrðar raskaðist ekki sem neinu næmi við umskiptin og að lífeyrisþegar bæru ekki skarðan hlut frá borði. Því miður hafa ríkisstjórnir frá 1995 ekki borið gæfu til þess, eins og dæmin hér að ofan sýna, að gæta þess að persónuafsláttur héldi að fullu verðgildi sínu.
Helga Jónsdóttir er ML frá Háskólanum á Bifröst.
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi.
Skoðun

Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra
Alma D. Möller skrifar

Vanþekking eða vísvitandi blekkingar?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„I believe the children are our future…“
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Allt sem ég þarf að gera
Dagbjartur Kristjánsson skrifar

Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB)
Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar

Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa!
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Notkun ökklabanda
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Skólaskætingur
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni
Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar

Ný sókn í menntamálum
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir?
Viðar Hreinsson skrifar

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar