Geir Sveinsson: „Ég er bara mjög óhress með þessa spurningu þína“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2017 18:44 Geir Sveinsson var pirraður á spurningum blaðamanns en baðst að lokum afsökunar. Vísir Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var eðlilega afar svekktur eftir eins marks tap okkar manna gegn Slóveníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag. Í viðtali eftir leikinn brást Geir illa við spurningu Guðmundar Hilmarssonar, íþróttafréttamanns á Morgunblaðinu og Mbl.is, hvort að það væri ekki ljóst að það yrði „brekka það sem eftir er í riðlinum þar sem þið eruð án stiga eftir fyrstu tvo leikin?“ Geir sagðist ekki skilja spurninguna. „Það er alveg vitað að við þurfum stig til að komast áfram. Ef við vorum með væntingar um að taka þrjú eða fjögur stig út úr þessum tveimur fyrstu leikjunum þá talar þú um brekku héðan í frá. Ég er bara mjög óhress með þessa spurningu þína,“ sagði Geir og bætti svo heldur betur í röddina; „Þetta er alveg út úr korti. Að sjálfsögðu er þetta brekka. Við erum komnir hingað til að vinna hvern einasta helvítis leik og það er það sem við erum að gera. Við töpuðum með einu marki. Næsta spurning,“ sagði Geir í viðtalinu. Guðmundur segir Geir hafa orðið enn æstari í framhaldinu og að lokum orðið reiður. Svo reiður að hann rauk úr viðtalinu. Stuttu síðar sá Geir að sér, gekk til Guðmundar og bað hann afsökunar. Ísland hefur nú spilað tvo leiki, gegn sterkustu andstæðingunum í riðlinum að margra mati. Í 27-21 tapinu gegn Spáni var fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson verulega pirraður með spurningu Þorkells Gunnars Sigurbjörnssonar, íþróttafréttamanns RÚV, um hinn margfræga „slæma kafla“.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Svör Guðjóns Vals vöktu mikla athygli en þeir Þorkell féllust í faðma daginn eftir og gerðu upp fyrra viðtalið í öðru viðtali þar sem andrúmsloftið var léttara.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Athygli vakti að Guðjón Valur var hvíldur í leiknum í dag og nýtti Bjarki Már Elísson tækifærið í fjarveru hans. Bjarki var að margra mati besti leikmaður Íslands í dag. Geir útskýrði ákvörðun sína í viðtali við Arnar Björnsson að leik loknum. Viðtalið má sjá hér að neðan.Ísland mætir Túnis í þriðja leik sínum á HM á morgun. Guðmundur og Gummi Ben grínuðust með uppákomuna á Twitter eftir leikinn eins og sjá má að neðan.@GummiHilmars Nýtt Guðmundar & Geirs mál?— Gummi Ben (@GummiBen) January 14, 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Ég er á góðum stað í lífinu Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri. 14. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var eðlilega afar svekktur eftir eins marks tap okkar manna gegn Slóveníu á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag. Í viðtali eftir leikinn brást Geir illa við spurningu Guðmundar Hilmarssonar, íþróttafréttamanns á Morgunblaðinu og Mbl.is, hvort að það væri ekki ljóst að það yrði „brekka það sem eftir er í riðlinum þar sem þið eruð án stiga eftir fyrstu tvo leikin?“ Geir sagðist ekki skilja spurninguna. „Það er alveg vitað að við þurfum stig til að komast áfram. Ef við vorum með væntingar um að taka þrjú eða fjögur stig út úr þessum tveimur fyrstu leikjunum þá talar þú um brekku héðan í frá. Ég er bara mjög óhress með þessa spurningu þína,“ sagði Geir og bætti svo heldur betur í röddina; „Þetta er alveg út úr korti. Að sjálfsögðu er þetta brekka. Við erum komnir hingað til að vinna hvern einasta helvítis leik og það er það sem við erum að gera. Við töpuðum með einu marki. Næsta spurning,“ sagði Geir í viðtalinu. Guðmundur segir Geir hafa orðið enn æstari í framhaldinu og að lokum orðið reiður. Svo reiður að hann rauk úr viðtalinu. Stuttu síðar sá Geir að sér, gekk til Guðmundar og bað hann afsökunar. Ísland hefur nú spilað tvo leiki, gegn sterkustu andstæðingunum í riðlinum að margra mati. Í 27-21 tapinu gegn Spáni var fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson verulega pirraður með spurningu Þorkells Gunnars Sigurbjörnssonar, íþróttafréttamanns RÚV, um hinn margfræga „slæma kafla“.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Svör Guðjóns Vals vöktu mikla athygli en þeir Þorkell féllust í faðma daginn eftir og gerðu upp fyrra viðtalið í öðru viðtali þar sem andrúmsloftið var léttara.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Athygli vakti að Guðjón Valur var hvíldur í leiknum í dag og nýtti Bjarki Már Elísson tækifærið í fjarveru hans. Bjarki var að margra mati besti leikmaður Íslands í dag. Geir útskýrði ákvörðun sína í viðtali við Arnar Björnsson að leik loknum. Viðtalið má sjá hér að neðan.Ísland mætir Túnis í þriðja leik sínum á HM á morgun. Guðmundur og Gummi Ben grínuðust með uppákomuna á Twitter eftir leikinn eins og sjá má að neðan.@GummiHilmars Nýtt Guðmundar & Geirs mál?— Gummi Ben (@GummiBen) January 14, 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Ég er á góðum stað í lífinu Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri. 14. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56
Ég er á góðum stað í lífinu Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri. 14. janúar 2017 06:00
Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42