Grótta vann Hauka, 29-25, í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld.
Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleiknum og var staðan 15-14 fyrir Gróttu eftir 30 mínútna leik.
Íslandsmeistararnir hafa ekki náð sér á strik á tímabilinu en liðið er nú með 10 stig um miðja deild. Lovísa Thompson var með sjö mörk fyrir Gróttu í kvöld og Ramune Petraskyte skoraði átta fyrir Hauka.
Þá rúllaði Fram yfir Fylki í Safamýrinni og fór leikurinn 26-18. Framarar halda því í toppsætið og er liðið með 23 stig, fjórum stigum á undan Stjörnunni.
Grótta með fínan sigur og Framarar gefa ekkert eftir á toppnum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn

Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn


Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn

