Sagan endalausa Margrét Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Enn á ný eru uppi háværar raddir þess efnis að ríkið þurfi að hlaupa undir bagga hjá sauðfjárbændum vegna dræmrar sölu á kindakjöti. Frá 2003 hef ég mótmælt beingreiðslum, í mörgum greinum sem ég hef skrifað, sérstaklega til sauðfjárræktar, vegna áníðslu á gróður landsins og gróður- og jarðvegseyðingu í kjölfarið. 19.3. 2014 skrifaði ég í Morgunblaðið: „Nú eru uppi háværar raddir um að stórauka þurfi framleiðslu á niðurgreiddu rolluketi á stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu, nefnilega Íslandi. Og til hvers? Jú, til að selja Rússum eins mikið og mögulegt er.“ Eftir harðorð mótmæli bæti ég við undir lok greinarinnar eftirfarandi: „Þar fyrir utan er það kaldhæðni örlaganna að ætla sér að fara að mata þjóð sem ógnar lýðræði annars lands með hernaðarbrölti. Svoleiðis þjóð á það ekki skilið að við fórnum okkar fátæklega gróðri með framleiðslu á niðurgreiddu kjöti.“ Og nú, rúmlega þremur árum seinna sitjum við uppi með umframbirgðir því Rússar hættu við að kaupa af okkur kjötið það arna. Og þá, eins og venjulega, þegar illa árar, á ríkið að borga brúsann. Karma? Ég vorkenni sauðfjárbændum, ekki vantar það, að þurfa á aðstoð við að framleiða vöru sína og svo aftur við að losna við hana. En ég hef samt meiri áhyggjur af gróðri landsins. Það er hann sem fer forgörðum með jarðvegseyðingu í kjölfarið og við eigum ekki að vera að borga með svoleiðis heimsku. Látum nægja að framleiða þessi rúmlega 6.000 tonn fyrir innanlandsmarkað og það í vel girtum beitarhólfum. Fækkum fé, fyrir landið og framtíðina. Ef við verðum dugleg að græða upp landið á næstu öldum, með lúpínu, kjörvel, hvönn, njóla, trjám og fleiri duglegum jurtum, er alveg inni í dæminu að fjölga fé á ný. Ég hef ekki áhyggjur af fækkun bænda því nú þegar eru þeir, ásamt mökum sínum, í annarri vinnu. Það ætti að nægja þeim til framfærslu eins og okkur hinum í þéttbýlinu. Ef ekki, þá ætti að efla landgræðslu og skógrækt til að skapa þeim nýja atvinnu. Auk þess ættu allir bændur að hætta búskap um sjötugt, eins og aðrir landsmenn. Það gengur ekki að vera að borga þeim peninga fyrir offramleiðsluna og gróður- og jarðvegseyðinguna, fram í andlátið. Vakna nú, þú sofin þjóð!Höfundur er eftirlaunaþegi á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný eru uppi háværar raddir þess efnis að ríkið þurfi að hlaupa undir bagga hjá sauðfjárbændum vegna dræmrar sölu á kindakjöti. Frá 2003 hef ég mótmælt beingreiðslum, í mörgum greinum sem ég hef skrifað, sérstaklega til sauðfjárræktar, vegna áníðslu á gróður landsins og gróður- og jarðvegseyðingu í kjölfarið. 19.3. 2014 skrifaði ég í Morgunblaðið: „Nú eru uppi háværar raddir um að stórauka þurfi framleiðslu á niðurgreiddu rolluketi á stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu, nefnilega Íslandi. Og til hvers? Jú, til að selja Rússum eins mikið og mögulegt er.“ Eftir harðorð mótmæli bæti ég við undir lok greinarinnar eftirfarandi: „Þar fyrir utan er það kaldhæðni örlaganna að ætla sér að fara að mata þjóð sem ógnar lýðræði annars lands með hernaðarbrölti. Svoleiðis þjóð á það ekki skilið að við fórnum okkar fátæklega gróðri með framleiðslu á niðurgreiddu kjöti.“ Og nú, rúmlega þremur árum seinna sitjum við uppi með umframbirgðir því Rússar hættu við að kaupa af okkur kjötið það arna. Og þá, eins og venjulega, þegar illa árar, á ríkið að borga brúsann. Karma? Ég vorkenni sauðfjárbændum, ekki vantar það, að þurfa á aðstoð við að framleiða vöru sína og svo aftur við að losna við hana. En ég hef samt meiri áhyggjur af gróðri landsins. Það er hann sem fer forgörðum með jarðvegseyðingu í kjölfarið og við eigum ekki að vera að borga með svoleiðis heimsku. Látum nægja að framleiða þessi rúmlega 6.000 tonn fyrir innanlandsmarkað og það í vel girtum beitarhólfum. Fækkum fé, fyrir landið og framtíðina. Ef við verðum dugleg að græða upp landið á næstu öldum, með lúpínu, kjörvel, hvönn, njóla, trjám og fleiri duglegum jurtum, er alveg inni í dæminu að fjölga fé á ný. Ég hef ekki áhyggjur af fækkun bænda því nú þegar eru þeir, ásamt mökum sínum, í annarri vinnu. Það ætti að nægja þeim til framfærslu eins og okkur hinum í þéttbýlinu. Ef ekki, þá ætti að efla landgræðslu og skógrækt til að skapa þeim nýja atvinnu. Auk þess ættu allir bændur að hætta búskap um sjötugt, eins og aðrir landsmenn. Það gengur ekki að vera að borga þeim peninga fyrir offramleiðsluna og gróður- og jarðvegseyðinguna, fram í andlátið. Vakna nú, þú sofin þjóð!Höfundur er eftirlaunaþegi á Akranesi.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar