Sjálfbært laxeldi Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Framleiðsla á eldislaxi á undir högg að sækja í mörgum löndum vegna lúsafaraldurs og sjúkdóma í opnum sjókvíunum, sem gerist þrátt fyrir lúsaeitrun og mótvægisaðgerðir. Þó nýjustu tækni sé beitt, þá eru nýleg dæmi um að kvíar hafi eyðilagst vegna mannlegra mistaka, veðurs og sjólags og hundruð þúsunda laxa sloppið. Í Noregi eru einstakir villtir laxastofnar í mörgum laxveiðiám að hverfa vegna erfðamengunar við eldislax. Hér á Íslandi er reynslan sú sama; fiskur sleppur, erfðamengun og lúsin herjar. Í nýlegu áhættumati Hafrannsóknastofnunar um laxeldið eru leiðir nefndar til að lágmarka skaðvænleg umhverfisáhrif, og að ásættanlegur fjöldi eldislaxa verði að hámarki 4% laxa í veiðiám og laxeldi sé ekki í nálægð við laxveiðiár. Talið er að íslenski laxastofninn sé um 120 þúsund fiskar og 4% eru því allt að fimm þúsund eldislaxar sem svamli um í íslenskum laxveiðiám með óhjákvæmilegri erfðablöndun. Skaðvænleg áhrif geta náð til allra veiðiáa landsins samkvæmt áhættumatinu og nýrri skýrslu Hafró, en árið 2003 slapp fiskur frá Norðfirði, sem veiddist í ám í Vopnafirði og víðar. Hér er teflt á tæpasta vað, enda sýnir reynslan að þrátt fyrir ofangreind viðmið er yfirvofandi hætta á óafturkræfu tjóni. Laxeldi í opnum sjókvíum er ekki sjálfbært og mengun frá því skaðar lífríkið. Í Alaska og Svíþjóð hefur eldi í opnum sjókvíum verið bannað af þessari ástæðu. Í Noregi hefur frekari útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verið stöðvuð og rannsóknir stórefldar með stefnu á lokuð eldiskerfi sem hafa langtum minni áhrif á umhverfið. Ætla Íslendingar að hefja sókn í laxeldi með úreltum aðferðum með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir náttúruna og búsetuna víða í sveitum landsins? Eða vera í fararbroddi um að virkja bestu tækni í boði sem hefur sjálfbærni og virðingu við náttúru og fólk að leiðarljósi með landeldi eða eldi í lokuðum sjókvíum? Eigum við að sætta okkur við að Norðmenn hefji stórbrotið eldi í íslenskum sjó með aðferðum, sem þeir sjálfir stefna á að leggja af innan fárra ára? Höfundur er stjórnarmaður í Landssambandi veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Framleiðsla á eldislaxi á undir högg að sækja í mörgum löndum vegna lúsafaraldurs og sjúkdóma í opnum sjókvíunum, sem gerist þrátt fyrir lúsaeitrun og mótvægisaðgerðir. Þó nýjustu tækni sé beitt, þá eru nýleg dæmi um að kvíar hafi eyðilagst vegna mannlegra mistaka, veðurs og sjólags og hundruð þúsunda laxa sloppið. Í Noregi eru einstakir villtir laxastofnar í mörgum laxveiðiám að hverfa vegna erfðamengunar við eldislax. Hér á Íslandi er reynslan sú sama; fiskur sleppur, erfðamengun og lúsin herjar. Í nýlegu áhættumati Hafrannsóknastofnunar um laxeldið eru leiðir nefndar til að lágmarka skaðvænleg umhverfisáhrif, og að ásættanlegur fjöldi eldislaxa verði að hámarki 4% laxa í veiðiám og laxeldi sé ekki í nálægð við laxveiðiár. Talið er að íslenski laxastofninn sé um 120 þúsund fiskar og 4% eru því allt að fimm þúsund eldislaxar sem svamli um í íslenskum laxveiðiám með óhjákvæmilegri erfðablöndun. Skaðvænleg áhrif geta náð til allra veiðiáa landsins samkvæmt áhættumatinu og nýrri skýrslu Hafró, en árið 2003 slapp fiskur frá Norðfirði, sem veiddist í ám í Vopnafirði og víðar. Hér er teflt á tæpasta vað, enda sýnir reynslan að þrátt fyrir ofangreind viðmið er yfirvofandi hætta á óafturkræfu tjóni. Laxeldi í opnum sjókvíum er ekki sjálfbært og mengun frá því skaðar lífríkið. Í Alaska og Svíþjóð hefur eldi í opnum sjókvíum verið bannað af þessari ástæðu. Í Noregi hefur frekari útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verið stöðvuð og rannsóknir stórefldar með stefnu á lokuð eldiskerfi sem hafa langtum minni áhrif á umhverfið. Ætla Íslendingar að hefja sókn í laxeldi með úreltum aðferðum með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir náttúruna og búsetuna víða í sveitum landsins? Eða vera í fararbroddi um að virkja bestu tækni í boði sem hefur sjálfbærni og virðingu við náttúru og fólk að leiðarljósi með landeldi eða eldi í lokuðum sjókvíum? Eigum við að sætta okkur við að Norðmenn hefji stórbrotið eldi í íslenskum sjó með aðferðum, sem þeir sjálfir stefna á að leggja af innan fárra ára? Höfundur er stjórnarmaður í Landssambandi veiðifélaga.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar