Húsbílar frá helvíti? Steinarr Lár skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. Húsbílaleigur þjónusta u.þ.b. 80.000 manns á ársgrundvelli eða u.þ.b. 4% af þeim tveimur milljónum ferðamanna sem áætlað er að hingað sæki á þessu ári. Meðalleigutími á venjulega bílaleigubifreiða er að meðaltali 3,7 dagar á meðan dagafjöldi í leigu húsbíla er meira en helmingi lengri eða um 7,7 dagar að meðaltali. Húsbílaleigur hafa frá upphafi greitt 24% virðisaukaskatt meðan önnur gistiúrræði hér á landi greiða nú 11% í virðisaukaskatt, en greiddu lengi vel engan virðisauka. Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika. Leiga á húsbílum er dýr eða um þrisvar sinnum dýrari en leiga á hefðbundnum bílaleigubifreiðum. Ennfremur eru umsagnir erlendra ferðamanna á netinu vegna reynslu þeirra af húsbílaleigum landsins til fyrirmyndar eða að meðaltali upp á 4,8 stig af 5 mögulegum. Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi. Heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi eru áætlaðar um 5 milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Til gamans má geta þess að heildarframlög ríkisins til Vegagerðarinnar á þessu ári eru 5,9 milljarðar króna. Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar. Höfundur starfar við ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. Húsbílaleigur þjónusta u.þ.b. 80.000 manns á ársgrundvelli eða u.þ.b. 4% af þeim tveimur milljónum ferðamanna sem áætlað er að hingað sæki á þessu ári. Meðalleigutími á venjulega bílaleigubifreiða er að meðaltali 3,7 dagar á meðan dagafjöldi í leigu húsbíla er meira en helmingi lengri eða um 7,7 dagar að meðaltali. Húsbílaleigur hafa frá upphafi greitt 24% virðisaukaskatt meðan önnur gistiúrræði hér á landi greiða nú 11% í virðisaukaskatt, en greiddu lengi vel engan virðisauka. Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika. Leiga á húsbílum er dýr eða um þrisvar sinnum dýrari en leiga á hefðbundnum bílaleigubifreiðum. Ennfremur eru umsagnir erlendra ferðamanna á netinu vegna reynslu þeirra af húsbílaleigum landsins til fyrirmyndar eða að meðaltali upp á 4,8 stig af 5 mögulegum. Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi. Heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi eru áætlaðar um 5 milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Til gamans má geta þess að heildarframlög ríkisins til Vegagerðarinnar á þessu ári eru 5,9 milljarðar króna. Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar. Höfundur starfar við ferðaþjónustu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun