Væri hagur af fjölskyldumeðferð innan félagsþjónunnar Guðrún Birna Ólafsdóttir og Erna Stefánsdóttir skrifar 16. maí 2017 09:30 15. maí er alþjóðadagur fjölskyldunnar og af því tilefni er tilvalið að beina sjónum að mikilvægi fjölskyldumeðferðar en hún hefur ekki mikið verið í umræðunni. Fjölskyldumeðferð er fyrir þá sem vilja bæta samskipti sín og tengsl við aðra og þangað leita meðal annars heilu fjölskyldurnar, systkini, mæðgin, pör og einstaklingar sem vilja eiga betri samskipti. Fjölskyldur eru grunneiningar samfélagsins og þær geta verið allskonar en eiga það sameiginlegt að vera hluti af því hvernig manneskur við erum. Góð tengsl í fjölskyldum hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, líkamlega og andlega líðan. Samskipti innan fjölskyldna skipta oft miklu máli um hvernig fólki reiðir af þegar það lendir i áföllum eða veikindum. Þegar fólk lendir í raunum eða horfir yfir farin veg nefnir það oft fjölskylduna sem mikilvægasta stuðninginn í lífi sínu. Á sama hátt geta samskipti í fjölskyldum verið svo slæm að þau eru mannskemmandi. Sambönd og tengsl verða oft flókin og stundum erum við föst í neikvæðu mynstri, hefðum eða venjum sem erfitt er að komast frá, nema með aðstoð fagmanna. Oft þarf ekki nema fá viðtöl til þess að breyta venjum eða fá nýja sýn á vandann. Í hugmyndafræði fjölskyldumeðferðar er litið svo á að fjölskylda sé kerfi þar sem hver hefur áhrif á annan. Fjölskyldan leitast við að hafa jafnvægi með því að halda hegðun í sama farinu. Jafnvægið veitir öryggiskennd jafnvel þó það sé tilkomið á óæskilegan hátt. Bæði jákæðir og neikvæðir þættir einstaklinga hafa áhrif á tengslin milli aðila í fjölskyldunni. Meðferðin hjálpar til við að finna aðrar árangursríkar leiðir til að leysa vanda í samskiptum innan fjölskyldunnar. Það er mikilvægt grípa inn í vanda sem fyrst og því teljum við að fjölskyldumeðferð ætti að standa til boða á þeim stöðum sem fjölskyldur leita eftir aðstoð til eins og t.d hjá félagsþjónustunni og heilsugæslunni. Félagsþjónusta telur það yfirleitt ekki vera hlutverk sitt að veita meðferð og er fólki því gjarnan vísað annað í slíka faglega aðstoð. Við sjáum að í því gæti falist töluvert hagræði fyrir bæði fjölskylduna sjálfa og þjónustukerfið ef veitt yrði fjölskyldumeðferð innan vébanda félagsþjónustunnar. Starfsfólk í félagsþjónustu er oft í góðri stöðu til þess að skanna vanda meðal annars vegna þess að þangað leita oft fjölskyldur með börn, sem eru ekki að leita annað. Ástæður fyrir því að leitað er til félagsþjónstu geta verið mjög mismunandi t.d. fjárhagsvandi foreldra, mætingarvandi barna í skóla, hvers konar félagslegur vandi, fötlun, ofbeldi og margt fleira. Við teljum mikilvægt að þegar tekist er á við vanda einstaklings sé tekið mið af fjölskyldu hans og því umhverfi sem hann kemur úr. Stuðningur í fjölskyldum og góð tengsl skipta miklu máli varðandi andlegt og líkamlegt heilbrigði allra sem í fjölskyldunni eru. Með möguleika á snemmtækri íhlutun er auðveldara að grípa inní áður en neikvæð mynstur festast í sessi. Fjölskyldumeðferð hefur því mikið forvarnargildi og þannig mætti hafa áhrif á neikvæða kynslóðatilfærslu. Við sem þetta skrifum erum félagsráðgjafi og þroskaþjálfi og höfum menntað okkur til viðbótar í fjölskyldumeðferð. Í okkar huga er það ekki spurning að félagsþjónustan og heilsugæslan hvar sem er á landinu ættu að horfa meira til þess að ráða til sín sérmenntaða fjölskyldufræðinga í fjölskyldumeðferð. Slíkt myndi létta álagi og fyrirbyggja vanda bæði hjá fjölskyldum og þjónustukerfum. Guðrún Birna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur Erna Stefánsdóttir Þroskaþjálfi og fjölskyldufræðingur Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Fleiri greinar um málefni fjölskyldunnar munu birtast á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvernig setjum við fjölskylduna í fyrsta sæti? Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda. 15. maí 2017 09:00 Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
15. maí er alþjóðadagur fjölskyldunnar og af því tilefni er tilvalið að beina sjónum að mikilvægi fjölskyldumeðferðar en hún hefur ekki mikið verið í umræðunni. Fjölskyldumeðferð er fyrir þá sem vilja bæta samskipti sín og tengsl við aðra og þangað leita meðal annars heilu fjölskyldurnar, systkini, mæðgin, pör og einstaklingar sem vilja eiga betri samskipti. Fjölskyldur eru grunneiningar samfélagsins og þær geta verið allskonar en eiga það sameiginlegt að vera hluti af því hvernig manneskur við erum. Góð tengsl í fjölskyldum hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, líkamlega og andlega líðan. Samskipti innan fjölskyldna skipta oft miklu máli um hvernig fólki reiðir af þegar það lendir i áföllum eða veikindum. Þegar fólk lendir í raunum eða horfir yfir farin veg nefnir það oft fjölskylduna sem mikilvægasta stuðninginn í lífi sínu. Á sama hátt geta samskipti í fjölskyldum verið svo slæm að þau eru mannskemmandi. Sambönd og tengsl verða oft flókin og stundum erum við föst í neikvæðu mynstri, hefðum eða venjum sem erfitt er að komast frá, nema með aðstoð fagmanna. Oft þarf ekki nema fá viðtöl til þess að breyta venjum eða fá nýja sýn á vandann. Í hugmyndafræði fjölskyldumeðferðar er litið svo á að fjölskylda sé kerfi þar sem hver hefur áhrif á annan. Fjölskyldan leitast við að hafa jafnvægi með því að halda hegðun í sama farinu. Jafnvægið veitir öryggiskennd jafnvel þó það sé tilkomið á óæskilegan hátt. Bæði jákæðir og neikvæðir þættir einstaklinga hafa áhrif á tengslin milli aðila í fjölskyldunni. Meðferðin hjálpar til við að finna aðrar árangursríkar leiðir til að leysa vanda í samskiptum innan fjölskyldunnar. Það er mikilvægt grípa inn í vanda sem fyrst og því teljum við að fjölskyldumeðferð ætti að standa til boða á þeim stöðum sem fjölskyldur leita eftir aðstoð til eins og t.d hjá félagsþjónustunni og heilsugæslunni. Félagsþjónusta telur það yfirleitt ekki vera hlutverk sitt að veita meðferð og er fólki því gjarnan vísað annað í slíka faglega aðstoð. Við sjáum að í því gæti falist töluvert hagræði fyrir bæði fjölskylduna sjálfa og þjónustukerfið ef veitt yrði fjölskyldumeðferð innan vébanda félagsþjónustunnar. Starfsfólk í félagsþjónustu er oft í góðri stöðu til þess að skanna vanda meðal annars vegna þess að þangað leita oft fjölskyldur með börn, sem eru ekki að leita annað. Ástæður fyrir því að leitað er til félagsþjónstu geta verið mjög mismunandi t.d. fjárhagsvandi foreldra, mætingarvandi barna í skóla, hvers konar félagslegur vandi, fötlun, ofbeldi og margt fleira. Við teljum mikilvægt að þegar tekist er á við vanda einstaklings sé tekið mið af fjölskyldu hans og því umhverfi sem hann kemur úr. Stuðningur í fjölskyldum og góð tengsl skipta miklu máli varðandi andlegt og líkamlegt heilbrigði allra sem í fjölskyldunni eru. Með möguleika á snemmtækri íhlutun er auðveldara að grípa inní áður en neikvæð mynstur festast í sessi. Fjölskyldumeðferð hefur því mikið forvarnargildi og þannig mætti hafa áhrif á neikvæða kynslóðatilfærslu. Við sem þetta skrifum erum félagsráðgjafi og þroskaþjálfi og höfum menntað okkur til viðbótar í fjölskyldumeðferð. Í okkar huga er það ekki spurning að félagsþjónustan og heilsugæslan hvar sem er á landinu ættu að horfa meira til þess að ráða til sín sérmenntaða fjölskyldufræðinga í fjölskyldumeðferð. Slíkt myndi létta álagi og fyrirbyggja vanda bæði hjá fjölskyldum og þjónustukerfum. Guðrún Birna Ólafsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur Erna Stefánsdóttir Þroskaþjálfi og fjölskyldufræðingur Greinin er hluti af greinaröð í tilefni af alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Fleiri greinar um málefni fjölskyldunnar munu birtast á næstu dögum.
Hvernig setjum við fjölskylduna í fyrsta sæti? Ísland er svo sannarlega barnaþjóð, en segja má að fjölskyldan sé hornsteinn hins íslenska samfélags og jafnframt uppspretta margra og góðra lífsgilda. 15. maí 2017 09:00
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun