Leyfum samruna Haga og Lyfju Guðmundur Edgarsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Eins og kunnugt er hafnaði Samkeppnisstofnun nýverið samruna Haga og Lyfju. Rökin voru að við samrunann yrðu Hagar helst til fyrirferðarmiklir á heilsu- og snyrtivörumarkaði. Þessi ótti er ástæðulaus. Þvert á móti, líklegt er að samruninn yrði til verulegra hagsbóta fyrir neytendur. Þannig er að hvorki Hagar né önnur fyrirtæki geta orðið stór á sínum markaði nema að njóta vinsælda. Til þess þarf fyrirtækið að bjóða vörur sínar á hagstæðu verði miðað við gæði. Því væri afar misráðið ef Hagar myndu skyndilega snarhækka verð, kæmist fyrirtækið í svokallaða markaðsráðandi stöðu. Viðskiptavinirnir myndu upplifa slíka hegðun sem rýtingsstungu í bakið og snúa sér annað. Og jafnvel þótt samkeppni væri lítil sem engin myndi slíkt ástand aðeins vara í skamman tíma. Fyrr en síðar kæmi nýr aðili á markaðinn og byði risanum byrginn.Erfitt að drepa samkeppniEn hvað ef Hagar reyndu að drepa niður samkeppni jafnharðan? Slíkt yrði hægara sagt en gert. Til þess þyrftu Hagar að stunda undirboð í talsverðan tíma. Þegar svo búið væri að drepa samkeppnina þyrfti fyrirtækið að ná upp tapinu af öllum undirboðunum sem ekki er hægt nema hækka verð umfram það sem áður var. Þá myndaðist enn stærri hola á markaðnum og Hagar stæðu aftur frammi fyrir samkeppni, sýnu grimmari en áður. En þótt kúnninn kunni að fagna slíku verðstríði er ljóst að þess háttar leikur gengur ekki til lengdar því undirboðin leiða til æ meiri taprekstrar. Fyrr en varir myndast því jafnvægi milli aðila á markaðnum.Einokun illmöguleg á frjálsum markaðiAð lokum er rétt að ítreka að engin dæmi eru til í veraldarsögunni um einokunarfyrirtæki á frjálsum markaði. Hafi eitthvað í líkingu við einokun fengið að þróast, er skýringin iðulega sú að um einhvers konar ríkisafskipti hafi verið að ræða, t.d. í formi sérleyfa og innflutningshafta eða annarra samkeppnishindrana. Fái markaðurinn að vera í friði er einokun því óhugsandi.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ákvörðunin kom á óvart Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu. 25. júlí 2017 06:00 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er hafnaði Samkeppnisstofnun nýverið samruna Haga og Lyfju. Rökin voru að við samrunann yrðu Hagar helst til fyrirferðarmiklir á heilsu- og snyrtivörumarkaði. Þessi ótti er ástæðulaus. Þvert á móti, líklegt er að samruninn yrði til verulegra hagsbóta fyrir neytendur. Þannig er að hvorki Hagar né önnur fyrirtæki geta orðið stór á sínum markaði nema að njóta vinsælda. Til þess þarf fyrirtækið að bjóða vörur sínar á hagstæðu verði miðað við gæði. Því væri afar misráðið ef Hagar myndu skyndilega snarhækka verð, kæmist fyrirtækið í svokallaða markaðsráðandi stöðu. Viðskiptavinirnir myndu upplifa slíka hegðun sem rýtingsstungu í bakið og snúa sér annað. Og jafnvel þótt samkeppni væri lítil sem engin myndi slíkt ástand aðeins vara í skamman tíma. Fyrr en síðar kæmi nýr aðili á markaðinn og byði risanum byrginn.Erfitt að drepa samkeppniEn hvað ef Hagar reyndu að drepa niður samkeppni jafnharðan? Slíkt yrði hægara sagt en gert. Til þess þyrftu Hagar að stunda undirboð í talsverðan tíma. Þegar svo búið væri að drepa samkeppnina þyrfti fyrirtækið að ná upp tapinu af öllum undirboðunum sem ekki er hægt nema hækka verð umfram það sem áður var. Þá myndaðist enn stærri hola á markaðnum og Hagar stæðu aftur frammi fyrir samkeppni, sýnu grimmari en áður. En þótt kúnninn kunni að fagna slíku verðstríði er ljóst að þess háttar leikur gengur ekki til lengdar því undirboðin leiða til æ meiri taprekstrar. Fyrr en varir myndast því jafnvægi milli aðila á markaðnum.Einokun illmöguleg á frjálsum markaðiAð lokum er rétt að ítreka að engin dæmi eru til í veraldarsögunni um einokunarfyrirtæki á frjálsum markaði. Hafi eitthvað í líkingu við einokun fengið að þróast, er skýringin iðulega sú að um einhvers konar ríkisafskipti hafi verið að ræða, t.d. í formi sérleyfa og innflutningshafta eða annarra samkeppnishindrana. Fái markaðurinn að vera í friði er einokun því óhugsandi.Höfundur er kennari
Ákvörðunin kom á óvart Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu. 25. júlí 2017 06:00
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun