
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Það er ýmislegt sem bendir til að hluti unga fólksins okkar líði ekki nógu vel og hafi misst sjónar á að þau geti orðið eitthvað þegar þau verða stór.
Samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun hefur fjöldi ungs fólks undir 30 ára á örokulífeyri og endurhæfingarlífeyri tvöfaldast frá árinu 2000. Algengasta orsök örorku eru geðraskanir. Aðrar birtingamyndir vandans eru mikið brottfall úr framhaldsskólum, aukinn kvíði ungs fólk, vímuefnaneysla og svo eru ungu mennirnir okkar að deyja, sjálfsvíg ungra karla eru sorglegasta birtingarmynd þessarar vanlíðunar.
En hver er skýringin á þessu? Það má finna ýmsar skýringar enda kröfurnar á börnin okkar miklar. Ein stór skýring mætti kalla áföll. Börnin okkar upplifa ýmis konar áföll í uppvextinum sem, ef ekki er unnið með, geta haft alvarlegar afleiðingar á þroska og getu til að takast á við flókinn heim.
Þau sem lenda í þessari stöðu eru alltaf að gera sitt besta, reyna að vera í skóla, reyna að vera í vinnu, reyna að vera til en lenda stöðugt í að mistakast þar sem litla hjálp er að fá, sem verður til þess að þau hætta að trúa því að þau geti fundið leiðina sína. Við erum að bregðast þeim.
Við eigum að halda utan um unga fólkið okkar, hlusta á þau og hjálpa þeim til að finna að þau hafi tilgang og geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins.
Við eigum innviðina, við eigum fagfólkið og við eigum peningana. Enda mun hver króna sem fer í slíkt verkefni skila sér margfalt til baka.
Lausnirnar og úrræðin eru til hjá öðrum þjóðum, við eigum að nýta okkur þekkingu og reynslu annarra til að finna bestu leiðirnar. Setja svo upp áætlun til að fyrirbyggja vanlíðan og búa til þétt net sem grípur þau sem lenda í vanda.
Stjórnvöld sem vinna í okkar umboði eiga að taka ábyrgð á þessum málum af festu. Við getum ekki falið okkur á bak við ýmis sjálfstæð félagasamtök. Þau vinna vissulega gott verk og munu gera það áfram en eru háð fjármagni frá ári til árs. Við eigum að hlú að þessum sprotum en þeir eiga ekki að bera ábyrgð á verkefninu.
Það er stjórnvalda og samtryggingakerfisins okkar.
Við höfum ekki efni á því að missa fólkið okkar út með þessum hætti, unga fólkið er framtíðin og við eigum að gera betur okkur öllum til heilla.
Höfundur er vinnusálfræðingur og móðir.
Skoðun

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar