Subbuskapur? Úrsúla Jünemann skrifar 20. september 2017 07:00 Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi D- listans, fer mikinn í grein sinni þann 6. september í Fréttablaðinu. Þar vill hún meina að í Reykjavík ríki subbuskapur og borginni sé illa sinnt. Auðvitað mætti margt bæta í viðhaldi og skipulagi. En þetta er ekki svo einfalt. Reykjavík hefur undanfarið sopið seyðið af sífjölgandi ferðamannastraumi. Með þessu fylgir gullgrafaraæði. Menn vilja græða sem mest á stuttum tíma. Gömul hús víkja fyrir hótelum og gistihúsum – og oft á óhentugum stöðum. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki haft hemil á því að fjársterk íbúðaleigufélög gátu keypt megnið af fasteignum í miðbænum. Airbnb blómstrar eins og aldrei fyrr þannig að framboð á íbúðarhúsnæði miðsvæðis minnkar stöðugt. Þegar hlutfall þeirra sem búa allan ársins hring í miðbænum minnkar svo ört er ekki skrýtið að bæjarbragurinn verði öðruvísi. Margir koma í miðbæinn þar sem fjörið er og vilja skemmta sér. Því fylgir því miður subbuskapur og er miður fyrir fólk sem þarf að vakna snemma næsta dag. Önnur sveitarfélög eins og Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær eiga ekki við þann vanda að stríða. Þau eru eiginlega eins konar svefnbæir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft tögl og hagldir í langan tíma þarna. Þar býr að mestu leyti efnað fólk sem kann vel við sig í sínu húsnæði og við sitt kjör. Framboð á félagslegum íbúðum eða litlu húsnæði á viðráðanlegum kjörum er lítið enda efnalítið fólk frekar óvelkomið. Í Reykjavík er hins vegar mesta framboð á húsnæði til þeirra sem minnst mega sín, þó að það sé alls ekki nóg. Ef menn ætla að kippa sér upp við það að grasið sé ekki slegið nógu oft eða að sumstaðar birtist óæskilegur gróður (illgresi er ljótt orð) þá mætti nú snúa sér að öðru og mikilvægara. Í Reykjavík þar sem hlutfallslega miklu fleiri búa sem eiga erfitt er ekki skrítið að viðhorfskannanir verði frekar neikvæðar. Þetta veit hún Áslaug auðvitað. En stutt er í næstu sveitarstjórnarkosningar. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi D- listans, fer mikinn í grein sinni þann 6. september í Fréttablaðinu. Þar vill hún meina að í Reykjavík ríki subbuskapur og borginni sé illa sinnt. Auðvitað mætti margt bæta í viðhaldi og skipulagi. En þetta er ekki svo einfalt. Reykjavík hefur undanfarið sopið seyðið af sífjölgandi ferðamannastraumi. Með þessu fylgir gullgrafaraæði. Menn vilja græða sem mest á stuttum tíma. Gömul hús víkja fyrir hótelum og gistihúsum – og oft á óhentugum stöðum. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki haft hemil á því að fjársterk íbúðaleigufélög gátu keypt megnið af fasteignum í miðbænum. Airbnb blómstrar eins og aldrei fyrr þannig að framboð á íbúðarhúsnæði miðsvæðis minnkar stöðugt. Þegar hlutfall þeirra sem búa allan ársins hring í miðbænum minnkar svo ört er ekki skrýtið að bæjarbragurinn verði öðruvísi. Margir koma í miðbæinn þar sem fjörið er og vilja skemmta sér. Því fylgir því miður subbuskapur og er miður fyrir fólk sem þarf að vakna snemma næsta dag. Önnur sveitarfélög eins og Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær eiga ekki við þann vanda að stríða. Þau eru eiginlega eins konar svefnbæir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft tögl og hagldir í langan tíma þarna. Þar býr að mestu leyti efnað fólk sem kann vel við sig í sínu húsnæði og við sitt kjör. Framboð á félagslegum íbúðum eða litlu húsnæði á viðráðanlegum kjörum er lítið enda efnalítið fólk frekar óvelkomið. Í Reykjavík er hins vegar mesta framboð á húsnæði til þeirra sem minnst mega sín, þó að það sé alls ekki nóg. Ef menn ætla að kippa sér upp við það að grasið sé ekki slegið nógu oft eða að sumstaðar birtist óæskilegur gróður (illgresi er ljótt orð) þá mætti nú snúa sér að öðru og mikilvægara. Í Reykjavík þar sem hlutfallslega miklu fleiri búa sem eiga erfitt er ekki skrítið að viðhorfskannanir verði frekar neikvæðar. Þetta veit hún Áslaug auðvitað. En stutt er í næstu sveitarstjórnarkosningar. Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar