Heilbrigðisþjónustan í dag, partur 2 Úrsúla Jünemann skrifar 12. júlí 2017 07:00 Það er almennt viðurkennt að sál og líkami mynda eina heild. Ef sálinni líður illa þá hefur það oft neikvæðar afleiðingar á líkamann og starfsemi hans og ef líkaminn er veikur þá eykst álagið á sálina. Þannig að góð heilbrigðisþjónusta ætti að sinna báðum þáttum til að ná bestum árangri. Í Fréttatímanum 17.3. á blaðsíðu 2 lýsir Jón Örn, 57 ára hingað til heilsuhraustur maður, reynslu sinni í samskiptum við bæklunarlækni á einkastofu. Þar var gerð hnéspeglun á honum – frekar meinlaus aðgerð. En hann fékk svæsna sýkingu í hnéð mjög fljótlega og fór oftar en einu sinni aftur til læknisins til þess að láta athuga málið. Læknirinn tók sér aldrei tíma að skoða hann almennilega. Núna liggur hann mjög alvarlega veikur á Landspítalanum. Það er svona tilfelli sem ég er hrædd um að verði ekki einsdæmi þegar einkastofur framkvæma aðgerðir í stórum stíl. Læknar vinna væntanlega sínar aðgerðir þar á færibandi, renna sem flestum sjúklingum í gegn, en taka sér ekki tíma til að sinna þeim á eftir. Einkafyrirtækin vilja auðvitað græða sem mest og þau gera það með því að fá sem flesta sjúklinga á sem skemmstum tíma. Lækna sem vinna þannig myndi ég frekar kalla viðgerðamenn en lækna. Og ekki má horfa fram hjá því að ef mistök verða, eins og í dæminu hér að ofan, þá má Landspítalinn redda málunum, oft á mjög kostnaðarsaman hátt. Snúum okkur núna að sálræna þættinum. Hvernig er líðan sjúklings sem fer í svona „færibandaaðgerð“? Vill hann ekki fá að vita hvað var gert, hvernig og hvers vegna? Það kallar á að hann fái viðtal bæði fyrir og eftir aðgerðina hjá aðgerðalækninum og að hann fái að vita nákvæmlega hvernig staðan er, hvernig batahorfurnar eru og við hverju má ef til vill búast. Ef læknir tekur sér ekki tíma til viðtals þá myndast óvissa, sjúklingnum líður illa og hann gerir sér kannski jafnvel ranghugmyndir. Á Landspítalanum vinna læknar, sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk flest öll vinnuna sína undir miklu álagi, en flestir reyna samt að taka sér tíma fyrir sálræna þáttinn. Því miður er ekki of mikið af slíkum tíma afgangs. Að vísu er aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu oft rökstudd með því að þá muni biðlistar styttast. Gott og vel. En af hverju getur ríkið ekki lagt nægilegt fjármagn til þannig að biðlistarnir heyri bráðum sögunni til? Árum saman er búið að svelta heilbrigðiskerfið. Niðurskurður og „hagræðing“ réðu lengi vel ríkjum. Það þarf að binda enda á þetta og núna í „góðærinu og bullandi hagvexti“ ætti að vera hægt að leggja meira fé til. Ég er ekki hrifin af þeirri auknu einkavæðingu sem er í pípunum. Það er mjög gallað kerfi sem mun skapa aukinn kostnað og álag á sjúklinga. Auk þess munu færustu læknir ráða sig á einkastofur þar sem betra kaup er í vændum. Þetta gerist nú þegar. Kári Stefánsson hefur safnað tugum þúsunda af undirskriftum til að ríkið leggi talsvert meira fjármagn í heilbrigðiskerfið og ríkisrekinn spítala. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá heilbrigðisráðherranum ennþá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það er almennt viðurkennt að sál og líkami mynda eina heild. Ef sálinni líður illa þá hefur það oft neikvæðar afleiðingar á líkamann og starfsemi hans og ef líkaminn er veikur þá eykst álagið á sálina. Þannig að góð heilbrigðisþjónusta ætti að sinna báðum þáttum til að ná bestum árangri. Í Fréttatímanum 17.3. á blaðsíðu 2 lýsir Jón Örn, 57 ára hingað til heilsuhraustur maður, reynslu sinni í samskiptum við bæklunarlækni á einkastofu. Þar var gerð hnéspeglun á honum – frekar meinlaus aðgerð. En hann fékk svæsna sýkingu í hnéð mjög fljótlega og fór oftar en einu sinni aftur til læknisins til þess að láta athuga málið. Læknirinn tók sér aldrei tíma að skoða hann almennilega. Núna liggur hann mjög alvarlega veikur á Landspítalanum. Það er svona tilfelli sem ég er hrædd um að verði ekki einsdæmi þegar einkastofur framkvæma aðgerðir í stórum stíl. Læknar vinna væntanlega sínar aðgerðir þar á færibandi, renna sem flestum sjúklingum í gegn, en taka sér ekki tíma til að sinna þeim á eftir. Einkafyrirtækin vilja auðvitað græða sem mest og þau gera það með því að fá sem flesta sjúklinga á sem skemmstum tíma. Lækna sem vinna þannig myndi ég frekar kalla viðgerðamenn en lækna. Og ekki má horfa fram hjá því að ef mistök verða, eins og í dæminu hér að ofan, þá má Landspítalinn redda málunum, oft á mjög kostnaðarsaman hátt. Snúum okkur núna að sálræna þættinum. Hvernig er líðan sjúklings sem fer í svona „færibandaaðgerð“? Vill hann ekki fá að vita hvað var gert, hvernig og hvers vegna? Það kallar á að hann fái viðtal bæði fyrir og eftir aðgerðina hjá aðgerðalækninum og að hann fái að vita nákvæmlega hvernig staðan er, hvernig batahorfurnar eru og við hverju má ef til vill búast. Ef læknir tekur sér ekki tíma til viðtals þá myndast óvissa, sjúklingnum líður illa og hann gerir sér kannski jafnvel ranghugmyndir. Á Landspítalanum vinna læknar, sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk flest öll vinnuna sína undir miklu álagi, en flestir reyna samt að taka sér tíma fyrir sálræna þáttinn. Því miður er ekki of mikið af slíkum tíma afgangs. Að vísu er aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu oft rökstudd með því að þá muni biðlistar styttast. Gott og vel. En af hverju getur ríkið ekki lagt nægilegt fjármagn til þannig að biðlistarnir heyri bráðum sögunni til? Árum saman er búið að svelta heilbrigðiskerfið. Niðurskurður og „hagræðing“ réðu lengi vel ríkjum. Það þarf að binda enda á þetta og núna í „góðærinu og bullandi hagvexti“ ætti að vera hægt að leggja meira fé til. Ég er ekki hrifin af þeirri auknu einkavæðingu sem er í pípunum. Það er mjög gallað kerfi sem mun skapa aukinn kostnað og álag á sjúklinga. Auk þess munu færustu læknir ráða sig á einkastofur þar sem betra kaup er í vændum. Þetta gerist nú þegar. Kári Stefánsson hefur safnað tugum þúsunda af undirskriftum til að ríkið leggi talsvert meira fjármagn í heilbrigðiskerfið og ríkisrekinn spítala. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá heilbrigðisráðherranum ennþá.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun