Mikilvæg uppgreiðsla á gjaldeyrisskuld Landsbankans við LBI Ari Skúlason skrifar 12. júlí 2017 07:00 Það markaði töluverð tímamót þegar Landsbankinn greiddi endanlega upp skuld sína við gamla bankann, LBI ehf., þann 22. júní síðastliðinn. Upphaflega nam skuldin um 350 milljörðum króna á þáverandi gengi, að teknu tilliti til skilyrts skuldabréfs sem var hluti af samningnum. Þegar skuldabréfið til LBI, þ.e. gamla bankans, var gefið út var rúmlega ár liðið frá hruninu og lítið hafði breyst til batnaðar. Efnahagsbati var ekki í augsýn og mikil óvissa ríkti um stöðu einstaklinga og fyrirtækja. Erlendir fjármagnsmarkaðir voru meira eða minna lokaðir. Það var við þessar aðstæður, í desember 2009, sem Landsbankinn samþykkti að gefa út skuldabréf til LBI sem endurgjald fyrir eignir og skuldir sem nýi bankinn hafði yfirtekið. Skuldabréfið var allt í erlendum gjaldmiðlum og með 2,9 prósenta álag ofan á LIBOR-vexti. Engar afborganir voru af láninu fyrstu fimm árin en endurgreiðslu þess skyldi lokið haustið 2018. Með samkomulaginu eignaðist LBI 18,7 prósenta hlut í bankanum. Vaxtakjörin voru talin ásættanleg en bankinn hafði í raun ekki um aðra kosti að velja þar sem önnur erlend fjármögnun var ekki í boði. Það skipti einnig miklu máli að ekki þurfti að byrja að borga af láninu fyrr en árið 2014. Hluti af samningnum fólst í að tiltekinn hluti af lánasafni bankans yrði tekinn til hliðar og möguleg virðisaukning myndi skiptast þannig að 15 prósent féllu í hlut Landsbankans og 85 prósent færu til LBI. Virðismat átti að fara fram í lok árs 2012 og ef virðisaukning yrði á lánasafninu átti bankinn að gefa út viðbótarskuldabréf til LBI. Ljóst var að endurgreiðsla lánsins yrði þungur biti. Það kom þó fljótlega í ljós að eignirnar sem Landsbankinn fékk frá gamla bankanum voru mun verðmætari en upphæð skuldarinnar við LBI sagði til um. Rekstur bankans gekk sífellt betur og á árinu 2012 var lausafjárstaða í erlendri mynt orðin það sterk að bankinn gat greitt rúmlega 70 milljarða króna fyrirfram inn á skuldina við LBI. Í mars 2013 var komið að því að ganga frá uppgjöri skilyrta skuldabréfsins. Landsbankinn gaf þá út viðbótarskuldabréf að jafngildi 92 milljarða í erlendum myntum og LBI lét af hendi allan eignarhlut sinn í bankanum.Þegar þarna var komið sögu höfðu aðstæður á fjármagnsmörkuðum batnað og bankinn var kominn í færi til að sækja sér hagstæðari erlenda fjármögnun. Til að styrkja samningsstöðu bankans gagnvart erlendum lánveitendum var mikilvægt að semja upp á nýtt við LBI, lengja í láninu og auka þannig svigrúm bankans. Erfiðara væri fyrir bankann að semja um hagstæð kjör ef nýir lánveitendur teldu að bankinn væri í þröngri stöðu vegna endurgreiðslu á LBI-skuldinni. Árið 2014 var samið um breytingar á skilmálum sem fólust meðal annars í því að lokagjalddagi var færður aftur til ársins 2026 í stað 2018. Ekkert var nú í vegi fyrir því að Landsbankinn gæti hafið lántökur á alþjóðlegum mörkuðum. Landsbankinn hóf erlenda skuldabréfaútgáfu á árinu 2015 og kjörin sem bankinn hefur fengið hafa farið sífellt batnandi. Góður árangur í rekstri og erlendri fjármögnun Landsbankans og batnandi efnahagslegar aðstæður gerðu bankanum kleift að endurgreiða skuldina við LBI mun hraðar en útlit var fyrir. Það er því óhætt að segja að Landsbankanum, eins og íslenska þjóðarbúinu, hafi tekist að spila vel úr þeim spilum sem hann fékk á hendi á árunum eftir hrun.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það markaði töluverð tímamót þegar Landsbankinn greiddi endanlega upp skuld sína við gamla bankann, LBI ehf., þann 22. júní síðastliðinn. Upphaflega nam skuldin um 350 milljörðum króna á þáverandi gengi, að teknu tilliti til skilyrts skuldabréfs sem var hluti af samningnum. Þegar skuldabréfið til LBI, þ.e. gamla bankans, var gefið út var rúmlega ár liðið frá hruninu og lítið hafði breyst til batnaðar. Efnahagsbati var ekki í augsýn og mikil óvissa ríkti um stöðu einstaklinga og fyrirtækja. Erlendir fjármagnsmarkaðir voru meira eða minna lokaðir. Það var við þessar aðstæður, í desember 2009, sem Landsbankinn samþykkti að gefa út skuldabréf til LBI sem endurgjald fyrir eignir og skuldir sem nýi bankinn hafði yfirtekið. Skuldabréfið var allt í erlendum gjaldmiðlum og með 2,9 prósenta álag ofan á LIBOR-vexti. Engar afborganir voru af láninu fyrstu fimm árin en endurgreiðslu þess skyldi lokið haustið 2018. Með samkomulaginu eignaðist LBI 18,7 prósenta hlut í bankanum. Vaxtakjörin voru talin ásættanleg en bankinn hafði í raun ekki um aðra kosti að velja þar sem önnur erlend fjármögnun var ekki í boði. Það skipti einnig miklu máli að ekki þurfti að byrja að borga af láninu fyrr en árið 2014. Hluti af samningnum fólst í að tiltekinn hluti af lánasafni bankans yrði tekinn til hliðar og möguleg virðisaukning myndi skiptast þannig að 15 prósent féllu í hlut Landsbankans og 85 prósent færu til LBI. Virðismat átti að fara fram í lok árs 2012 og ef virðisaukning yrði á lánasafninu átti bankinn að gefa út viðbótarskuldabréf til LBI. Ljóst var að endurgreiðsla lánsins yrði þungur biti. Það kom þó fljótlega í ljós að eignirnar sem Landsbankinn fékk frá gamla bankanum voru mun verðmætari en upphæð skuldarinnar við LBI sagði til um. Rekstur bankans gekk sífellt betur og á árinu 2012 var lausafjárstaða í erlendri mynt orðin það sterk að bankinn gat greitt rúmlega 70 milljarða króna fyrirfram inn á skuldina við LBI. Í mars 2013 var komið að því að ganga frá uppgjöri skilyrta skuldabréfsins. Landsbankinn gaf þá út viðbótarskuldabréf að jafngildi 92 milljarða í erlendum myntum og LBI lét af hendi allan eignarhlut sinn í bankanum.Þegar þarna var komið sögu höfðu aðstæður á fjármagnsmörkuðum batnað og bankinn var kominn í færi til að sækja sér hagstæðari erlenda fjármögnun. Til að styrkja samningsstöðu bankans gagnvart erlendum lánveitendum var mikilvægt að semja upp á nýtt við LBI, lengja í láninu og auka þannig svigrúm bankans. Erfiðara væri fyrir bankann að semja um hagstæð kjör ef nýir lánveitendur teldu að bankinn væri í þröngri stöðu vegna endurgreiðslu á LBI-skuldinni. Árið 2014 var samið um breytingar á skilmálum sem fólust meðal annars í því að lokagjalddagi var færður aftur til ársins 2026 í stað 2018. Ekkert var nú í vegi fyrir því að Landsbankinn gæti hafið lántökur á alþjóðlegum mörkuðum. Landsbankinn hóf erlenda skuldabréfaútgáfu á árinu 2015 og kjörin sem bankinn hefur fengið hafa farið sífellt batnandi. Góður árangur í rekstri og erlendri fjármögnun Landsbankans og batnandi efnahagslegar aðstæður gerðu bankanum kleift að endurgreiða skuldina við LBI mun hraðar en útlit var fyrir. Það er því óhætt að segja að Landsbankanum, eins og íslenska þjóðarbúinu, hafi tekist að spila vel úr þeim spilum sem hann fékk á hendi á árunum eftir hrun.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar