Hagsmunir sjúklinga eiga að ganga fyrir Óttarr Proppé skrifar 1. september 2017 07:00 Áhyggjur af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu snúast mest um mögulegan ójöfnuð gagnvart sjúklingum. Eitt af grunngildum íslensks heilbrigðiskerfis er jafnt aðgengi að bestu þjónustu sem völ er á. Um þetta erum við Katrín Jakobsdóttir sammála. Nýr liður í gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands gagnvart aðgerðum hjá konum sem greinast með BRCA-genið er í samræmi við þessi gildi. Hér eru einmitt hagsmunir sjúklinga í fyrirrúmi. Breytingin er í framhaldi af úrskurði Úrskurðarnefndar velferðarmála. Þessi viðbót við gjaldskrá boðar ekki niðurskurð á fjárframlögum til annarrar heilbrigðisþjónustu. Slíkar ásakanir eru í besta falli tilraunir til að slá pólitískar keilur. Framlög til heilbrigðiskerfisins hafa aldrei verið hærri, tugum milljarða hærri en þegar Katrín sat í ríkisstjórn. Ég skal hins vegar fyrstur samsinna því að við þurfum að gera enn betur á næstu árum. Það er ekkert nýtt að hægt sé að leita til lækna utan Landspítalans en innan ramma sjúkratrygginga, innan ramma jöfnuðar. Það felst því engin kerfisbreyting í þessari viðbót við gjaldskrá heldur kemur það þvert á móti fyrst og fremst sjúklingum til góða. Öðrum spurningum Katrínar er auðsvarað. Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að auka enn framlög til heilbrigðisþjónustu á næstu árum. Strax á næsta ári hefst bygging meðferðarkjarna Nýja Landspítalans. Það verður mesta framfaraskref í íslenskri heilbrigðisþjónustu um margra áratuga skeið. Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann tekur til starfa á næsta ári og gjörbreytir aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandendur, sér í lagi utan af landi. Markmið heilbrigðiskerfisins verður áfram að veita bestu þjónustu sem völ er á með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Það eru mér töluverð vonbrigði að sjá formann Vinstri-grænna snúa viðkvæmum og mikilvægum heilsufarsmálum upp í pólitískt keiluspil. Slíkir skotgrafaleikir stjórnmálanna sem draga athyglina frá kjarna máls eru einmitt eitt af því sem við í Bjartri framtíð höfum mikið gagnrýnt. Hættum því. Tölum saman. Höfundur er heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Áhyggjur af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu snúast mest um mögulegan ójöfnuð gagnvart sjúklingum. Eitt af grunngildum íslensks heilbrigðiskerfis er jafnt aðgengi að bestu þjónustu sem völ er á. Um þetta erum við Katrín Jakobsdóttir sammála. Nýr liður í gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands gagnvart aðgerðum hjá konum sem greinast með BRCA-genið er í samræmi við þessi gildi. Hér eru einmitt hagsmunir sjúklinga í fyrirrúmi. Breytingin er í framhaldi af úrskurði Úrskurðarnefndar velferðarmála. Þessi viðbót við gjaldskrá boðar ekki niðurskurð á fjárframlögum til annarrar heilbrigðisþjónustu. Slíkar ásakanir eru í besta falli tilraunir til að slá pólitískar keilur. Framlög til heilbrigðiskerfisins hafa aldrei verið hærri, tugum milljarða hærri en þegar Katrín sat í ríkisstjórn. Ég skal hins vegar fyrstur samsinna því að við þurfum að gera enn betur á næstu árum. Það er ekkert nýtt að hægt sé að leita til lækna utan Landspítalans en innan ramma sjúkratrygginga, innan ramma jöfnuðar. Það felst því engin kerfisbreyting í þessari viðbót við gjaldskrá heldur kemur það þvert á móti fyrst og fremst sjúklingum til góða. Öðrum spurningum Katrínar er auðsvarað. Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að auka enn framlög til heilbrigðisþjónustu á næstu árum. Strax á næsta ári hefst bygging meðferðarkjarna Nýja Landspítalans. Það verður mesta framfaraskref í íslenskri heilbrigðisþjónustu um margra áratuga skeið. Nýtt sjúkrahótel við Landspítalann tekur til starfa á næsta ári og gjörbreytir aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandendur, sér í lagi utan af landi. Markmið heilbrigðiskerfisins verður áfram að veita bestu þjónustu sem völ er á með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Það eru mér töluverð vonbrigði að sjá formann Vinstri-grænna snúa viðkvæmum og mikilvægum heilsufarsmálum upp í pólitískt keiluspil. Slíkir skotgrafaleikir stjórnmálanna sem draga athyglina frá kjarna máls eru einmitt eitt af því sem við í Bjartri framtíð höfum mikið gagnrýnt. Hættum því. Tölum saman. Höfundur er heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun