Einar Andri gerir upp leik Íslands: Aginn hvarf í seinni hálfleik en Arnar er framtíðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2017 21:52 Arnar Freyr Arnarsson átti frábæra frumraun. vísir/getty „Við vorum í lagi til að byrja með. Mér fannst strákarnir vel innstilltir í leikinn, það var gott jafnvægi í mönnum og þeir ákafir og tilbúnir. Það var engin hræðsla og menn voru áhyggjulausir.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í Handbolta, um byrjunina á leik strákanna okkar gegn Spáni í kvöld. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, en tapaði síðari hálfleiknum með átta mörkum og leiknum með sjö mörkum, 27-21.Sjá einnig:Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók „Við stýrðum hraðanum vel í fyrri hálfleik og Björgvin auðvitað í heimsklassa í markinu. Mér fannst leikurinn vel settur upp. Byrjunarliðið virkaði vel og þó að við rúlluðum á liðinu skiluðu allir einhverju bæði í vörn og sókn. Fyrri hálfleikurinn var frábær,“ segir Einar Andri, en hvað gerðist þá í þeim síðari? „Við missum agann í fyrstu tveimur sóknunum. Við förum í tvær aðgerðir í röð eftir svona 25 sekúndur á miðað við það, að við vorum að eiga mínútu langar sóknir og velja færin vel í fyrri hálfleik. Við missum agann og taktinn úr þessu og svo voru brottvísanirnar svakalega dýrar.“Spánverjarnir voru erfiðir í sóknarleiknum í seinni hálfleik.vísir/epaArnar Freyr frábær Íslenska liðið var enn þá yfir eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en þá fór allt í lás í sóknarleiknum. Hann var ekki góður, frekar hægur og fyrirsjáanlegur. „Það hættu allir að sækja á markið og hættu að reyna að vinna stöðuna maður á mann og draga í sig næsta varnarmann. Þá lenti þetta rosalega á Ólafi og Rúnari þar sem þeir þurftu að skjóta á markið úr erfiðum stöðum. Það er ósanngjarnt að kenna þeim um þetta. Það var bara sama hver kom inn á í seinni hálfleik það gerðist lítið og þá kom óöryggi í þetta. Menn hættu að sækja á markið, fóru í staðinn að sækja til hliðar og þá fengu Spánverjarnir hraðaupphlaup,“ segir Einar Andri. Arnar Freyr Arnarsson átti stórleik í sínum fyrsta landsleik og Björgvin var flottur í markinu. Einar Andri sér jákvæða punkta eftir fyrsta leik. „Það er ekki spurning. Björgvin Páll var í heimsklassa í leiknum og Arnar Freyr sýndi að hann verður þarna á línunni næstu fimmtán árin. Þetta var geggjuð byrjun á landsliðsferli. Það verður erfitt að finna betri fyrsta leik á heimsmeistaramóti,“ segir Einar Andri. „Varnarleikurinn var í heildina góður og Bjöggi frábær. Arnar var frábær og fyrri hálfleikurinn þó allt detti niður í seinni hálfleik. Það er alveg hægt að horfa jákvæðum augum á þetta. Við erum búnir með erfiðasta leikinn og hann var enginn skandall. Menn lögðu allt í þetta. Það er það sem við viljum,“ segir Einar Andri Einarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38 Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Við vorum í lagi til að byrja með. Mér fannst strákarnir vel innstilltir í leikinn, það var gott jafnvægi í mönnum og þeir ákafir og tilbúnir. Það var engin hræðsla og menn voru áhyggjulausir.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í Handbolta, um byrjunina á leik strákanna okkar gegn Spáni í kvöld. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, en tapaði síðari hálfleiknum með átta mörkum og leiknum með sjö mörkum, 27-21.Sjá einnig:Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók „Við stýrðum hraðanum vel í fyrri hálfleik og Björgvin auðvitað í heimsklassa í markinu. Mér fannst leikurinn vel settur upp. Byrjunarliðið virkaði vel og þó að við rúlluðum á liðinu skiluðu allir einhverju bæði í vörn og sókn. Fyrri hálfleikurinn var frábær,“ segir Einar Andri, en hvað gerðist þá í þeim síðari? „Við missum agann í fyrstu tveimur sóknunum. Við förum í tvær aðgerðir í röð eftir svona 25 sekúndur á miðað við það, að við vorum að eiga mínútu langar sóknir og velja færin vel í fyrri hálfleik. Við missum agann og taktinn úr þessu og svo voru brottvísanirnar svakalega dýrar.“Spánverjarnir voru erfiðir í sóknarleiknum í seinni hálfleik.vísir/epaArnar Freyr frábær Íslenska liðið var enn þá yfir eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en þá fór allt í lás í sóknarleiknum. Hann var ekki góður, frekar hægur og fyrirsjáanlegur. „Það hættu allir að sækja á markið og hættu að reyna að vinna stöðuna maður á mann og draga í sig næsta varnarmann. Þá lenti þetta rosalega á Ólafi og Rúnari þar sem þeir þurftu að skjóta á markið úr erfiðum stöðum. Það er ósanngjarnt að kenna þeim um þetta. Það var bara sama hver kom inn á í seinni hálfleik það gerðist lítið og þá kom óöryggi í þetta. Menn hættu að sækja á markið, fóru í staðinn að sækja til hliðar og þá fengu Spánverjarnir hraðaupphlaup,“ segir Einar Andri. Arnar Freyr Arnarsson átti stórleik í sínum fyrsta landsleik og Björgvin var flottur í markinu. Einar Andri sér jákvæða punkta eftir fyrsta leik. „Það er ekki spurning. Björgvin Páll var í heimsklassa í leiknum og Arnar Freyr sýndi að hann verður þarna á línunni næstu fimmtán árin. Þetta var geggjuð byrjun á landsliðsferli. Það verður erfitt að finna betri fyrsta leik á heimsmeistaramóti,“ segir Einar Andri. „Varnarleikurinn var í heildina góður og Bjöggi frábær. Arnar var frábær og fyrri hálfleikurinn þó allt detti niður í seinni hálfleik. Það er alveg hægt að horfa jákvæðum augum á þetta. Við erum búnir með erfiðasta leikinn og hann var enginn skandall. Menn lögðu allt í þetta. Það er það sem við viljum,“ segir Einar Andri Einarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38 Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38
Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00