Janus Daði: Hættum að geta skorað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:36 Janus Daði tekur á móti Daniel Sarmiento. vísir/afp Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. „Við erum hundsvekktir og okkur langaði að fá meira út úr þessum leik. En svo fór sem fór og við ætlum að taka fullt af góðum hlutum út úr leiknum,“ sagði Janus í samtali við Vísi eftir leik. En hvernig leið honum inni á vellinum í fyrsta leiknum á stórmóti? „Mjög vel. Þetta var æðislegt og stúkan var frábær. Ég fékk mín tækifæri og fór illa með nokkur dauðafæri sem telja. En ég mæti betri í næsta leik og get lært helling af þessum leik,“ sagði Janus sem var ánægður með sóknarleik Íslands í fyrri hálfleik. „Við spiluðum agað og héldum pressu á þeim,“ sagði Haukamaðurinn sem kvaðst ekki hafa verið stressaður inni á vellinum. „Ég held að maður sé stressaðri þegar maður horfir á leikinn uppi í stúku. Maður er að æfa þetta á hverjum degi og þetta eru bara sex á móti sex,“ sagði Janus. Ísland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik hallaði undan fæti hjá íslenska liðinu, sóknin hrökk í baklás og Spánverjarnir gengu á lagið. „Við hættum að geta skorað. Við fórum illa með dauðafæri og fórum svo að flýta okkur. Þeir þéttu pakkann og markvörðurinn þeirra var frábær,“ sagði Janus og bætti því við að íslensku strákarnir gætu tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Helling, fyrri hálfleikurinn var flottur í vörn og sókn. Svo var viðhorfið til fyrirmyndar,“ sagði Janus að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. „Við erum hundsvekktir og okkur langaði að fá meira út úr þessum leik. En svo fór sem fór og við ætlum að taka fullt af góðum hlutum út úr leiknum,“ sagði Janus í samtali við Vísi eftir leik. En hvernig leið honum inni á vellinum í fyrsta leiknum á stórmóti? „Mjög vel. Þetta var æðislegt og stúkan var frábær. Ég fékk mín tækifæri og fór illa með nokkur dauðafæri sem telja. En ég mæti betri í næsta leik og get lært helling af þessum leik,“ sagði Janus sem var ánægður með sóknarleik Íslands í fyrri hálfleik. „Við spiluðum agað og héldum pressu á þeim,“ sagði Haukamaðurinn sem kvaðst ekki hafa verið stressaður inni á vellinum. „Ég held að maður sé stressaðri þegar maður horfir á leikinn uppi í stúku. Maður er að æfa þetta á hverjum degi og þetta eru bara sex á móti sex,“ sagði Janus. Ísland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik hallaði undan fæti hjá íslenska liðinu, sóknin hrökk í baklás og Spánverjarnir gengu á lagið. „Við hættum að geta skorað. Við fórum illa með dauðafæri og fórum svo að flýta okkur. Þeir þéttu pakkann og markvörðurinn þeirra var frábær,“ sagði Janus og bætti því við að íslensku strákarnir gætu tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Helling, fyrri hálfleikurinn var flottur í vörn og sókn. Svo var viðhorfið til fyrirmyndar,“ sagði Janus að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00