Janus Daði: Hættum að geta skorað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:36 Janus Daði tekur á móti Daniel Sarmiento. vísir/afp Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. „Við erum hundsvekktir og okkur langaði að fá meira út úr þessum leik. En svo fór sem fór og við ætlum að taka fullt af góðum hlutum út úr leiknum,“ sagði Janus í samtali við Vísi eftir leik. En hvernig leið honum inni á vellinum í fyrsta leiknum á stórmóti? „Mjög vel. Þetta var æðislegt og stúkan var frábær. Ég fékk mín tækifæri og fór illa með nokkur dauðafæri sem telja. En ég mæti betri í næsta leik og get lært helling af þessum leik,“ sagði Janus sem var ánægður með sóknarleik Íslands í fyrri hálfleik. „Við spiluðum agað og héldum pressu á þeim,“ sagði Haukamaðurinn sem kvaðst ekki hafa verið stressaður inni á vellinum. „Ég held að maður sé stressaðri þegar maður horfir á leikinn uppi í stúku. Maður er að æfa þetta á hverjum degi og þetta eru bara sex á móti sex,“ sagði Janus. Ísland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik hallaði undan fæti hjá íslenska liðinu, sóknin hrökk í baklás og Spánverjarnir gengu á lagið. „Við hættum að geta skorað. Við fórum illa með dauðafæri og fórum svo að flýta okkur. Þeir þéttu pakkann og markvörðurinn þeirra var frábær,“ sagði Janus og bætti því við að íslensku strákarnir gætu tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Helling, fyrri hálfleikurinn var flottur í vörn og sókn. Svo var viðhorfið til fyrirmyndar,“ sagði Janus að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. „Við erum hundsvekktir og okkur langaði að fá meira út úr þessum leik. En svo fór sem fór og við ætlum að taka fullt af góðum hlutum út úr leiknum,“ sagði Janus í samtali við Vísi eftir leik. En hvernig leið honum inni á vellinum í fyrsta leiknum á stórmóti? „Mjög vel. Þetta var æðislegt og stúkan var frábær. Ég fékk mín tækifæri og fór illa með nokkur dauðafæri sem telja. En ég mæti betri í næsta leik og get lært helling af þessum leik,“ sagði Janus sem var ánægður með sóknarleik Íslands í fyrri hálfleik. „Við spiluðum agað og héldum pressu á þeim,“ sagði Haukamaðurinn sem kvaðst ekki hafa verið stressaður inni á vellinum. „Ég held að maður sé stressaðri þegar maður horfir á leikinn uppi í stúku. Maður er að æfa þetta á hverjum degi og þetta eru bara sex á móti sex,“ sagði Janus. Ísland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik hallaði undan fæti hjá íslenska liðinu, sóknin hrökk í baklás og Spánverjarnir gengu á lagið. „Við hættum að geta skorað. Við fórum illa með dauðafæri og fórum svo að flýta okkur. Þeir þéttu pakkann og markvörðurinn þeirra var frábær,“ sagði Janus og bætti því við að íslensku strákarnir gætu tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Helling, fyrri hálfleikurinn var flottur í vörn og sókn. Svo var viðhorfið til fyrirmyndar,“ sagði Janus að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00