Pressa á heimamanninum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 22:30 Axel er sigurstranglegur á heimavelli. mynd/seth/gsimyndir Axel Bóasson verður á heimavelli á Íslandsmótinu í golfi sem hefst á Hvaleyrarvelli á morgun. „Þetta leggst vel í mig og ég er mjög spenntur að spila á heimavelli,“ sagði Axel sem varð Íslandsmeistari 2011. Hann er bjartsýnn á gott gengi á Íslandsmótinu í ár. „Jájá, auðvitað. Ég er búinn að spila rosalega vel upp á síðkastið á Norðurlandamótaröðinni. Ég er mjög spenntur að byrja þetta,“ sagði Axel. Hann hefur verið á góðu skriði að undanförnu og skemmst er frá því að segja að hann vann SM Match á Norðurlandamótaröðinni í Svíþjóð í byrjun mánaðarins. Þetta var hans fyrsti sigur á Norðurlandamótaröðinni. „Þetta var holukeppnismót á Norðurlandamótaröðinni. Ég komst í gegnum sex umferðir og landaði sigrinum. Ég spilaði mjög flott golf og var sáttur með það,“ sagði Axel. En hvað gefur sigurinn honum í framhaldinu? „Ég er númer tvö á stigalistanum og ef ég held þeirri stöðu get ég komist á Áskorendamótaröðina sem yrði mjög stórt skref upp á við fyrir mig. Ég ætla að halda mínu striki,“ sagði Axel og viðurkennir að það sé pressa á honum að vinna á heimavelli. „Maður hefur fengið ýmsar athugasemdir að maður eigi að vinna þetta. Það er ekkert skrítið að maður sé spurður að þessu. En það eru margir frábærir kylfingar að spila og ég verð bara að halda mínu striki.“ Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Axel Bóasson verður á heimavelli á Íslandsmótinu í golfi sem hefst á Hvaleyrarvelli á morgun. „Þetta leggst vel í mig og ég er mjög spenntur að spila á heimavelli,“ sagði Axel sem varð Íslandsmeistari 2011. Hann er bjartsýnn á gott gengi á Íslandsmótinu í ár. „Jájá, auðvitað. Ég er búinn að spila rosalega vel upp á síðkastið á Norðurlandamótaröðinni. Ég er mjög spenntur að byrja þetta,“ sagði Axel. Hann hefur verið á góðu skriði að undanförnu og skemmst er frá því að segja að hann vann SM Match á Norðurlandamótaröðinni í Svíþjóð í byrjun mánaðarins. Þetta var hans fyrsti sigur á Norðurlandamótaröðinni. „Þetta var holukeppnismót á Norðurlandamótaröðinni. Ég komst í gegnum sex umferðir og landaði sigrinum. Ég spilaði mjög flott golf og var sáttur með það,“ sagði Axel. En hvað gefur sigurinn honum í framhaldinu? „Ég er númer tvö á stigalistanum og ef ég held þeirri stöðu get ég komist á Áskorendamótaröðina sem yrði mjög stórt skref upp á við fyrir mig. Ég ætla að halda mínu striki,“ sagði Axel og viðurkennir að það sé pressa á honum að vinna á heimavelli. „Maður hefur fengið ýmsar athugasemdir að maður eigi að vinna þetta. Það er ekkert skrítið að maður sé spurður að þessu. En það eru margir frábærir kylfingar að spila og ég verð bara að halda mínu striki.“
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira