Netverslun með matvöru er næsti vaxtarmarkaðurinn Kjartan Örn Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Markaður með matvöru er að breytast hratt. Hefðbundnir smásalar eiga í hörðu verðstríði sem stuðlar að lækkandi framlegð. Tækniþróun og nýir samskiptahættir þvinga verslunarfyrirtæki til að laga viðskiptamódel sín að breyttum heimi. Ekki gengur lengur að reyna að selja öllum allt heldur vilja viðskiptavinir fá klæðskerasaumuð tilboð og frelsi til þess að versla allan sólarhringinn. Stórar matvöruverslanir fækka fermetrum en á sama tíma er aukin áhersla á betri nýtingu vöruhúsa og aukna framleiðni. Netverslun er mest vaxandi verslun í Evrópu. Netverslun hefur hins vegar ólík áhrif á vöruflokka. Samkeppni á netinu getur verið eyðileggjandi, eins og með stafrænar vörur, truflandi eða stigvaxandi, eins og í tilfelli matvöru. Þrátt fyrir að almennt sé verslun mest með matvöru er netverslun með matvöru hlutfallslega minnst í samanburði við netverslun með aðra vöruflokka; raftæki, bækur o.s.frv. Fyrir þessu eru ólíkar ástæður: Neytandi matvöru er vanur að þurfa ekki að taka mikið af ákvörðunum, kaupir venjulega það sama og hann gerði í síðustu viku, hann þekkir og treystir búðinni sinni og verslar reglulega og oft án mikillar fyrirhafnar. Á sama tíma fylgir aukinn kostnaður netverslun fyrir smásalann sem þarf að safna saman mörgum vörum í hvert skipti fyrir hvern kúnna í þremur hitastigum (þurrvara, kælivara og frosin vara), með lága framlegð og aukinn dreifingarkostnað. Þetta hefur orðið til þess að sumir smásalar hafa orðið afhuga viðskiptamódelinu að selja matvöru á netinu og á það t.d. við um stærstu matvöruverslanirnar á Íslandi. Því hefur verið kastað fram að eftirspurnin sé ekki til staðar en raunin er auðvitað sú að lítið framboð skilar sér í lítilli eftirspurn sem svo aftur getur réttlætt lítið framboð. Í nýlegri alþjóðlegri Nielsen netrannsókn sögðust 25% aðspurðra hafa keypt matvöru á netinu og 55% höfðu áhuga á að gera það í framtíðinni. Á síðasta ári var hlutfall netverslunar með matvöru í Bandaríkjunum 4,3% en reiknað er með að þar í landi verði hlutfall matvöru í heildarnetverslun um 12-16% árið 2023. Almennt einkennist verslun með matvöru af lágri framlegð og hægum vexti. Á hinn bóginn vex netverslun með matvöru fimm til sex sinnum hraðar en hefðbundin verslun í heiminum. Það verður því sífellt mikilvægara fyrir smásala að fjárfesta í netverslun með matvöru bæði til þess að verja markaðshlutdeild en ekki síður til að koma í veg fyrir mögulegt tekjutap.Hvað þarf að einkenna árangursríka netverslun með matvöru? Viðskiptavinir munu áfram versla oftar í hefðbundnum matvöruverslunum en þeir munu hins vegar kaupa matvöru á netinu ef virðistilboðið er nægilega gott. Neytendur munu ekki vilja fórna verði, gæðum eða úrvalinu sem þeir eru vanir í skiptum fyrir óþægilegan afhendingarmáta eða afhendingartíma. Það er mikilvægt að verslanir gefi viðskiptavinum sínum ástæðu til þess að versla á netinu. Almennt gera neytendur kröfu um ályktunarhæfni og þægilegri upplifun þegar þeir kaupa matvöru á netinu. Þær fimm ástæður sem hafa mest um upplifun viðskiptavina í netverslun matvöru að segja eru tímasparnaður, einfaldleiki, sparnaður, þægindi og öryggi. Þeir sem eru líklegastir til að kaupa matvöru á netinu tilheyra Y og X kynslóðunum eða 25-34 ára annars vegar og 35-44 ára hins vegar og eru með háar ráðstöfunartekjur. Rannsóknir sýna að vörukarfa viðskiptavina er stærri þegar keypt er á netinu. Ekki er ólíklegt að 10% af allri verslun með matvöru á Íslandi verði á netinu árið 2025 og að þessi tegund verslunar haldi áfram að vaxa um 20% á ári næstu 10 árin þar á eftir. Netverslun með matvöru verður ekki sérstaða einstaka aðila til lengdar á sama tíma og það felst lítil sérstaða í því fyrir íslenskar matvöruverslanir að bjóða ekki upp á netverslun með matvöru árið 2017. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunargreiningar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Sjá meira
Markaður með matvöru er að breytast hratt. Hefðbundnir smásalar eiga í hörðu verðstríði sem stuðlar að lækkandi framlegð. Tækniþróun og nýir samskiptahættir þvinga verslunarfyrirtæki til að laga viðskiptamódel sín að breyttum heimi. Ekki gengur lengur að reyna að selja öllum allt heldur vilja viðskiptavinir fá klæðskerasaumuð tilboð og frelsi til þess að versla allan sólarhringinn. Stórar matvöruverslanir fækka fermetrum en á sama tíma er aukin áhersla á betri nýtingu vöruhúsa og aukna framleiðni. Netverslun er mest vaxandi verslun í Evrópu. Netverslun hefur hins vegar ólík áhrif á vöruflokka. Samkeppni á netinu getur verið eyðileggjandi, eins og með stafrænar vörur, truflandi eða stigvaxandi, eins og í tilfelli matvöru. Þrátt fyrir að almennt sé verslun mest með matvöru er netverslun með matvöru hlutfallslega minnst í samanburði við netverslun með aðra vöruflokka; raftæki, bækur o.s.frv. Fyrir þessu eru ólíkar ástæður: Neytandi matvöru er vanur að þurfa ekki að taka mikið af ákvörðunum, kaupir venjulega það sama og hann gerði í síðustu viku, hann þekkir og treystir búðinni sinni og verslar reglulega og oft án mikillar fyrirhafnar. Á sama tíma fylgir aukinn kostnaður netverslun fyrir smásalann sem þarf að safna saman mörgum vörum í hvert skipti fyrir hvern kúnna í þremur hitastigum (þurrvara, kælivara og frosin vara), með lága framlegð og aukinn dreifingarkostnað. Þetta hefur orðið til þess að sumir smásalar hafa orðið afhuga viðskiptamódelinu að selja matvöru á netinu og á það t.d. við um stærstu matvöruverslanirnar á Íslandi. Því hefur verið kastað fram að eftirspurnin sé ekki til staðar en raunin er auðvitað sú að lítið framboð skilar sér í lítilli eftirspurn sem svo aftur getur réttlætt lítið framboð. Í nýlegri alþjóðlegri Nielsen netrannsókn sögðust 25% aðspurðra hafa keypt matvöru á netinu og 55% höfðu áhuga á að gera það í framtíðinni. Á síðasta ári var hlutfall netverslunar með matvöru í Bandaríkjunum 4,3% en reiknað er með að þar í landi verði hlutfall matvöru í heildarnetverslun um 12-16% árið 2023. Almennt einkennist verslun með matvöru af lágri framlegð og hægum vexti. Á hinn bóginn vex netverslun með matvöru fimm til sex sinnum hraðar en hefðbundin verslun í heiminum. Það verður því sífellt mikilvægara fyrir smásala að fjárfesta í netverslun með matvöru bæði til þess að verja markaðshlutdeild en ekki síður til að koma í veg fyrir mögulegt tekjutap.Hvað þarf að einkenna árangursríka netverslun með matvöru? Viðskiptavinir munu áfram versla oftar í hefðbundnum matvöruverslunum en þeir munu hins vegar kaupa matvöru á netinu ef virðistilboðið er nægilega gott. Neytendur munu ekki vilja fórna verði, gæðum eða úrvalinu sem þeir eru vanir í skiptum fyrir óþægilegan afhendingarmáta eða afhendingartíma. Það er mikilvægt að verslanir gefi viðskiptavinum sínum ástæðu til þess að versla á netinu. Almennt gera neytendur kröfu um ályktunarhæfni og þægilegri upplifun þegar þeir kaupa matvöru á netinu. Þær fimm ástæður sem hafa mest um upplifun viðskiptavina í netverslun matvöru að segja eru tímasparnaður, einfaldleiki, sparnaður, þægindi og öryggi. Þeir sem eru líklegastir til að kaupa matvöru á netinu tilheyra Y og X kynslóðunum eða 25-34 ára annars vegar og 35-44 ára hins vegar og eru með háar ráðstöfunartekjur. Rannsóknir sýna að vörukarfa viðskiptavina er stærri þegar keypt er á netinu. Ekki er ólíklegt að 10% af allri verslun með matvöru á Íslandi verði á netinu árið 2025 og að þessi tegund verslunar haldi áfram að vaxa um 20% á ári næstu 10 árin þar á eftir. Netverslun með matvöru verður ekki sérstaða einstaka aðila til lengdar á sama tíma og það felst lítil sérstaða í því fyrir íslenskar matvöruverslanir að bjóða ekki upp á netverslun með matvöru árið 2017. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunargreiningar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun