Netverslun með matvöru er næsti vaxtarmarkaðurinn Kjartan Örn Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Markaður með matvöru er að breytast hratt. Hefðbundnir smásalar eiga í hörðu verðstríði sem stuðlar að lækkandi framlegð. Tækniþróun og nýir samskiptahættir þvinga verslunarfyrirtæki til að laga viðskiptamódel sín að breyttum heimi. Ekki gengur lengur að reyna að selja öllum allt heldur vilja viðskiptavinir fá klæðskerasaumuð tilboð og frelsi til þess að versla allan sólarhringinn. Stórar matvöruverslanir fækka fermetrum en á sama tíma er aukin áhersla á betri nýtingu vöruhúsa og aukna framleiðni. Netverslun er mest vaxandi verslun í Evrópu. Netverslun hefur hins vegar ólík áhrif á vöruflokka. Samkeppni á netinu getur verið eyðileggjandi, eins og með stafrænar vörur, truflandi eða stigvaxandi, eins og í tilfelli matvöru. Þrátt fyrir að almennt sé verslun mest með matvöru er netverslun með matvöru hlutfallslega minnst í samanburði við netverslun með aðra vöruflokka; raftæki, bækur o.s.frv. Fyrir þessu eru ólíkar ástæður: Neytandi matvöru er vanur að þurfa ekki að taka mikið af ákvörðunum, kaupir venjulega það sama og hann gerði í síðustu viku, hann þekkir og treystir búðinni sinni og verslar reglulega og oft án mikillar fyrirhafnar. Á sama tíma fylgir aukinn kostnaður netverslun fyrir smásalann sem þarf að safna saman mörgum vörum í hvert skipti fyrir hvern kúnna í þremur hitastigum (þurrvara, kælivara og frosin vara), með lága framlegð og aukinn dreifingarkostnað. Þetta hefur orðið til þess að sumir smásalar hafa orðið afhuga viðskiptamódelinu að selja matvöru á netinu og á það t.d. við um stærstu matvöruverslanirnar á Íslandi. Því hefur verið kastað fram að eftirspurnin sé ekki til staðar en raunin er auðvitað sú að lítið framboð skilar sér í lítilli eftirspurn sem svo aftur getur réttlætt lítið framboð. Í nýlegri alþjóðlegri Nielsen netrannsókn sögðust 25% aðspurðra hafa keypt matvöru á netinu og 55% höfðu áhuga á að gera það í framtíðinni. Á síðasta ári var hlutfall netverslunar með matvöru í Bandaríkjunum 4,3% en reiknað er með að þar í landi verði hlutfall matvöru í heildarnetverslun um 12-16% árið 2023. Almennt einkennist verslun með matvöru af lágri framlegð og hægum vexti. Á hinn bóginn vex netverslun með matvöru fimm til sex sinnum hraðar en hefðbundin verslun í heiminum. Það verður því sífellt mikilvægara fyrir smásala að fjárfesta í netverslun með matvöru bæði til þess að verja markaðshlutdeild en ekki síður til að koma í veg fyrir mögulegt tekjutap.Hvað þarf að einkenna árangursríka netverslun með matvöru? Viðskiptavinir munu áfram versla oftar í hefðbundnum matvöruverslunum en þeir munu hins vegar kaupa matvöru á netinu ef virðistilboðið er nægilega gott. Neytendur munu ekki vilja fórna verði, gæðum eða úrvalinu sem þeir eru vanir í skiptum fyrir óþægilegan afhendingarmáta eða afhendingartíma. Það er mikilvægt að verslanir gefi viðskiptavinum sínum ástæðu til þess að versla á netinu. Almennt gera neytendur kröfu um ályktunarhæfni og þægilegri upplifun þegar þeir kaupa matvöru á netinu. Þær fimm ástæður sem hafa mest um upplifun viðskiptavina í netverslun matvöru að segja eru tímasparnaður, einfaldleiki, sparnaður, þægindi og öryggi. Þeir sem eru líklegastir til að kaupa matvöru á netinu tilheyra Y og X kynslóðunum eða 25-34 ára annars vegar og 35-44 ára hins vegar og eru með háar ráðstöfunartekjur. Rannsóknir sýna að vörukarfa viðskiptavina er stærri þegar keypt er á netinu. Ekki er ólíklegt að 10% af allri verslun með matvöru á Íslandi verði á netinu árið 2025 og að þessi tegund verslunar haldi áfram að vaxa um 20% á ári næstu 10 árin þar á eftir. Netverslun með matvöru verður ekki sérstaða einstaka aðila til lengdar á sama tíma og það felst lítil sérstaða í því fyrir íslenskar matvöruverslanir að bjóða ekki upp á netverslun með matvöru árið 2017. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunargreiningar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Markaður með matvöru er að breytast hratt. Hefðbundnir smásalar eiga í hörðu verðstríði sem stuðlar að lækkandi framlegð. Tækniþróun og nýir samskiptahættir þvinga verslunarfyrirtæki til að laga viðskiptamódel sín að breyttum heimi. Ekki gengur lengur að reyna að selja öllum allt heldur vilja viðskiptavinir fá klæðskerasaumuð tilboð og frelsi til þess að versla allan sólarhringinn. Stórar matvöruverslanir fækka fermetrum en á sama tíma er aukin áhersla á betri nýtingu vöruhúsa og aukna framleiðni. Netverslun er mest vaxandi verslun í Evrópu. Netverslun hefur hins vegar ólík áhrif á vöruflokka. Samkeppni á netinu getur verið eyðileggjandi, eins og með stafrænar vörur, truflandi eða stigvaxandi, eins og í tilfelli matvöru. Þrátt fyrir að almennt sé verslun mest með matvöru er netverslun með matvöru hlutfallslega minnst í samanburði við netverslun með aðra vöruflokka; raftæki, bækur o.s.frv. Fyrir þessu eru ólíkar ástæður: Neytandi matvöru er vanur að þurfa ekki að taka mikið af ákvörðunum, kaupir venjulega það sama og hann gerði í síðustu viku, hann þekkir og treystir búðinni sinni og verslar reglulega og oft án mikillar fyrirhafnar. Á sama tíma fylgir aukinn kostnaður netverslun fyrir smásalann sem þarf að safna saman mörgum vörum í hvert skipti fyrir hvern kúnna í þremur hitastigum (þurrvara, kælivara og frosin vara), með lága framlegð og aukinn dreifingarkostnað. Þetta hefur orðið til þess að sumir smásalar hafa orðið afhuga viðskiptamódelinu að selja matvöru á netinu og á það t.d. við um stærstu matvöruverslanirnar á Íslandi. Því hefur verið kastað fram að eftirspurnin sé ekki til staðar en raunin er auðvitað sú að lítið framboð skilar sér í lítilli eftirspurn sem svo aftur getur réttlætt lítið framboð. Í nýlegri alþjóðlegri Nielsen netrannsókn sögðust 25% aðspurðra hafa keypt matvöru á netinu og 55% höfðu áhuga á að gera það í framtíðinni. Á síðasta ári var hlutfall netverslunar með matvöru í Bandaríkjunum 4,3% en reiknað er með að þar í landi verði hlutfall matvöru í heildarnetverslun um 12-16% árið 2023. Almennt einkennist verslun með matvöru af lágri framlegð og hægum vexti. Á hinn bóginn vex netverslun með matvöru fimm til sex sinnum hraðar en hefðbundin verslun í heiminum. Það verður því sífellt mikilvægara fyrir smásala að fjárfesta í netverslun með matvöru bæði til þess að verja markaðshlutdeild en ekki síður til að koma í veg fyrir mögulegt tekjutap.Hvað þarf að einkenna árangursríka netverslun með matvöru? Viðskiptavinir munu áfram versla oftar í hefðbundnum matvöruverslunum en þeir munu hins vegar kaupa matvöru á netinu ef virðistilboðið er nægilega gott. Neytendur munu ekki vilja fórna verði, gæðum eða úrvalinu sem þeir eru vanir í skiptum fyrir óþægilegan afhendingarmáta eða afhendingartíma. Það er mikilvægt að verslanir gefi viðskiptavinum sínum ástæðu til þess að versla á netinu. Almennt gera neytendur kröfu um ályktunarhæfni og þægilegri upplifun þegar þeir kaupa matvöru á netinu. Þær fimm ástæður sem hafa mest um upplifun viðskiptavina í netverslun matvöru að segja eru tímasparnaður, einfaldleiki, sparnaður, þægindi og öryggi. Þeir sem eru líklegastir til að kaupa matvöru á netinu tilheyra Y og X kynslóðunum eða 25-34 ára annars vegar og 35-44 ára hins vegar og eru með háar ráðstöfunartekjur. Rannsóknir sýna að vörukarfa viðskiptavina er stærri þegar keypt er á netinu. Ekki er ólíklegt að 10% af allri verslun með matvöru á Íslandi verði á netinu árið 2025 og að þessi tegund verslunar haldi áfram að vaxa um 20% á ári næstu 10 árin þar á eftir. Netverslun með matvöru verður ekki sérstaða einstaka aðila til lengdar á sama tíma og það felst lítil sérstaða í því fyrir íslenskar matvöruverslanir að bjóða ekki upp á netverslun með matvöru árið 2017. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunargreiningar.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar