Trump dregur fæðingarvottorð Obama enn í efa á bak við tjöldin Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 17:30 Á bak við tjöldin heldur Trump fram samsæriskenningum við ráðgjafa og þingmenn. Vísir/AFP Ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta segja að hann haldi áfram ýmsum samsæriskenningum á lofti sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Auk þess að segja fólki að alræmd upptaka þar sem hann heyrist gorta sig af kynferðisofbeldi sé í raun ekki af honum er Trump sagður halda áfram að vefengja fæðingarvottorð Baracks Obama, forvera síns í embætti. Trump komst upphaflega í sviðsljósið á stjórnmálasviðinu þegar hann varð einn mest áberandi talsmaður samsæriskenningar um að Obama væri í raun ekki fæddur í Bandaríkjunum og því ekki lögmætur forseti. Þær kenningar héldu áfram jafnvel eftir að Obama birti fæðingarvottorð sitt. Það var ekki fyrr en tiltölulega seint í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í fyrra sem Trump dró aðdróttanir sínar um uppruna forsetans til baka. Nú segir New York Times hins vegar að undanfarna mánuði hafi Trump haldið áfram að lýsa efasemdum um fæðingarvottorð Obama í einkasamtölum. Hann hefur einnig endurtekið stoðlausar fullyrðingar sínar um að hann hafi aðeins hlotið færri atkvæði í heildina í forsetakosningunum en Hillary Clinton vegna þess að milljónir manna hefðu greitt atkvæði ólöglega.Obama lagði fram fæðingarvottorð sitt á sínum tíma til að friða samsæriskenningasinna. Það bar ekki tilætlaðan árangur.Vísir/GettyReyna að stýra forsetanum frá samsæriskenningumBlaðið hefur þetta eftir bæði ráðgjöfum Trump og þingmönnum repúblikana. Áður hafði það greint frá því að Trump væri farinn að segja fólki að upptaka þáttarins Access Hollywood með digurbarkalegum fullyrðingum um kynferðislega áreitni í garð kvenna sem skaut upp kollinum í kosningabaráttunni í fyrra sé ekki af honum í raun og veru. Á upptökunni heyrist Trump meðal annars segja þáttastjórnandanum Billy Bush að hann geti gert hvað sem er við konur í krafti fræðgar sinnar, þar á meðal að „grípa í píkuna á þeim“. Trump gekkst við upptökunni á sínum tíma. Access Hollywood svaraði forsetanum sérstaklega og ítrekaði að upptakan væri sannarlega af honum. New York Times segir að lygarnar séu aðeins hluti af ævilöngum vana Trump að búa til sinn eigin raunveruleika. Svo oft hafi Trump farið inn á brautir framandlegra samsæriskenninga undanfarið að ráðgjafar hans hafi fengið vinveitta þingmenn til að spyrja forsetann spurninga á fundum til að stýra honum inn á rétta braut. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta segja að hann haldi áfram ýmsum samsæriskenningum á lofti sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Auk þess að segja fólki að alræmd upptaka þar sem hann heyrist gorta sig af kynferðisofbeldi sé í raun ekki af honum er Trump sagður halda áfram að vefengja fæðingarvottorð Baracks Obama, forvera síns í embætti. Trump komst upphaflega í sviðsljósið á stjórnmálasviðinu þegar hann varð einn mest áberandi talsmaður samsæriskenningar um að Obama væri í raun ekki fæddur í Bandaríkjunum og því ekki lögmætur forseti. Þær kenningar héldu áfram jafnvel eftir að Obama birti fæðingarvottorð sitt. Það var ekki fyrr en tiltölulega seint í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í fyrra sem Trump dró aðdróttanir sínar um uppruna forsetans til baka. Nú segir New York Times hins vegar að undanfarna mánuði hafi Trump haldið áfram að lýsa efasemdum um fæðingarvottorð Obama í einkasamtölum. Hann hefur einnig endurtekið stoðlausar fullyrðingar sínar um að hann hafi aðeins hlotið færri atkvæði í heildina í forsetakosningunum en Hillary Clinton vegna þess að milljónir manna hefðu greitt atkvæði ólöglega.Obama lagði fram fæðingarvottorð sitt á sínum tíma til að friða samsæriskenningasinna. Það bar ekki tilætlaðan árangur.Vísir/GettyReyna að stýra forsetanum frá samsæriskenningumBlaðið hefur þetta eftir bæði ráðgjöfum Trump og þingmönnum repúblikana. Áður hafði það greint frá því að Trump væri farinn að segja fólki að upptaka þáttarins Access Hollywood með digurbarkalegum fullyrðingum um kynferðislega áreitni í garð kvenna sem skaut upp kollinum í kosningabaráttunni í fyrra sé ekki af honum í raun og veru. Á upptökunni heyrist Trump meðal annars segja þáttastjórnandanum Billy Bush að hann geti gert hvað sem er við konur í krafti fræðgar sinnar, þar á meðal að „grípa í píkuna á þeim“. Trump gekkst við upptökunni á sínum tíma. Access Hollywood svaraði forsetanum sérstaklega og ítrekaði að upptakan væri sannarlega af honum. New York Times segir að lygarnar séu aðeins hluti af ævilöngum vana Trump að búa til sinn eigin raunveruleika. Svo oft hafi Trump farið inn á brautir framandlegra samsæriskenninga undanfarið að ráðgjafar hans hafi fengið vinveitta þingmenn til að spyrja forsetann spurninga á fundum til að stýra honum inn á rétta braut.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira