Handbolti

Besta varnarliðið féll úr Olís-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverre Andreas Jakobsson.
Sverre Andreas Jakobsson. Vísir/Stefán
Sverre Andreas Jakobsson náði að gera Akureyri að besta varnarliði Olís-deildar karla á þessu tímabili en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið hans féll úr deildinni.

Akureyringar féllu úr Olís-deildinni í gærkvöldi eftir 23-28 tap á móti Stjörnunni í leik þar sem norðanmenn hefðu bjargað sér með sigri.

Akureyrarliðið var, þrátt fyrir fallið, eina liðið í Olís-deildinni í vetur sem fékk á sig minna en 700 mörk í leikjunum 27.

Þjálfarar Akureyrarliðsins, Sverre Andreas Jakobsson og Ingimundur Ingimundarson, voru aðalmennirnir í vörn íslenska liðsins sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Sérþekking þeirra skilaði sér augljóslega hvað varð varnarleik liðsins.

Akureyri fékk á sig 699 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali í leik. Deildarmeistarar FH fengu á sig 706 mörk og voru með næstbestu vörnina. Í þriðja sæti var síðan ÍBV sem varð í örðu sæti í deildinni.

Vandamál norðanmanna var sóknin en ekkert lið í deildinni skoraði færri mörk. Akureyrarliðið skoraði „bara“ 656 mörk eða 24,3 mörk að meðaltali.

Haukarnir voru með langbestu sóknina og eina liðið sem náði að skora 800 mörk í leikjunum 27. Haukar skoruðu 819 mörk eða 30,3 mörk að meðaltali í leik.

Varnarleikurinn varð aftur á móti Haukaliðinu að falli en liðið fékk á sig 28,1 mark að meðaltali í leik. Aðeins Selfoss og Fram fengu á sig fleiri mörk. Haukarnir þurftu því að sætta sig við þriðja sætið og vera ekki með heimavallarrétt í mögulegum seríum á móti FH eða ÍBV í úrslitakeppninni.

Framarar fengu á sig flest mörk í deildinni, 29,3 að meðaltali, en tókst engu að síður að ná sjötta sæti deildarinnar. Fram varð í 5. sæti yfir bestu sóknina.



Besta vörnin í Olís-deild karla 2016-17

(Fæst mörk fengin á sig að meðaltali í leik)

1. Akureyri    25,9

2. FH        26,1

3. ÍBV        26,3

4. Valur    26,4

5. Stjarnan    26,4

6. Grótta    26,7

7. Afturelding    27,6

8. Haukar    28,1

9. Selfoss    29,2

10. Fram    29,3

Besta sóknin í Olís-deild karla 2016-17

(Flest mörk skoruð að meðaltali í leik)

1. Haukar    30,3

2. ÍBV        28,8

3. Selfoss    28,7

4. FH        28,3

5. Fram        28,0

6. Afturelding    27,3

7. Valur    25,9

8. Grótta    25,5

9. Stjarnan    24,9

10. Akureyri    24,3


Tengdar fréttir

Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri

Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla.

Sverre: Erfitt að kyngja þessu

Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu.

Þessi lið mætast í úrslitakeppninni

Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×