Verð ég að hafa sömu skoðun og þú? Árný Björg Jóhannsdóttir skrifar 7. júlí 2017 10:32 Öll erum við einstaklingar með huga og hjarta, myndum okkur skoðanir á flestum hlutum í lífinu af því að við erum þátttakendur í því. Mjög eðlilegt og þroskandi. Þegar ég var unglingur, þorði ég ekki að hafa eigin skoðun á hlutum, til að verða ekki út undan. Ég hafði nefnilega trú og skoðanir á ýmsu sem hlegið var að. Þannig að ég kaus að fljóta með fjöldanum. Vont að verða óvinsæll vegna skoðana sinna. Með þessari ákvörðun, týndi ég sjálfri mér. Ég var bara ein af fjöldanum og sagði já eða nei eftir því sem fólki fannst og fylgdi þeirra skoðunum. En svo tók ég ákveðið skref þegar ég var 25 ára og þá breyttist allt. Nú vildi ég hafa mínar eigin skoðanir hvað sem öðrum fannst. Þótt það færi gegn skoðun þess, þá fór ég að tjá mig um það sem ég trúði að væri rétt eða rangt. Í kjölfarið upplifði ég þvílíkt frelsi, hver ég var, fann sjálfa mig, varð sjálfsörugg og sjálfsímyndin óx. Af hverju er ég að skrifa þetta? Í fyrsta lagi vegna þess að ég held að það séu margir í þessum sporum sem ég var í einu sinni. Þora ekki að tjá sig af ótta við fjöldann og verða þar af leiðandi svolítið týnd og samþykkja jafnvel hluti gagnstætt innri sannfæringu. Ég hvet fólk til að vera það sjálft, mynda sér skoðanir frá þeirra eigin veru, ekki annarra. Skoða lífið með sínum eigin augum ekki í gegnum annarra. Í öðru lagi vegna þess að ég les oft í fjölmiðlum hér og þar að ef einhver hefur aðra skoðun en annar, þá verður oft þvílíkt orðastríð og miður fagurt. Ég í rauninni gapi stundum! Fólk getur orðið svo orðljótt og dæmandi að stundum langar mig til að gráta! Það er kannski ástæðan fyrir því að stundum þorir fólk ekki, vill ekki eða hreinlega nennir ekki að standa í því að tjá sig. Vill forðast það, að lenda í orðljótum sennum þar sem fólk er í rauninni að fara fram á, að skoðun þess sé rétt og ef annað fólk hefur annað að segja þá eru þau bara eitthvað skrýtin eða út úr korti. Mér finnst gaman að ræða við fólk um lífið og tilveruna. Ég verð ekkert reið eða ill yfir því að aðrir hafi aðrar skoðanir en ég. Það gerir umræður oft lifandi og skemmtilegar. Við skulum forðast að vera eins og lítil börn sem verða oft reið þegar foreldrar samþykkja ekki það sem þeim finnst vera rétt eða rangt. Taka svo frekjuköst því að þau höndla það ekki. Vonandi getum við talað saman í friði og sátt þótt við séum ekki alltaf sammála og verið fyrirmynd fyrir yngri kynslóðirnar, hvernig bregðast skuli þegar við erum ósammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Öll erum við einstaklingar með huga og hjarta, myndum okkur skoðanir á flestum hlutum í lífinu af því að við erum þátttakendur í því. Mjög eðlilegt og þroskandi. Þegar ég var unglingur, þorði ég ekki að hafa eigin skoðun á hlutum, til að verða ekki út undan. Ég hafði nefnilega trú og skoðanir á ýmsu sem hlegið var að. Þannig að ég kaus að fljóta með fjöldanum. Vont að verða óvinsæll vegna skoðana sinna. Með þessari ákvörðun, týndi ég sjálfri mér. Ég var bara ein af fjöldanum og sagði já eða nei eftir því sem fólki fannst og fylgdi þeirra skoðunum. En svo tók ég ákveðið skref þegar ég var 25 ára og þá breyttist allt. Nú vildi ég hafa mínar eigin skoðanir hvað sem öðrum fannst. Þótt það færi gegn skoðun þess, þá fór ég að tjá mig um það sem ég trúði að væri rétt eða rangt. Í kjölfarið upplifði ég þvílíkt frelsi, hver ég var, fann sjálfa mig, varð sjálfsörugg og sjálfsímyndin óx. Af hverju er ég að skrifa þetta? Í fyrsta lagi vegna þess að ég held að það séu margir í þessum sporum sem ég var í einu sinni. Þora ekki að tjá sig af ótta við fjöldann og verða þar af leiðandi svolítið týnd og samþykkja jafnvel hluti gagnstætt innri sannfæringu. Ég hvet fólk til að vera það sjálft, mynda sér skoðanir frá þeirra eigin veru, ekki annarra. Skoða lífið með sínum eigin augum ekki í gegnum annarra. Í öðru lagi vegna þess að ég les oft í fjölmiðlum hér og þar að ef einhver hefur aðra skoðun en annar, þá verður oft þvílíkt orðastríð og miður fagurt. Ég í rauninni gapi stundum! Fólk getur orðið svo orðljótt og dæmandi að stundum langar mig til að gráta! Það er kannski ástæðan fyrir því að stundum þorir fólk ekki, vill ekki eða hreinlega nennir ekki að standa í því að tjá sig. Vill forðast það, að lenda í orðljótum sennum þar sem fólk er í rauninni að fara fram á, að skoðun þess sé rétt og ef annað fólk hefur annað að segja þá eru þau bara eitthvað skrýtin eða út úr korti. Mér finnst gaman að ræða við fólk um lífið og tilveruna. Ég verð ekkert reið eða ill yfir því að aðrir hafi aðrar skoðanir en ég. Það gerir umræður oft lifandi og skemmtilegar. Við skulum forðast að vera eins og lítil börn sem verða oft reið þegar foreldrar samþykkja ekki það sem þeim finnst vera rétt eða rangt. Taka svo frekjuköst því að þau höndla það ekki. Vonandi getum við talað saman í friði og sátt þótt við séum ekki alltaf sammála og verið fyrirmynd fyrir yngri kynslóðirnar, hvernig bregðast skuli þegar við erum ósammála.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar