Húsnæðishrappurinn hafði 250 þúsund krónur af spænsku ungmennunum Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2017 12:12 Spænsku ungmennin munu kæra svikin en þau eiga fund með lögreglu og svo spænska sendiráðinu vegna málsins í dag. Óprúttnir hrappar nýta sér ófremdarástand á húsnæðismarkaði til að svíkja fé af fólki. Tvö spænsk ungmenni lentu í einum slíkum á bland.is en þau voru að leita sér að húsnæði. Þau eiga fund með lögreglu í dag og hyggjast þá leggja fram kæru. Svo virðist sem græðgisvæðingin á Íslandi sé óðum að taka á sig þá mynd að Ísland sé að breytast í Nígeríu norðursins. Valdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, segir málið illt afspurnar fyrir Ísland. Sagan sem spænsku ungmennin hafa að segja er lygileg.Lygavefurinn með miklum ólíkindum„Við sáum auglýsingu á bland.is þar sem íbúð að Álftamýri 34 í Reykjavík var auglýst. Hún átti að kosta 125 þúsund krónur á mánuði,“ segir Jaime Maestre, 25 ára gamall skiptinemi en hann er hér ásamt Paulu Abad sem er 20 ára. Þau hyggjast dvelja á Íslandi í þrjá mánuði í tengslum við nám sitt. Ungmennin spænsku svöruðu auglýsingunni og eftir nokkra daga barst svar frá manni sem sagði þeim eitt og annað af sínum högum. Að hann hefði keypt þessa íbúð fyrir dóttur sína sem var við nám í Reykjavík. En hún sé nú flutt til útlanda, hún sé að fara að eignast son og hann að verða afi. Hann var mjög ánægður með það. Lygavefurinn var býsna þéttofinn því maðurinn sagði þeim einnig að hann væri vélstjóri og þeim væri frjálst að hafa gæludýr í íbúðinni. Sjálfur hafi hann átt hund sem honum þótti afskaplega vænt um.Ekki bárust lyklarnirJaime segir að þau hafi tjáð manninum að þau hefðu áhuga á að leigja íbúðina og spurðu hvort þau gætu komið til að skoða hana? Hann sagðist vera á Ítalíu og þyrfti því að senda þeim lyklana. Hann sagði að hann þyrfti að gæta öryggis og við gætum greitt í gegnum greiðslukerfi AirBNB, sem þeim þótti afbragð.Jaime og Paula. Lygavefurinn sem hrappurinn óf var býsna sannfærandi.Þeim barst svo póstur þar sem merki AirBNB var að finna og leiðbeiningar um hvernig inna mætti greiðsluna af hendi. Þar kom fram að tveimur dögum eftir greiðslu myndu lyklarnir berast þeim. Ef þeim litist ekki á íbúðina fengju þau þá greiðslu endurgreidda. Allt virtist þetta í besta lagi og þeim var gert að greiða einn mánuð fyrirfram og annan í tryggingu, samtals 250 þúsund krónur. „Við greiddum þá upphæð á föstudaginn 17. þessa mánaðar. Sá 20. rann upp og ekki bárust lyklarnir,“ segir Jaime. „Við sendum honum tölvupóst en hann svaraði honum ekki.“Eiga fund með lögreglu og sendiráðinu í dagNæsti dagur leið, þau sendu annan póst til mannsins og vildu grennslast fyrir um lyklana en það var sama sagan; ekkert svar. „Við leituðum okkur upplýsinga á netinu og fundum frásögn af því þar sem fjársvikum af þessum toga var lýst. Og samskonar mynd og barst okkur var að finna og sama heimilisfang. Allt var með sama hætti. Við höfðum samband við lögregluna og bankann. Fjölskyldur okkar hafa lagt fram kvörtun frá Spáni. Við hittum lögregluna í dag og eigum fund með spænska sendiráðnu,“ segir Jaime Maestre. En þeim og Paula Abad er að vonum brugðið við að hafa lent í öðru eins og þessu – á Íslandi sem þau töldu vera öruggt hvað varðar svindl af þessu tagi. Tengdar fréttir Nemar frá Madríd greiddu fyrir húsnæði sem ekki var til Skelfilegt að heyra þetta, segir skólastjóri Raftækniskólans. 22. mars 2017 14:05 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Óprúttnir hrappar nýta sér ófremdarástand á húsnæðismarkaði til að svíkja fé af fólki. Tvö spænsk ungmenni lentu í einum slíkum á bland.is en þau voru að leita sér að húsnæði. Þau eiga fund með lögreglu í dag og hyggjast þá leggja fram kæru. Svo virðist sem græðgisvæðingin á Íslandi sé óðum að taka á sig þá mynd að Ísland sé að breytast í Nígeríu norðursins. Valdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, segir málið illt afspurnar fyrir Ísland. Sagan sem spænsku ungmennin hafa að segja er lygileg.Lygavefurinn með miklum ólíkindum„Við sáum auglýsingu á bland.is þar sem íbúð að Álftamýri 34 í Reykjavík var auglýst. Hún átti að kosta 125 þúsund krónur á mánuði,“ segir Jaime Maestre, 25 ára gamall skiptinemi en hann er hér ásamt Paulu Abad sem er 20 ára. Þau hyggjast dvelja á Íslandi í þrjá mánuði í tengslum við nám sitt. Ungmennin spænsku svöruðu auglýsingunni og eftir nokkra daga barst svar frá manni sem sagði þeim eitt og annað af sínum högum. Að hann hefði keypt þessa íbúð fyrir dóttur sína sem var við nám í Reykjavík. En hún sé nú flutt til útlanda, hún sé að fara að eignast son og hann að verða afi. Hann var mjög ánægður með það. Lygavefurinn var býsna þéttofinn því maðurinn sagði þeim einnig að hann væri vélstjóri og þeim væri frjálst að hafa gæludýr í íbúðinni. Sjálfur hafi hann átt hund sem honum þótti afskaplega vænt um.Ekki bárust lyklarnirJaime segir að þau hafi tjáð manninum að þau hefðu áhuga á að leigja íbúðina og spurðu hvort þau gætu komið til að skoða hana? Hann sagðist vera á Ítalíu og þyrfti því að senda þeim lyklana. Hann sagði að hann þyrfti að gæta öryggis og við gætum greitt í gegnum greiðslukerfi AirBNB, sem þeim þótti afbragð.Jaime og Paula. Lygavefurinn sem hrappurinn óf var býsna sannfærandi.Þeim barst svo póstur þar sem merki AirBNB var að finna og leiðbeiningar um hvernig inna mætti greiðsluna af hendi. Þar kom fram að tveimur dögum eftir greiðslu myndu lyklarnir berast þeim. Ef þeim litist ekki á íbúðina fengju þau þá greiðslu endurgreidda. Allt virtist þetta í besta lagi og þeim var gert að greiða einn mánuð fyrirfram og annan í tryggingu, samtals 250 þúsund krónur. „Við greiddum þá upphæð á föstudaginn 17. þessa mánaðar. Sá 20. rann upp og ekki bárust lyklarnir,“ segir Jaime. „Við sendum honum tölvupóst en hann svaraði honum ekki.“Eiga fund með lögreglu og sendiráðinu í dagNæsti dagur leið, þau sendu annan póst til mannsins og vildu grennslast fyrir um lyklana en það var sama sagan; ekkert svar. „Við leituðum okkur upplýsinga á netinu og fundum frásögn af því þar sem fjársvikum af þessum toga var lýst. Og samskonar mynd og barst okkur var að finna og sama heimilisfang. Allt var með sama hætti. Við höfðum samband við lögregluna og bankann. Fjölskyldur okkar hafa lagt fram kvörtun frá Spáni. Við hittum lögregluna í dag og eigum fund með spænska sendiráðnu,“ segir Jaime Maestre. En þeim og Paula Abad er að vonum brugðið við að hafa lent í öðru eins og þessu – á Íslandi sem þau töldu vera öruggt hvað varðar svindl af þessu tagi.
Tengdar fréttir Nemar frá Madríd greiddu fyrir húsnæði sem ekki var til Skelfilegt að heyra þetta, segir skólastjóri Raftækniskólans. 22. mars 2017 14:05 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Nemar frá Madríd greiddu fyrir húsnæði sem ekki var til Skelfilegt að heyra þetta, segir skólastjóri Raftækniskólans. 22. mars 2017 14:05