Nemar frá Madríd greiddu fyrir húsnæði sem ekki var til Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2017 14:05 Skuggabaldrar notfæra sér neyð á húsnæðismarkaði. Nýjustu fórnarlömbin eru nemar frá Spáni. Illt afspurnar fyrir land og þjóð, segir skólastjóri. Valdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, setti inn tilkynningu í umræðuhóp leigjenda á Facebook. Þar segir að tveir nemendur frá Spáni leiti nú húsnæðis þar sem fyrirframleigð íbúð reyndist ekki vera til. „Þetta snýst um nokkurra vikna skjólshús fyrir einn eða tvo. Vinsamlegast látið vita ef þið vitið um einhverja möguleika fyrir þá.“Neyðarkall frá MadrídVísir hefur greint frá því að óprúttnir aðilar hafa gert sér mat úr ófremdarástandi á húsnæðismarkaði og haft fé af fólki í húsnæðishraki. En, fórnarlömbin eru af ýmsu tagi. Valdemar segir, í samtali við Vísi, skelfilegt að heyra þetta og vitaskuld afar illt afspurnar fyrir Ísland. „Ég fékk póst frá vinaskóla okkar í Madríd, IES Principe Felipe, neyðarkall frá konu sem sér um erlend samskipti,“ segir Valdemar en þar er hrakhólum og svikunum lýst. Þeir höfðu greitt fyrir húsnæði en þegar til kom var þetta húsnæði ekki til. Valdemar telur líklegast úr því sem komið er að nemendurnir hafi hætt við og horfið heim á ný.Vinsælt að koma í skiptinám til Íslands„Þetta er skelfilega aðstaða sem krakkarnir lenda í. Við höfum verið í sambandi við skóla bæði í Hollandi og á Spáni. Hollendingarnir eru í standandi vandræðum með að finna húsnæði hér, styrkurinn hrekkur ekki til að mæta húsnæðiskostnaði.“ Vinsælt hefur verið að koma til Íslands í gegnum Erasmus plús styrki. Þeir hrökkva ekki til en nemendur borga þá með sér til að brúa bilið. Valdemar segir að hjá honum nú, í Raftækniskólanum, séu tíu Þjóðverjar en þeir voru búnir að semja fyrirfram við hostel á Reykjavíkursvæðinu. „Já, þetta er ljótt að heyra og ég velti fyrir mér því hvort búið væri að kæra þetta til lögreglu? En, ég veit ekki einu sinni hvaða skóla þeir voru að heimsækja, þeir eru ekki að koma til okkar heldur sennilega Borgarholtsskóla eða einhvers annars verknámsskóla,“ segir Valdemar skólastjóri. Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Valdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, setti inn tilkynningu í umræðuhóp leigjenda á Facebook. Þar segir að tveir nemendur frá Spáni leiti nú húsnæðis þar sem fyrirframleigð íbúð reyndist ekki vera til. „Þetta snýst um nokkurra vikna skjólshús fyrir einn eða tvo. Vinsamlegast látið vita ef þið vitið um einhverja möguleika fyrir þá.“Neyðarkall frá MadrídVísir hefur greint frá því að óprúttnir aðilar hafa gert sér mat úr ófremdarástandi á húsnæðismarkaði og haft fé af fólki í húsnæðishraki. En, fórnarlömbin eru af ýmsu tagi. Valdemar segir, í samtali við Vísi, skelfilegt að heyra þetta og vitaskuld afar illt afspurnar fyrir Ísland. „Ég fékk póst frá vinaskóla okkar í Madríd, IES Principe Felipe, neyðarkall frá konu sem sér um erlend samskipti,“ segir Valdemar en þar er hrakhólum og svikunum lýst. Þeir höfðu greitt fyrir húsnæði en þegar til kom var þetta húsnæði ekki til. Valdemar telur líklegast úr því sem komið er að nemendurnir hafi hætt við og horfið heim á ný.Vinsælt að koma í skiptinám til Íslands„Þetta er skelfilega aðstaða sem krakkarnir lenda í. Við höfum verið í sambandi við skóla bæði í Hollandi og á Spáni. Hollendingarnir eru í standandi vandræðum með að finna húsnæði hér, styrkurinn hrekkur ekki til að mæta húsnæðiskostnaði.“ Vinsælt hefur verið að koma til Íslands í gegnum Erasmus plús styrki. Þeir hrökkva ekki til en nemendur borga þá með sér til að brúa bilið. Valdemar segir að hjá honum nú, í Raftækniskólanum, séu tíu Þjóðverjar en þeir voru búnir að semja fyrirfram við hostel á Reykjavíkursvæðinu. „Já, þetta er ljótt að heyra og ég velti fyrir mér því hvort búið væri að kæra þetta til lögreglu? En, ég veit ekki einu sinni hvaða skóla þeir voru að heimsækja, þeir eru ekki að koma til okkar heldur sennilega Borgarholtsskóla eða einhvers annars verknámsskóla,“ segir Valdemar skólastjóri.
Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00