Nemar frá Madríd greiddu fyrir húsnæði sem ekki var til Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2017 14:05 Skuggabaldrar notfæra sér neyð á húsnæðismarkaði. Nýjustu fórnarlömbin eru nemar frá Spáni. Illt afspurnar fyrir land og þjóð, segir skólastjóri. Valdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, setti inn tilkynningu í umræðuhóp leigjenda á Facebook. Þar segir að tveir nemendur frá Spáni leiti nú húsnæðis þar sem fyrirframleigð íbúð reyndist ekki vera til. „Þetta snýst um nokkurra vikna skjólshús fyrir einn eða tvo. Vinsamlegast látið vita ef þið vitið um einhverja möguleika fyrir þá.“Neyðarkall frá MadrídVísir hefur greint frá því að óprúttnir aðilar hafa gert sér mat úr ófremdarástandi á húsnæðismarkaði og haft fé af fólki í húsnæðishraki. En, fórnarlömbin eru af ýmsu tagi. Valdemar segir, í samtali við Vísi, skelfilegt að heyra þetta og vitaskuld afar illt afspurnar fyrir Ísland. „Ég fékk póst frá vinaskóla okkar í Madríd, IES Principe Felipe, neyðarkall frá konu sem sér um erlend samskipti,“ segir Valdemar en þar er hrakhólum og svikunum lýst. Þeir höfðu greitt fyrir húsnæði en þegar til kom var þetta húsnæði ekki til. Valdemar telur líklegast úr því sem komið er að nemendurnir hafi hætt við og horfið heim á ný.Vinsælt að koma í skiptinám til Íslands„Þetta er skelfilega aðstaða sem krakkarnir lenda í. Við höfum verið í sambandi við skóla bæði í Hollandi og á Spáni. Hollendingarnir eru í standandi vandræðum með að finna húsnæði hér, styrkurinn hrekkur ekki til að mæta húsnæðiskostnaði.“ Vinsælt hefur verið að koma til Íslands í gegnum Erasmus plús styrki. Þeir hrökkva ekki til en nemendur borga þá með sér til að brúa bilið. Valdemar segir að hjá honum nú, í Raftækniskólanum, séu tíu Þjóðverjar en þeir voru búnir að semja fyrirfram við hostel á Reykjavíkursvæðinu. „Já, þetta er ljótt að heyra og ég velti fyrir mér því hvort búið væri að kæra þetta til lögreglu? En, ég veit ekki einu sinni hvaða skóla þeir voru að heimsækja, þeir eru ekki að koma til okkar heldur sennilega Borgarholtsskóla eða einhvers annars verknámsskóla,“ segir Valdemar skólastjóri. Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Valdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, setti inn tilkynningu í umræðuhóp leigjenda á Facebook. Þar segir að tveir nemendur frá Spáni leiti nú húsnæðis þar sem fyrirframleigð íbúð reyndist ekki vera til. „Þetta snýst um nokkurra vikna skjólshús fyrir einn eða tvo. Vinsamlegast látið vita ef þið vitið um einhverja möguleika fyrir þá.“Neyðarkall frá MadrídVísir hefur greint frá því að óprúttnir aðilar hafa gert sér mat úr ófremdarástandi á húsnæðismarkaði og haft fé af fólki í húsnæðishraki. En, fórnarlömbin eru af ýmsu tagi. Valdemar segir, í samtali við Vísi, skelfilegt að heyra þetta og vitaskuld afar illt afspurnar fyrir Ísland. „Ég fékk póst frá vinaskóla okkar í Madríd, IES Principe Felipe, neyðarkall frá konu sem sér um erlend samskipti,“ segir Valdemar en þar er hrakhólum og svikunum lýst. Þeir höfðu greitt fyrir húsnæði en þegar til kom var þetta húsnæði ekki til. Valdemar telur líklegast úr því sem komið er að nemendurnir hafi hætt við og horfið heim á ný.Vinsælt að koma í skiptinám til Íslands„Þetta er skelfilega aðstaða sem krakkarnir lenda í. Við höfum verið í sambandi við skóla bæði í Hollandi og á Spáni. Hollendingarnir eru í standandi vandræðum með að finna húsnæði hér, styrkurinn hrekkur ekki til að mæta húsnæðiskostnaði.“ Vinsælt hefur verið að koma til Íslands í gegnum Erasmus plús styrki. Þeir hrökkva ekki til en nemendur borga þá með sér til að brúa bilið. Valdemar segir að hjá honum nú, í Raftækniskólanum, séu tíu Þjóðverjar en þeir voru búnir að semja fyrirfram við hostel á Reykjavíkursvæðinu. „Já, þetta er ljótt að heyra og ég velti fyrir mér því hvort búið væri að kæra þetta til lögreglu? En, ég veit ekki einu sinni hvaða skóla þeir voru að heimsækja, þeir eru ekki að koma til okkar heldur sennilega Borgarholtsskóla eða einhvers annars verknámsskóla,“ segir Valdemar skólastjóri.
Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00