Sundlaugar okkar allra Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 22. júní 2017 09:45 Fátt er notalegra en að skella sér í sundlaug staðarins og láta þreytuna líða úr sér og enda svo í heita pottinum. Ekki allir nýta sér þennan möguleika, aðrir nær daglega, og fer þetta eftir ákvörðun hvers og eins. En hjá stórum hópi einstaklinga er þetta ekki hluti af þeim ákvörðunum sem þeir takast á við í sínu daglega lífi, því sundlaug staðarins stendur þeim hreinlega ekki til boða – þar er þeim mætt með aðgengishindrun(um) sem gera það að verkum að sundlaugarferð fer aldrei á þeirra dagskrá. Við erum að tala um hreyfihamlað fólk, en Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra vinnur að bættu aðgengi fyrir alla hreyfihamlaða. Nú þegar tími sumarfría fer í hönd og sólin sendir okkur geisla sína er tilvalið að skella sér í sundlaugina og börnin vita fátt skemmtilegra. En sundlaugarnar eru bara ekki okkar allra. Hreyfihamlað fólk þarf t.d. að kanna fyrirfram hvort það yfirhöfuð kemst inn í sundlaugarbygginguna. Eru þar kannski háar tröppur við innganginn? Og þegar inn er komið kemst hjólastóllinn inn í búningsklefann eða inn í sturtuklefann og er þar sturtustóll? Kannski kemst maður þarna í gegn, en er nú greið leið út að sundlauginni? Og hvernig fer ég ofan í laugina, er lyftustóll? Kemst ég svo í heita pottinn? Allt of margar spurningar sem flestir þurfa ekki að velta fyrir sér – leiðin er greið fyrir þá. Nei, því miður eru allt of margar almenningssundlaugar ekki fyrir allan almenning og sem foreldri hef ég þurft að sleppa því að fara með mínum börnum í sundlaugarferð því aðgengið hentar mínum ferðamáta ekki, hreyfihamlaður einstaklingur er ekki velkominn í allar okkar sundlaugar. Ársverkefni Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í ár er að láta félaga okkar framkvæma einfalda notendaúttekt á sundlaugum í þeirra heimabyggð og er þema verkefnisins Sundlaugar okkar ALLRA! Félagar okkar mæta á staðinn og skrá hjá sér t.d. hvort við sundlaugina sé merkt stæði fatlaðra, er unnt að komast inn í anddyrið, er gott aðgengi inn í búningsklefana? Hvað með sturtuaðstöðuna er hún aðgengileg, eru sérklefar ef fólk þarf liðsinni aðstoðarfólks, er lyfta í boði til að komast ofan í laugina, í heita pottinn eða í gufubaðið? Fyrir okkar fólk eru þetta allt grundvallaratriði sem stjórna því hvort við getum yfir höfuð farið í sundlaugarferð. Sem betur fer erum við að sjá breytingar til hins betra í sundlaugum landsins og bara nú í vor hafa komið fréttir af t.d. nýjum lyftum fyrir fatlaða í nokkrum sundlaugum eins og í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem í vor var vígð mjög fullkomin lyfta svo hreyfihamlaðir komist í laugina og sundlaug Egilsstaða vígði nýlega nýja sundlaugarlyftu sem Soroptimistaklúbbur Austurlands safnaði fyrir. Þá vitum við að verið er að endurgera fjölda sundlauga og vonandi hefur aðgengið verið þar ofarlega á blaði. Sjálfsbjörg lsh. biður landsmenn að veita því athygli í næstu sundlaugarferð hvort aðgengismál þar eru í lagi. Endilega látið okkur vita ef svo er ekki og ekki sakaði að koma einnig athugasemdum til forsvarsmanna sveitarfélagsins um það hvað betur mætti fara. Það má líka hrósa þeim sem standa vel að þessum málum. Þetta er ekki og á ekki að vera einkamál hreyfihamlaðs fólks – sundlaugar landsins eiga eðlilega að vera okkar allra! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fátt er notalegra en að skella sér í sundlaug staðarins og láta þreytuna líða úr sér og enda svo í heita pottinum. Ekki allir nýta sér þennan möguleika, aðrir nær daglega, og fer þetta eftir ákvörðun hvers og eins. En hjá stórum hópi einstaklinga er þetta ekki hluti af þeim ákvörðunum sem þeir takast á við í sínu daglega lífi, því sundlaug staðarins stendur þeim hreinlega ekki til boða – þar er þeim mætt með aðgengishindrun(um) sem gera það að verkum að sundlaugarferð fer aldrei á þeirra dagskrá. Við erum að tala um hreyfihamlað fólk, en Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra vinnur að bættu aðgengi fyrir alla hreyfihamlaða. Nú þegar tími sumarfría fer í hönd og sólin sendir okkur geisla sína er tilvalið að skella sér í sundlaugina og börnin vita fátt skemmtilegra. En sundlaugarnar eru bara ekki okkar allra. Hreyfihamlað fólk þarf t.d. að kanna fyrirfram hvort það yfirhöfuð kemst inn í sundlaugarbygginguna. Eru þar kannski háar tröppur við innganginn? Og þegar inn er komið kemst hjólastóllinn inn í búningsklefann eða inn í sturtuklefann og er þar sturtustóll? Kannski kemst maður þarna í gegn, en er nú greið leið út að sundlauginni? Og hvernig fer ég ofan í laugina, er lyftustóll? Kemst ég svo í heita pottinn? Allt of margar spurningar sem flestir þurfa ekki að velta fyrir sér – leiðin er greið fyrir þá. Nei, því miður eru allt of margar almenningssundlaugar ekki fyrir allan almenning og sem foreldri hef ég þurft að sleppa því að fara með mínum börnum í sundlaugarferð því aðgengið hentar mínum ferðamáta ekki, hreyfihamlaður einstaklingur er ekki velkominn í allar okkar sundlaugar. Ársverkefni Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra í ár er að láta félaga okkar framkvæma einfalda notendaúttekt á sundlaugum í þeirra heimabyggð og er þema verkefnisins Sundlaugar okkar ALLRA! Félagar okkar mæta á staðinn og skrá hjá sér t.d. hvort við sundlaugina sé merkt stæði fatlaðra, er unnt að komast inn í anddyrið, er gott aðgengi inn í búningsklefana? Hvað með sturtuaðstöðuna er hún aðgengileg, eru sérklefar ef fólk þarf liðsinni aðstoðarfólks, er lyfta í boði til að komast ofan í laugina, í heita pottinn eða í gufubaðið? Fyrir okkar fólk eru þetta allt grundvallaratriði sem stjórna því hvort við getum yfir höfuð farið í sundlaugarferð. Sem betur fer erum við að sjá breytingar til hins betra í sundlaugum landsins og bara nú í vor hafa komið fréttir af t.d. nýjum lyftum fyrir fatlaða í nokkrum sundlaugum eins og í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem í vor var vígð mjög fullkomin lyfta svo hreyfihamlaðir komist í laugina og sundlaug Egilsstaða vígði nýlega nýja sundlaugarlyftu sem Soroptimistaklúbbur Austurlands safnaði fyrir. Þá vitum við að verið er að endurgera fjölda sundlauga og vonandi hefur aðgengið verið þar ofarlega á blaði. Sjálfsbjörg lsh. biður landsmenn að veita því athygli í næstu sundlaugarferð hvort aðgengismál þar eru í lagi. Endilega látið okkur vita ef svo er ekki og ekki sakaði að koma einnig athugasemdum til forsvarsmanna sveitarfélagsins um það hvað betur mætti fara. Það má líka hrósa þeim sem standa vel að þessum málum. Þetta er ekki og á ekki að vera einkamál hreyfihamlaðs fólks – sundlaugar landsins eiga eðlilega að vera okkar allra! Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun