Porsche og Bosch sæta rannsóknum vegna dísilvélasvindlsins Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2017 16:55 Þriggja lítra dísilvél í Porsche Cayenne. Saksóknari í Stuttgart hefur nú hafið rannsókn á þætti Porsche og Bosch í dísilvélasvindlinu sem fannst fyrst í bílum Volkswagen. Þessi svindlhugbúnaður hefur einnig fundist í bílum Audi og Porsche. Í Porsche Cayenne með 3,0 lítra dísilvélinni fannst þessi búnaður, en sú vél er framleidd af Audi. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen Group. Rannsóknin nú snýr að því hvort Porsche hafi verið kunnugt um að þessi svindlhugbúnaður hafi fylgt í þessum vélum. Þáttur Bosch snýr að því að hafa búið þennan búnað til í upphafi. Rannsóknin er á frumstigi og enginn hefur verið ákærður enn. Einir þrír starfsmenn hjá Bosch sæta rannsóknum og eru þeir allir yfirmenn hjá Bosch. Saksóknari útilokar ekki að rannsóknin nú gæti leitt til ákæru á fleiri starfsmenn beggja þessara fyrirtækja en fullsannað þykir að Bosch hjálpaði til við að þróa þann EDC17 vélstjórnunarbúnað sem Volkswagen notaði með EA189 dísilvélinni sem svindlið fyrst uppgötvaðist í. Hvorki Porsche né Bosch hafi neitt látið frá sér fara um þessa rannsókn nú, sem er reyndar á frumstigi. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent
Saksóknari í Stuttgart hefur nú hafið rannsókn á þætti Porsche og Bosch í dísilvélasvindlinu sem fannst fyrst í bílum Volkswagen. Þessi svindlhugbúnaður hefur einnig fundist í bílum Audi og Porsche. Í Porsche Cayenne með 3,0 lítra dísilvélinni fannst þessi búnaður, en sú vél er framleidd af Audi. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen Group. Rannsóknin nú snýr að því hvort Porsche hafi verið kunnugt um að þessi svindlhugbúnaður hafi fylgt í þessum vélum. Þáttur Bosch snýr að því að hafa búið þennan búnað til í upphafi. Rannsóknin er á frumstigi og enginn hefur verið ákærður enn. Einir þrír starfsmenn hjá Bosch sæta rannsóknum og eru þeir allir yfirmenn hjá Bosch. Saksóknari útilokar ekki að rannsóknin nú gæti leitt til ákæru á fleiri starfsmenn beggja þessara fyrirtækja en fullsannað þykir að Bosch hjálpaði til við að þróa þann EDC17 vélstjórnunarbúnað sem Volkswagen notaði með EA189 dísilvélinni sem svindlið fyrst uppgötvaðist í. Hvorki Porsche né Bosch hafi neitt látið frá sér fara um þessa rannsókn nú, sem er reyndar á frumstigi.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent