Eymdarvísitala Íslands sjaldan lægri Valdimar Ármann skrifar 4. október 2017 07:00 Eymdarvísitalan, sem búin er til af hagfræðingnum Arthur Okun og nefnist á ensku misery index eða economic discomfort index, er einfaldur mælikvarði yfir almenna stöðu íbúa landa (nokkurs konar lífskjör) og stöðu hagkerfisins. Vísitalan er reiknuð með því að leggja saman atvinnuleysi og verðbólgu og eftir því sem gildið á henni er lægra gefur það til kynna betri stöðu en hærra gildi bendir til verri stöðu. Í rauninni er hægt að túlka niðurstöður vísitölunnar á nokkra vegu, til dæmis gefur hún bæði vísbendingu um lífskjör almennings í hverju landi fyrir sig, sem og efnahagslega stöðu landsins. Lítið atvinnuleysi samhliða lágri verðbólgu gefur til kynna að atvinnumöguleikar séu góðir og þær tekjur sem aflað er rýrist ekki í verðbólgu, samtímis því að vera afleiðing af góðri efnahagslegri stöðu og kröftugum hagvexti. Á hinn bóginn er hátt atvinnuleysi og há verðbólga ávísun á verri lífskjör og almenna óánægju og gefur til kynna slæma efnahagslega stöðu. Í lok árs 2008 fór vísitalan yfir 20 sem var að mestu leyti vegna mjög hárrar verðbólgu í kjölfar veikingar krónunnar en síðan hefur vísitalan lækkað jafnt og þétt. Til samanburðar hefur vísitalan í Bandaríkjunum einu sinni farið yfir 20 en það var árið 1980 og árin 2010 til 2012 var hún á bilinu 12 til 13 en er í dag um 6. Á Íslandi er eymdarvísitalan nú rúmlega 4 og hefur sjaldan verið lægri enda er það þannig að lítið atvinnuleysi fer oft ekki saman með lágri verðbólgu. Síðast fór vísitalan undir 5 árið 1998 en þá var atvinnuleysi og verðbólga á mjög svipuðum slóðum og í dag. Í síðustu viku kom mæling á vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands sem var heldur lægri en búist var við. Mælist ársverðbólgan nú 1,4%, en án húsnæðis mælist hins vegar 3,1% verðhjöðnun. Það er því bæði atvinnuleysi og verðbólga sem hefur verið að lækka og stuðla að lægri eymdarvísitölu en við höfum áður séð.Eymdarvísitalan er einfaldur mælikvarði og ber að taka niðurstöðunni sem slíkri, þ.e. einföldu mati á stöðunni. Til eru endurbættar útgáfur af eymdarvísitölunni sem felast til dæmis í því að bæta við vaxtakjörum og draga síðan frá ársbreytingu í vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Hugmyndin er þá sú að hærri vaxtakjör bæti við eymdina ásamt háu atvinnuleysi og hárri verðbólgu en hár hagvöxtur dragi úr eymdinni. Má í því sambandi nefna að raunvextir á löngum verðtryggðum ríkisbréfum voru árið 1998 um fjögur prósent en eru í dag rúmlega tvö prósent. Einnig hefur verið sett fram að ekki eigi að jafnvigta atvinnuleysi og verðbólgu þar sem hærra atvinnuleysi hefur neikvæðari áhrif en hærri verðbólga. En þrátt fyrir einfaldleikann má sjá á einfaldan hátt að staðan er góð á Íslandi og að almennt hafi landsmenn það gott á þann hátt að flestir hafa atvinnu og tekjurnar eru ekki rýrðar í verðbólgu. Í samanburði á eymdarvísitölunni við erlend ríki má sjá að þau sem skora verst í eymdarvísitölunni eru þau þar sem efnahagsleg óstjórn og óstöðugleiki er mestur, og þar ríkir raunveruleg eymd.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Eymdarvísitalan, sem búin er til af hagfræðingnum Arthur Okun og nefnist á ensku misery index eða economic discomfort index, er einfaldur mælikvarði yfir almenna stöðu íbúa landa (nokkurs konar lífskjör) og stöðu hagkerfisins. Vísitalan er reiknuð með því að leggja saman atvinnuleysi og verðbólgu og eftir því sem gildið á henni er lægra gefur það til kynna betri stöðu en hærra gildi bendir til verri stöðu. Í rauninni er hægt að túlka niðurstöður vísitölunnar á nokkra vegu, til dæmis gefur hún bæði vísbendingu um lífskjör almennings í hverju landi fyrir sig, sem og efnahagslega stöðu landsins. Lítið atvinnuleysi samhliða lágri verðbólgu gefur til kynna að atvinnumöguleikar séu góðir og þær tekjur sem aflað er rýrist ekki í verðbólgu, samtímis því að vera afleiðing af góðri efnahagslegri stöðu og kröftugum hagvexti. Á hinn bóginn er hátt atvinnuleysi og há verðbólga ávísun á verri lífskjör og almenna óánægju og gefur til kynna slæma efnahagslega stöðu. Í lok árs 2008 fór vísitalan yfir 20 sem var að mestu leyti vegna mjög hárrar verðbólgu í kjölfar veikingar krónunnar en síðan hefur vísitalan lækkað jafnt og þétt. Til samanburðar hefur vísitalan í Bandaríkjunum einu sinni farið yfir 20 en það var árið 1980 og árin 2010 til 2012 var hún á bilinu 12 til 13 en er í dag um 6. Á Íslandi er eymdarvísitalan nú rúmlega 4 og hefur sjaldan verið lægri enda er það þannig að lítið atvinnuleysi fer oft ekki saman með lágri verðbólgu. Síðast fór vísitalan undir 5 árið 1998 en þá var atvinnuleysi og verðbólga á mjög svipuðum slóðum og í dag. Í síðustu viku kom mæling á vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands sem var heldur lægri en búist var við. Mælist ársverðbólgan nú 1,4%, en án húsnæðis mælist hins vegar 3,1% verðhjöðnun. Það er því bæði atvinnuleysi og verðbólga sem hefur verið að lækka og stuðla að lægri eymdarvísitölu en við höfum áður séð.Eymdarvísitalan er einfaldur mælikvarði og ber að taka niðurstöðunni sem slíkri, þ.e. einföldu mati á stöðunni. Til eru endurbættar útgáfur af eymdarvísitölunni sem felast til dæmis í því að bæta við vaxtakjörum og draga síðan frá ársbreytingu í vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Hugmyndin er þá sú að hærri vaxtakjör bæti við eymdina ásamt háu atvinnuleysi og hárri verðbólgu en hár hagvöxtur dragi úr eymdinni. Má í því sambandi nefna að raunvextir á löngum verðtryggðum ríkisbréfum voru árið 1998 um fjögur prósent en eru í dag rúmlega tvö prósent. Einnig hefur verið sett fram að ekki eigi að jafnvigta atvinnuleysi og verðbólgu þar sem hærra atvinnuleysi hefur neikvæðari áhrif en hærri verðbólga. En þrátt fyrir einfaldleikann má sjá á einfaldan hátt að staðan er góð á Íslandi og að almennt hafi landsmenn það gott á þann hátt að flestir hafa atvinnu og tekjurnar eru ekki rýrðar í verðbólgu. Í samanburði á eymdarvísitölunni við erlend ríki má sjá að þau sem skora verst í eymdarvísitölunni eru þau þar sem efnahagsleg óstjórn og óstöðugleiki er mestur, og þar ríkir raunveruleg eymd.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar