Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir og Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir skrifa 27. janúar 2017 14:28 Að undanförnu hefur Landspítalinn (LSH) og plássleysi hans verið mikið í umræðunni. Orsök þessa vanda er að miklu leyti vegna skorts á hjúkrunarrýmum en biðlistar eftir slíkum plássum hafa lengst um 25% á síðustu 7 árum. Sem dæmi má nefna að í lok árs 2015 biðu um 400 manns eftir hjúkrunarheimili, þar af voru 92 inniliggjandi á LSH. Meðalbiðtími eftir plássi er 188 dagar og því ljóst að þetta hefur víðtæk áhrif á starfsemi spítalans. Í daglegu tali er gjarnan talað um fráflæðisvanda, líkt og stífla hafi orðið í skólpflæði frá spítalanum. Mörgum blöskrar væntanlega slík orðanotkun þar sem vísað er til fólks á óræðinn hátt, líkt og það sé ekki lengur manneskjur með ákveðnar þarfir, heldur einhvers konar vandi eða fyrirstaða sem veldur kerfinu óþægindum. En burtséð frá því er orðið fráflæðisvandi nokkuð lýsandi þar sem eldra fólk sem kemst ekki á hjúkrunarheimili festist inni á legudeildum LSH. Í kjölfarið hindrar þetta innlagnir af Bráðamóttökunni inná legudeildirnar sem veldur því mikla álagi sem Bráðamóttakan í Fossvogi er undir og hefur þau áhrif að ítrekað þarf að leggja sjúklinga á ganga spítalans (setustofur, geymslur, salerni o.s. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um fráflæðisvanda Landspítalans í fjölmiðlum undanfarin misseri hefur hvergi verið minnst á kostnaðinn sem af honum hlýst fyrir samfélagið í heild, að hafa sjúklinga inniliggjandi í sérhæfðum plássum á spítalanum þegar þeir ættu með réttu að eiga heima á hjúkrunarheimili. Í skýrslu sem unnin var við Hagfræðideild Háskóla Íslands á haustmánuðum 2016 var þessi kostnaður metinn gróflega og verður hér gerð stuttlega grein fyrir niðurstöðum þeirrar skýrslu. Skýrsluna í heild má sjá í viðhengi. Beinn kostnaðurHver legudagur á LSH er kostnaðarsamur eins og oft hefur verið bent á. Þannig kostar um 112 þúsund kr. að liggja í sólahring á lyflækningadeild og ennþá dýrara er að liggja á skurðlækningadeild (130 þúsund kr.) eða Bráðamóttökunni. Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs að opna 42 rúma deild á Vífilsstöðum þar sem rekstrarkostnaður er lægri en á legudeildum. Einnig hefur Landakot verið notað sem biðstöð fyrir fólk sem bíður eftir hjúkrunarheimili. Bæði þessi úrræði eru yfirfull og því bíða margir á legudeildum eftir því að komast á Vífilsstaði þar sem biðinni er haldið áfram þangað til pláss losnar á hjúkrunarheimili. Kostnaður við þessi úrræði er þó mun hærri en við rekstur hjúkrunarheimila. Um seinustu áramót lágu 40 sjúklingar inni á skurð- og lyflækningadeildum LSH sem voru þar eingöngu í bið eftir öðrum úrræðum, þ.e. plássi á Landakoti eða hjúkrunarheimili. Þetta er fyrir utan 30 manns á Landakoti og 44 á Vífilsstöðum. Ofan á þetta bætist svo við ofhlaðin bráðamóttaka vegna yfirfullra legudeilda en þeir sem leggjast inn á legudeildir eyða að meðaltali 7,6 klst á Bráðamóttökunni umfram 6 klst markmið Landspítalans, sem er umtalsvert þegar haft er í huga að innlagnir frá Bráðamóttökunni eru 7.611 á ári. Tafla 1 sýnir mat á beinum kostnaði LSH vegna skorts á hjúkrunarrýmum en hann er 3,76 milljarðar á ári.Óbeinn kostnaðurFyrir utan hinn beina kostnað sem Landspítali greiðir vegna sjúklinga sem með réttu ættu að vera á hjúkrunarheimili er ýmis annar kostnaður sem fellur á samfélagið. Þar ber helst að nefna biðlista eftir aðgerðum en Páll Matthíasson, forstjóri LSH, hefur bent á hina miklu biðlista eftir liðskipta aðgerðum. Um helmingur þeirra sem bíða eftir slíkum aðgerðum er undir 67 ára og meðalbiðtími eftir aðgerð er um 530 dagar, talsvert umfram þá 90 daga sem LSH stefnir að. Að miklu leyti má rekja biðina til fráflæðisvandans þar sem skortur á plássum á legudeildum takmarkar fjölda aðgerða. Þessi langa bið leiðir til vinnutaps og skertra lífsgæða, bæði fyrir fólkið sjálft og aðstandendur þess. Mjög varfærnisleg áætlun sem byggir eingöngu á vinnutapi og að einungis 50% umfram biðtímans sé vegna fráflæðisvandans metur kostnaðinn 780 milljónir króna á ári. Hér er ekki tekið með í reikninginn aukinn lyfjakostnaður, kostnaður vegna hjálpartækja, o.s.frv. Auk þess er ekki er tekið með sambærilegur kostnaður vegna biðlista eftir öðrum aðgerðum á LSH.Óáþreifanlegur kostnaðurÓáþreifanlegur kostnaður er sá kostnaður sem ekki er hægt að verðmeta með beinum hætti eins og lífsgæði sjúklinga og aðstandenda ásamt auknu álagi á starfsfólk. Það að komast ekki í viðeigandi vistun hefur mikil áhrif á lífsgæði þessa aldraða fólks sem liggur inni á bráðadeildum spítalans og fær ekki þá þjónustu sem það þarfnast. Það þarf oft að liggja mánuðum saman við algjörlega óviðunandi aðstæður, með mun minni líkamlega og félagslega örvun en það fengi á hjúkrunarheimilum. Þetta getur verið beinlínis skaðlegt fyrir fólk þar sem líkur á hvers kyns sýkingum aukast eftir því sem fólk liggur lengur inni á spítala. Þetta hefur einnig áhrif á lífsgæði þeirra sjúklinga sem þurfa að bíða lengi á Bráðamóttökunni og þeirra sem þurfa að liggja á göngum spítalans, auk þess að hafa áhrif á lífsgæði aðstandenda allra þessara sjúklinga. Fráflæðisvandinn veldur auknu álagi á allt starfsfólk spítalans og má þá sérstaklega nefna starfsfólk Bráðamóttökunnar í þessu sambandi. Þar sem yfirleitt eru öll rúm á spítalanum fullnýtt gengur erfiðlega að útskrifa fólk af Bráðamóttökunni og yfir á viðeigandi deildir. Fyrir vikið bíður það fólk í rúmi á göngum Bráðamóttökunnar í Fossvogi, oft sólarhringum saman, og ítrekað þarf að kalla út auka starfsfólk til þess að sinna öllu þessu veika fólki. Óáþreifanlegi kostnaðurinn var ekki metinn til fjár í skýrslunni en þó er mikilvægt að nefna þessa þætti þar sem lífsgæði sjúklinga skipta hvað mestu máli fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aðra sem koma að málefnum aldraðra og sjúkra.Kostnaður við hjúkrunarheimiliFramlög til hjúkrunarheimila byggja á daggjöldum sem ákvörðuð eru með reglugerð og voru þau kr. 11.668 árið 2015. Ofan á þetta bætist álag vegna hjúkrunarþjónustu og húsnæðisgjald. Hjúkrunarþjónustan reiknast eftir svokölluðu RAI-skori svo meira er greitt fyrir sjúklinga sem þurfa á þyngri hjúkrun að halda. Húsnæðisgjaldið er eingöngu ætlað til umsýslu og eðlilegs viðhalds á hjúkrunarheimilum en ekki til að standa undir stofnkostnaði eða leigu á húsnæði. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2016 var meðalrekstrarkostnaður á dag fyrir sjúkling á hjúkrunarheimili á Íslandi 27.033 kr. Það gera um 9,9 milljónir á ári fyrir hvern sjúkling. Ef þessi kostnaður er reiknaður fyrir þá sjúklinga sem biðu inni á LSH eftir hjúkrunarheimili þá er það um 1,1 milljarður. Það má strax sjá að þetta er töluvert minni upphæð en rekstarkostnaður fyrir þessa sjúklinga á deildum Landspítala.NiðurstöðurEins og sjá má á meðfylgjandi töflu er samfélagslegur kostnaður vegna fráflæðisvandans um 3,4 milljarðar á einu ári. Þegar þessar tölur eru skoðaðar í samhengi við heildarrekstarkostnað spítalans sem var rúmir 52 milljarðar árið 2015 sést að þetta er um 6,5% af þeirri upphæð. Þessi greining gefur grófa mynd af þeim vanda sem Landspítalinn glímir við nú og næstu árin. Það er þó vert að nefna að enginn byggingakostnaður er reiknaður með í greiningunni, heldur er einungis verið að bera það saman að hafa þessa sjúklinga inniliggjandi á LSH miðað við ef þeir væru á hjúkrunarheimili, þar sem þeir ættu með réttu að vera. Því er ljóst að skortur á hjúkrunarheimilum veldur þjóðfélaginu milljarða kostnaði á hverju ári. Auk þess skerðir það lífsgæði þeirra sem bíða eftir plássi, aðstandenda þeirra, annarra sjúklinga og starfsfólks LSH sem ekki er metið til fjár en skiptir þó mestu máli í stóra samhenginu. Heiða Lind Baldvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og mastersnemi í heilsuhagfræði Steinn Thoroddsen Halldórsson, 6. árs læknanemi Eva Hrund Hlynsdóttir, 6. árs læknanemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur Landspítalinn (LSH) og plássleysi hans verið mikið í umræðunni. Orsök þessa vanda er að miklu leyti vegna skorts á hjúkrunarrýmum en biðlistar eftir slíkum plássum hafa lengst um 25% á síðustu 7 árum. Sem dæmi má nefna að í lok árs 2015 biðu um 400 manns eftir hjúkrunarheimili, þar af voru 92 inniliggjandi á LSH. Meðalbiðtími eftir plássi er 188 dagar og því ljóst að þetta hefur víðtæk áhrif á starfsemi spítalans. Í daglegu tali er gjarnan talað um fráflæðisvanda, líkt og stífla hafi orðið í skólpflæði frá spítalanum. Mörgum blöskrar væntanlega slík orðanotkun þar sem vísað er til fólks á óræðinn hátt, líkt og það sé ekki lengur manneskjur með ákveðnar þarfir, heldur einhvers konar vandi eða fyrirstaða sem veldur kerfinu óþægindum. En burtséð frá því er orðið fráflæðisvandi nokkuð lýsandi þar sem eldra fólk sem kemst ekki á hjúkrunarheimili festist inni á legudeildum LSH. Í kjölfarið hindrar þetta innlagnir af Bráðamóttökunni inná legudeildirnar sem veldur því mikla álagi sem Bráðamóttakan í Fossvogi er undir og hefur þau áhrif að ítrekað þarf að leggja sjúklinga á ganga spítalans (setustofur, geymslur, salerni o.s. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um fráflæðisvanda Landspítalans í fjölmiðlum undanfarin misseri hefur hvergi verið minnst á kostnaðinn sem af honum hlýst fyrir samfélagið í heild, að hafa sjúklinga inniliggjandi í sérhæfðum plássum á spítalanum þegar þeir ættu með réttu að eiga heima á hjúkrunarheimili. Í skýrslu sem unnin var við Hagfræðideild Háskóla Íslands á haustmánuðum 2016 var þessi kostnaður metinn gróflega og verður hér gerð stuttlega grein fyrir niðurstöðum þeirrar skýrslu. Skýrsluna í heild má sjá í viðhengi. Beinn kostnaðurHver legudagur á LSH er kostnaðarsamur eins og oft hefur verið bent á. Þannig kostar um 112 þúsund kr. að liggja í sólahring á lyflækningadeild og ennþá dýrara er að liggja á skurðlækningadeild (130 þúsund kr.) eða Bráðamóttökunni. Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs að opna 42 rúma deild á Vífilsstöðum þar sem rekstrarkostnaður er lægri en á legudeildum. Einnig hefur Landakot verið notað sem biðstöð fyrir fólk sem bíður eftir hjúkrunarheimili. Bæði þessi úrræði eru yfirfull og því bíða margir á legudeildum eftir því að komast á Vífilsstaði þar sem biðinni er haldið áfram þangað til pláss losnar á hjúkrunarheimili. Kostnaður við þessi úrræði er þó mun hærri en við rekstur hjúkrunarheimila. Um seinustu áramót lágu 40 sjúklingar inni á skurð- og lyflækningadeildum LSH sem voru þar eingöngu í bið eftir öðrum úrræðum, þ.e. plássi á Landakoti eða hjúkrunarheimili. Þetta er fyrir utan 30 manns á Landakoti og 44 á Vífilsstöðum. Ofan á þetta bætist svo við ofhlaðin bráðamóttaka vegna yfirfullra legudeilda en þeir sem leggjast inn á legudeildir eyða að meðaltali 7,6 klst á Bráðamóttökunni umfram 6 klst markmið Landspítalans, sem er umtalsvert þegar haft er í huga að innlagnir frá Bráðamóttökunni eru 7.611 á ári. Tafla 1 sýnir mat á beinum kostnaði LSH vegna skorts á hjúkrunarrýmum en hann er 3,76 milljarðar á ári.Óbeinn kostnaðurFyrir utan hinn beina kostnað sem Landspítali greiðir vegna sjúklinga sem með réttu ættu að vera á hjúkrunarheimili er ýmis annar kostnaður sem fellur á samfélagið. Þar ber helst að nefna biðlista eftir aðgerðum en Páll Matthíasson, forstjóri LSH, hefur bent á hina miklu biðlista eftir liðskipta aðgerðum. Um helmingur þeirra sem bíða eftir slíkum aðgerðum er undir 67 ára og meðalbiðtími eftir aðgerð er um 530 dagar, talsvert umfram þá 90 daga sem LSH stefnir að. Að miklu leyti má rekja biðina til fráflæðisvandans þar sem skortur á plássum á legudeildum takmarkar fjölda aðgerða. Þessi langa bið leiðir til vinnutaps og skertra lífsgæða, bæði fyrir fólkið sjálft og aðstandendur þess. Mjög varfærnisleg áætlun sem byggir eingöngu á vinnutapi og að einungis 50% umfram biðtímans sé vegna fráflæðisvandans metur kostnaðinn 780 milljónir króna á ári. Hér er ekki tekið með í reikninginn aukinn lyfjakostnaður, kostnaður vegna hjálpartækja, o.s.frv. Auk þess er ekki er tekið með sambærilegur kostnaður vegna biðlista eftir öðrum aðgerðum á LSH.Óáþreifanlegur kostnaðurÓáþreifanlegur kostnaður er sá kostnaður sem ekki er hægt að verðmeta með beinum hætti eins og lífsgæði sjúklinga og aðstandenda ásamt auknu álagi á starfsfólk. Það að komast ekki í viðeigandi vistun hefur mikil áhrif á lífsgæði þessa aldraða fólks sem liggur inni á bráðadeildum spítalans og fær ekki þá þjónustu sem það þarfnast. Það þarf oft að liggja mánuðum saman við algjörlega óviðunandi aðstæður, með mun minni líkamlega og félagslega örvun en það fengi á hjúkrunarheimilum. Þetta getur verið beinlínis skaðlegt fyrir fólk þar sem líkur á hvers kyns sýkingum aukast eftir því sem fólk liggur lengur inni á spítala. Þetta hefur einnig áhrif á lífsgæði þeirra sjúklinga sem þurfa að bíða lengi á Bráðamóttökunni og þeirra sem þurfa að liggja á göngum spítalans, auk þess að hafa áhrif á lífsgæði aðstandenda allra þessara sjúklinga. Fráflæðisvandinn veldur auknu álagi á allt starfsfólk spítalans og má þá sérstaklega nefna starfsfólk Bráðamóttökunnar í þessu sambandi. Þar sem yfirleitt eru öll rúm á spítalanum fullnýtt gengur erfiðlega að útskrifa fólk af Bráðamóttökunni og yfir á viðeigandi deildir. Fyrir vikið bíður það fólk í rúmi á göngum Bráðamóttökunnar í Fossvogi, oft sólarhringum saman, og ítrekað þarf að kalla út auka starfsfólk til þess að sinna öllu þessu veika fólki. Óáþreifanlegi kostnaðurinn var ekki metinn til fjár í skýrslunni en þó er mikilvægt að nefna þessa þætti þar sem lífsgæði sjúklinga skipta hvað mestu máli fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aðra sem koma að málefnum aldraðra og sjúkra.Kostnaður við hjúkrunarheimiliFramlög til hjúkrunarheimila byggja á daggjöldum sem ákvörðuð eru með reglugerð og voru þau kr. 11.668 árið 2015. Ofan á þetta bætist álag vegna hjúkrunarþjónustu og húsnæðisgjald. Hjúkrunarþjónustan reiknast eftir svokölluðu RAI-skori svo meira er greitt fyrir sjúklinga sem þurfa á þyngri hjúkrun að halda. Húsnæðisgjaldið er eingöngu ætlað til umsýslu og eðlilegs viðhalds á hjúkrunarheimilum en ekki til að standa undir stofnkostnaði eða leigu á húsnæði. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2016 var meðalrekstrarkostnaður á dag fyrir sjúkling á hjúkrunarheimili á Íslandi 27.033 kr. Það gera um 9,9 milljónir á ári fyrir hvern sjúkling. Ef þessi kostnaður er reiknaður fyrir þá sjúklinga sem biðu inni á LSH eftir hjúkrunarheimili þá er það um 1,1 milljarður. Það má strax sjá að þetta er töluvert minni upphæð en rekstarkostnaður fyrir þessa sjúklinga á deildum Landspítala.NiðurstöðurEins og sjá má á meðfylgjandi töflu er samfélagslegur kostnaður vegna fráflæðisvandans um 3,4 milljarðar á einu ári. Þegar þessar tölur eru skoðaðar í samhengi við heildarrekstarkostnað spítalans sem var rúmir 52 milljarðar árið 2015 sést að þetta er um 6,5% af þeirri upphæð. Þessi greining gefur grófa mynd af þeim vanda sem Landspítalinn glímir við nú og næstu árin. Það er þó vert að nefna að enginn byggingakostnaður er reiknaður með í greiningunni, heldur er einungis verið að bera það saman að hafa þessa sjúklinga inniliggjandi á LSH miðað við ef þeir væru á hjúkrunarheimili, þar sem þeir ættu með réttu að vera. Því er ljóst að skortur á hjúkrunarheimilum veldur þjóðfélaginu milljarða kostnaði á hverju ári. Auk þess skerðir það lífsgæði þeirra sem bíða eftir plássi, aðstandenda þeirra, annarra sjúklinga og starfsfólks LSH sem ekki er metið til fjár en skiptir þó mestu máli í stóra samhenginu. Heiða Lind Baldvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og mastersnemi í heilsuhagfræði Steinn Thoroddsen Halldórsson, 6. árs læknanemi Eva Hrund Hlynsdóttir, 6. árs læknanemi
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun