Ísland - ekki eyland á fjármálamarkaði Friðrik Þór Snorrason skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu. Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga. Auk núverandi fjármálafyrirtækja mun íslenskum fyrirtækjum og neytendum standa til boða að nýta sér þjónustu nýrra innlendra þjónustuaðila en einnig í auknum mæli fjármálaþjónustu erlendra fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að þjónustuframboðið verði mun fjölbreyttara en það er í dag og að samkeppni á fjármálamarkaði muni aukast.Byltingakenndar breytingarFrá undirritun Lissabon-sáttmálans árið 2000 hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu. Stærstu skrefin voru tekin í nóvember 2009 þegar aðildarríki ESB innleiddu fyrstu útgáfuna af lögum um greiðsluþjónustu (e. PSD1), en markmið tilskipunarinnar var að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2011. Meginástæða þess að ESB ákvað að innleiða ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) var sú að fyrri lagarammi náði ekki utan um gjörbreytt landslag í smágreiðslumiðlun vegna örrar þróunar í stafrænni tækni. Yfirlýst markmið ESB með PSD2 tilskipuninni er að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum samhliða því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Þó að PSD2 tilskipunin fjalli um greiðsluþjónustu er ljóst við lestur laganna að þeim er ætlað að hafa mun víðtækari áhrif, einkum þegar kemur að starfsemi viðskiptabanka. Í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með gríðarlegri opnun fjármálamarkaða og mögulegri innkomu nýrra þjónustuaðila.Nýir þátttakendurStærstu breytingarnar felast í því að PSD2 tilskipunin opnar fyrir aðgengi þriðja aðila að innlánareikningum fjármálastofnana. Þannig skilgreinir tilskipunin tvö ný þjónustuhlutverk tengd þessum breytingum: Greiðsluvirkjandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina framkvæma greiðslur beint af innlánareikningi yfir á annan reikning. Upplýsingaþjónustuveitandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina safna saman fjárhagsupplýsingum um viðkomandi viðskiptavin. Um er að ræða byltingarkenndar breytingar fyrir þær sakir að viðskiptabankar verða að veita nýju þjónustuveitendunum óhindrað aðgengi að innlánareikningum án þess að samningur sé til staðar á milli bankans og þjónustuveitandans. Þjónustuveitandanum dugar að hafa samþykki eiganda reikningsins til að opna aðgengi að innlánareikningnum sem geymdur er hjá viðkomandi banka. Það sem meira er er að bankinn getur hvorki innheimt viðbótargjald af þjónustuveitandanum né af viðskiptavininum. Loks nægir fyrir greiðsluvirkjanda eða upplýsingaþjónustuveitanda að fá að fá samþykki fjármálaeftirlits eins ríkis innan EES til að veita þjónustu hvar sem er innan EES. Þar sem mun minni kvaðir eru lagðar á nýju þjónustuveitendurna heldur en viðskiptabankana er líklegt að þátttakendum á markaði muni fjölga til muna á næstunni. Í ljósi þessara breytinga á samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði þurfa bankar að huga að eftirfarandi þáttum, en um er að ræða spurningar sem gætu kallað á endurskoðun á hlutverki, framtíðarsýn og kjarnastefnu viðskiptabanka: Hvaða áhrif mun ný tækni hafa á viðskiptamódel, þjónustuferla, þjónustuframboð og samkeppnisumhverfi bankanna? Hvaða áhrif munu ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd hafa á fjármálamarkaðinn? Hvaða þekkingu þurfa bankarnir að hafa til að takast á við þessar breytingar og hver eru líkleg áhrif á starfshætti og starfsmannafjölda? Er tækniumhverfi bankanna tilbúið til að takast á við breytingarnar? Eru þau nægjanlega sveigjanleg og hagkvæm í rekstri til að geta þróað hratt nýjar hagkvæmar tæknilausnir? Það er ljóst að PSD2 tilskipunin mun hafa mikil áhrif á viðskiptamódel bankanna og eðli fjármálaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu. Í næsta pistli verður fjallað um hvernig PSD2 löggjöfin muni breyta markaðinum fyrir greiðsluþjónustu.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu. Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga. Auk núverandi fjármálafyrirtækja mun íslenskum fyrirtækjum og neytendum standa til boða að nýta sér þjónustu nýrra innlendra þjónustuaðila en einnig í auknum mæli fjármálaþjónustu erlendra fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að þjónustuframboðið verði mun fjölbreyttara en það er í dag og að samkeppni á fjármálamarkaði muni aukast.Byltingakenndar breytingarFrá undirritun Lissabon-sáttmálans árið 2000 hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu. Stærstu skrefin voru tekin í nóvember 2009 þegar aðildarríki ESB innleiddu fyrstu útgáfuna af lögum um greiðsluþjónustu (e. PSD1), en markmið tilskipunarinnar var að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2011. Meginástæða þess að ESB ákvað að innleiða ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) var sú að fyrri lagarammi náði ekki utan um gjörbreytt landslag í smágreiðslumiðlun vegna örrar þróunar í stafrænni tækni. Yfirlýst markmið ESB með PSD2 tilskipuninni er að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum samhliða því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Þó að PSD2 tilskipunin fjalli um greiðsluþjónustu er ljóst við lestur laganna að þeim er ætlað að hafa mun víðtækari áhrif, einkum þegar kemur að starfsemi viðskiptabanka. Í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með gríðarlegri opnun fjármálamarkaða og mögulegri innkomu nýrra þjónustuaðila.Nýir þátttakendurStærstu breytingarnar felast í því að PSD2 tilskipunin opnar fyrir aðgengi þriðja aðila að innlánareikningum fjármálastofnana. Þannig skilgreinir tilskipunin tvö ný þjónustuhlutverk tengd þessum breytingum: Greiðsluvirkjandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina framkvæma greiðslur beint af innlánareikningi yfir á annan reikning. Upplýsingaþjónustuveitandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina safna saman fjárhagsupplýsingum um viðkomandi viðskiptavin. Um er að ræða byltingarkenndar breytingar fyrir þær sakir að viðskiptabankar verða að veita nýju þjónustuveitendunum óhindrað aðgengi að innlánareikningum án þess að samningur sé til staðar á milli bankans og þjónustuveitandans. Þjónustuveitandanum dugar að hafa samþykki eiganda reikningsins til að opna aðgengi að innlánareikningnum sem geymdur er hjá viðkomandi banka. Það sem meira er er að bankinn getur hvorki innheimt viðbótargjald af þjónustuveitandanum né af viðskiptavininum. Loks nægir fyrir greiðsluvirkjanda eða upplýsingaþjónustuveitanda að fá að fá samþykki fjármálaeftirlits eins ríkis innan EES til að veita þjónustu hvar sem er innan EES. Þar sem mun minni kvaðir eru lagðar á nýju þjónustuveitendurna heldur en viðskiptabankana er líklegt að þátttakendum á markaði muni fjölga til muna á næstunni. Í ljósi þessara breytinga á samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði þurfa bankar að huga að eftirfarandi þáttum, en um er að ræða spurningar sem gætu kallað á endurskoðun á hlutverki, framtíðarsýn og kjarnastefnu viðskiptabanka: Hvaða áhrif mun ný tækni hafa á viðskiptamódel, þjónustuferla, þjónustuframboð og samkeppnisumhverfi bankanna? Hvaða áhrif munu ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd hafa á fjármálamarkaðinn? Hvaða þekkingu þurfa bankarnir að hafa til að takast á við þessar breytingar og hver eru líkleg áhrif á starfshætti og starfsmannafjölda? Er tækniumhverfi bankanna tilbúið til að takast á við breytingarnar? Eru þau nægjanlega sveigjanleg og hagkvæm í rekstri til að geta þróað hratt nýjar hagkvæmar tæknilausnir? Það er ljóst að PSD2 tilskipunin mun hafa mikil áhrif á viðskiptamódel bankanna og eðli fjármálaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu. Í næsta pistli verður fjallað um hvernig PSD2 löggjöfin muni breyta markaðinum fyrir greiðsluþjónustu.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun