Ísland - ekki eyland á fjármálamarkaði Friðrik Þór Snorrason skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu. Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga. Auk núverandi fjármálafyrirtækja mun íslenskum fyrirtækjum og neytendum standa til boða að nýta sér þjónustu nýrra innlendra þjónustuaðila en einnig í auknum mæli fjármálaþjónustu erlendra fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að þjónustuframboðið verði mun fjölbreyttara en það er í dag og að samkeppni á fjármálamarkaði muni aukast.Byltingakenndar breytingarFrá undirritun Lissabon-sáttmálans árið 2000 hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu. Stærstu skrefin voru tekin í nóvember 2009 þegar aðildarríki ESB innleiddu fyrstu útgáfuna af lögum um greiðsluþjónustu (e. PSD1), en markmið tilskipunarinnar var að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2011. Meginástæða þess að ESB ákvað að innleiða ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) var sú að fyrri lagarammi náði ekki utan um gjörbreytt landslag í smágreiðslumiðlun vegna örrar þróunar í stafrænni tækni. Yfirlýst markmið ESB með PSD2 tilskipuninni er að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum samhliða því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Þó að PSD2 tilskipunin fjalli um greiðsluþjónustu er ljóst við lestur laganna að þeim er ætlað að hafa mun víðtækari áhrif, einkum þegar kemur að starfsemi viðskiptabanka. Í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með gríðarlegri opnun fjármálamarkaða og mögulegri innkomu nýrra þjónustuaðila.Nýir þátttakendurStærstu breytingarnar felast í því að PSD2 tilskipunin opnar fyrir aðgengi þriðja aðila að innlánareikningum fjármálastofnana. Þannig skilgreinir tilskipunin tvö ný þjónustuhlutverk tengd þessum breytingum: Greiðsluvirkjandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina framkvæma greiðslur beint af innlánareikningi yfir á annan reikning. Upplýsingaþjónustuveitandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina safna saman fjárhagsupplýsingum um viðkomandi viðskiptavin. Um er að ræða byltingarkenndar breytingar fyrir þær sakir að viðskiptabankar verða að veita nýju þjónustuveitendunum óhindrað aðgengi að innlánareikningum án þess að samningur sé til staðar á milli bankans og þjónustuveitandans. Þjónustuveitandanum dugar að hafa samþykki eiganda reikningsins til að opna aðgengi að innlánareikningnum sem geymdur er hjá viðkomandi banka. Það sem meira er er að bankinn getur hvorki innheimt viðbótargjald af þjónustuveitandanum né af viðskiptavininum. Loks nægir fyrir greiðsluvirkjanda eða upplýsingaþjónustuveitanda að fá að fá samþykki fjármálaeftirlits eins ríkis innan EES til að veita þjónustu hvar sem er innan EES. Þar sem mun minni kvaðir eru lagðar á nýju þjónustuveitendurna heldur en viðskiptabankana er líklegt að þátttakendum á markaði muni fjölga til muna á næstunni. Í ljósi þessara breytinga á samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði þurfa bankar að huga að eftirfarandi þáttum, en um er að ræða spurningar sem gætu kallað á endurskoðun á hlutverki, framtíðarsýn og kjarnastefnu viðskiptabanka: Hvaða áhrif mun ný tækni hafa á viðskiptamódel, þjónustuferla, þjónustuframboð og samkeppnisumhverfi bankanna? Hvaða áhrif munu ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd hafa á fjármálamarkaðinn? Hvaða þekkingu þurfa bankarnir að hafa til að takast á við þessar breytingar og hver eru líkleg áhrif á starfshætti og starfsmannafjölda? Er tækniumhverfi bankanna tilbúið til að takast á við breytingarnar? Eru þau nægjanlega sveigjanleg og hagkvæm í rekstri til að geta þróað hratt nýjar hagkvæmar tæknilausnir? Það er ljóst að PSD2 tilskipunin mun hafa mikil áhrif á viðskiptamódel bankanna og eðli fjármálaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu. Í næsta pistli verður fjallað um hvernig PSD2 löggjöfin muni breyta markaðinum fyrir greiðsluþjónustu.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu. Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga. Auk núverandi fjármálafyrirtækja mun íslenskum fyrirtækjum og neytendum standa til boða að nýta sér þjónustu nýrra innlendra þjónustuaðila en einnig í auknum mæli fjármálaþjónustu erlendra fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að þjónustuframboðið verði mun fjölbreyttara en það er í dag og að samkeppni á fjármálamarkaði muni aukast.Byltingakenndar breytingarFrá undirritun Lissabon-sáttmálans árið 2000 hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu. Stærstu skrefin voru tekin í nóvember 2009 þegar aðildarríki ESB innleiddu fyrstu útgáfuna af lögum um greiðsluþjónustu (e. PSD1), en markmið tilskipunarinnar var að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2011. Meginástæða þess að ESB ákvað að innleiða ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) var sú að fyrri lagarammi náði ekki utan um gjörbreytt landslag í smágreiðslumiðlun vegna örrar þróunar í stafrænni tækni. Yfirlýst markmið ESB með PSD2 tilskipuninni er að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum samhliða því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Þó að PSD2 tilskipunin fjalli um greiðsluþjónustu er ljóst við lestur laganna að þeim er ætlað að hafa mun víðtækari áhrif, einkum þegar kemur að starfsemi viðskiptabanka. Í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með gríðarlegri opnun fjármálamarkaða og mögulegri innkomu nýrra þjónustuaðila.Nýir þátttakendurStærstu breytingarnar felast í því að PSD2 tilskipunin opnar fyrir aðgengi þriðja aðila að innlánareikningum fjármálastofnana. Þannig skilgreinir tilskipunin tvö ný þjónustuhlutverk tengd þessum breytingum: Greiðsluvirkjandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina framkvæma greiðslur beint af innlánareikningi yfir á annan reikning. Upplýsingaþjónustuveitandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina safna saman fjárhagsupplýsingum um viðkomandi viðskiptavin. Um er að ræða byltingarkenndar breytingar fyrir þær sakir að viðskiptabankar verða að veita nýju þjónustuveitendunum óhindrað aðgengi að innlánareikningum án þess að samningur sé til staðar á milli bankans og þjónustuveitandans. Þjónustuveitandanum dugar að hafa samþykki eiganda reikningsins til að opna aðgengi að innlánareikningnum sem geymdur er hjá viðkomandi banka. Það sem meira er er að bankinn getur hvorki innheimt viðbótargjald af þjónustuveitandanum né af viðskiptavininum. Loks nægir fyrir greiðsluvirkjanda eða upplýsingaþjónustuveitanda að fá að fá samþykki fjármálaeftirlits eins ríkis innan EES til að veita þjónustu hvar sem er innan EES. Þar sem mun minni kvaðir eru lagðar á nýju þjónustuveitendurna heldur en viðskiptabankana er líklegt að þátttakendum á markaði muni fjölga til muna á næstunni. Í ljósi þessara breytinga á samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði þurfa bankar að huga að eftirfarandi þáttum, en um er að ræða spurningar sem gætu kallað á endurskoðun á hlutverki, framtíðarsýn og kjarnastefnu viðskiptabanka: Hvaða áhrif mun ný tækni hafa á viðskiptamódel, þjónustuferla, þjónustuframboð og samkeppnisumhverfi bankanna? Hvaða áhrif munu ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd hafa á fjármálamarkaðinn? Hvaða þekkingu þurfa bankarnir að hafa til að takast á við þessar breytingar og hver eru líkleg áhrif á starfshætti og starfsmannafjölda? Er tækniumhverfi bankanna tilbúið til að takast á við breytingarnar? Eru þau nægjanlega sveigjanleg og hagkvæm í rekstri til að geta þróað hratt nýjar hagkvæmar tæknilausnir? Það er ljóst að PSD2 tilskipunin mun hafa mikil áhrif á viðskiptamódel bankanna og eðli fjármálaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu. Í næsta pistli verður fjallað um hvernig PSD2 löggjöfin muni breyta markaðinum fyrir greiðsluþjónustu.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar