Ísland - ekki eyland á fjármálamarkaði Friðrik Þór Snorrason skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu. Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga. Auk núverandi fjármálafyrirtækja mun íslenskum fyrirtækjum og neytendum standa til boða að nýta sér þjónustu nýrra innlendra þjónustuaðila en einnig í auknum mæli fjármálaþjónustu erlendra fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að þjónustuframboðið verði mun fjölbreyttara en það er í dag og að samkeppni á fjármálamarkaði muni aukast.Byltingakenndar breytingarFrá undirritun Lissabon-sáttmálans árið 2000 hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu. Stærstu skrefin voru tekin í nóvember 2009 þegar aðildarríki ESB innleiddu fyrstu útgáfuna af lögum um greiðsluþjónustu (e. PSD1), en markmið tilskipunarinnar var að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2011. Meginástæða þess að ESB ákvað að innleiða ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) var sú að fyrri lagarammi náði ekki utan um gjörbreytt landslag í smágreiðslumiðlun vegna örrar þróunar í stafrænni tækni. Yfirlýst markmið ESB með PSD2 tilskipuninni er að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum samhliða því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Þó að PSD2 tilskipunin fjalli um greiðsluþjónustu er ljóst við lestur laganna að þeim er ætlað að hafa mun víðtækari áhrif, einkum þegar kemur að starfsemi viðskiptabanka. Í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með gríðarlegri opnun fjármálamarkaða og mögulegri innkomu nýrra þjónustuaðila.Nýir þátttakendurStærstu breytingarnar felast í því að PSD2 tilskipunin opnar fyrir aðgengi þriðja aðila að innlánareikningum fjármálastofnana. Þannig skilgreinir tilskipunin tvö ný þjónustuhlutverk tengd þessum breytingum: Greiðsluvirkjandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina framkvæma greiðslur beint af innlánareikningi yfir á annan reikning. Upplýsingaþjónustuveitandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina safna saman fjárhagsupplýsingum um viðkomandi viðskiptavin. Um er að ræða byltingarkenndar breytingar fyrir þær sakir að viðskiptabankar verða að veita nýju þjónustuveitendunum óhindrað aðgengi að innlánareikningum án þess að samningur sé til staðar á milli bankans og þjónustuveitandans. Þjónustuveitandanum dugar að hafa samþykki eiganda reikningsins til að opna aðgengi að innlánareikningnum sem geymdur er hjá viðkomandi banka. Það sem meira er er að bankinn getur hvorki innheimt viðbótargjald af þjónustuveitandanum né af viðskiptavininum. Loks nægir fyrir greiðsluvirkjanda eða upplýsingaþjónustuveitanda að fá að fá samþykki fjármálaeftirlits eins ríkis innan EES til að veita þjónustu hvar sem er innan EES. Þar sem mun minni kvaðir eru lagðar á nýju þjónustuveitendurna heldur en viðskiptabankana er líklegt að þátttakendum á markaði muni fjölga til muna á næstunni. Í ljósi þessara breytinga á samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði þurfa bankar að huga að eftirfarandi þáttum, en um er að ræða spurningar sem gætu kallað á endurskoðun á hlutverki, framtíðarsýn og kjarnastefnu viðskiptabanka: Hvaða áhrif mun ný tækni hafa á viðskiptamódel, þjónustuferla, þjónustuframboð og samkeppnisumhverfi bankanna? Hvaða áhrif munu ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd hafa á fjármálamarkaðinn? Hvaða þekkingu þurfa bankarnir að hafa til að takast á við þessar breytingar og hver eru líkleg áhrif á starfshætti og starfsmannafjölda? Er tækniumhverfi bankanna tilbúið til að takast á við breytingarnar? Eru þau nægjanlega sveigjanleg og hagkvæm í rekstri til að geta þróað hratt nýjar hagkvæmar tæknilausnir? Það er ljóst að PSD2 tilskipunin mun hafa mikil áhrif á viðskiptamódel bankanna og eðli fjármálaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu. Í næsta pistli verður fjallað um hvernig PSD2 löggjöfin muni breyta markaðinum fyrir greiðsluþjónustu.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Á næstu fimm árum mun fjármálaþjónusta á Íslandi, og þá sérstaklega starfsemi viðskiptabanka, taka stakkaskiptum með tilkomu nýrra fjártæknilausna, nýrra viðskiptamódela í fjármálaþjónustu og nýrra samevrópskra laga um fjármálaþjónustu. Þessar breytingar munu leiða til þess að þátttakendum á íslenskum fjármálamarkaði mun fjölga. Auk núverandi fjármálafyrirtækja mun íslenskum fyrirtækjum og neytendum standa til boða að nýta sér þjónustu nýrra innlendra þjónustuaðila en einnig í auknum mæli fjármálaþjónustu erlendra fyrirtækja. Gera má ráð fyrir því að þjónustuframboðið verði mun fjölbreyttara en það er í dag og að samkeppni á fjármálamarkaði muni aukast.Byltingakenndar breytingarFrá undirritun Lissabon-sáttmálans árið 2000 hefur framkvæmdastjórn ESB unnið að því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu. Stærstu skrefin voru tekin í nóvember 2009 þegar aðildarríki ESB innleiddu fyrstu útgáfuna af lögum um greiðsluþjónustu (e. PSD1), en markmið tilskipunarinnar var að skapa heildstætt og nútímalegt regluverk um rafræna greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2011. Meginástæða þess að ESB ákvað að innleiða ný lög um greiðsluþjónustu (PSD2) var sú að fyrri lagarammi náði ekki utan um gjörbreytt landslag í smágreiðslumiðlun vegna örrar þróunar í stafrænni tækni. Yfirlýst markmið ESB með PSD2 tilskipuninni er að auka samkeppni í greiðsluþjónustu, styðja við nýsköpun, bæta neytendavernd og eignarhald neytenda á gögnum samhliða því að búa til einn samevrópskan markað fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Þó að PSD2 tilskipunin fjalli um greiðsluþjónustu er ljóst við lestur laganna að þeim er ætlað að hafa mun víðtækari áhrif, einkum þegar kemur að starfsemi viðskiptabanka. Í raun er verið að móta framtíð fjármálaþjónustu með gríðarlegri opnun fjármálamarkaða og mögulegri innkomu nýrra þjónustuaðila.Nýir þátttakendurStærstu breytingarnar felast í því að PSD2 tilskipunin opnar fyrir aðgengi þriðja aðila að innlánareikningum fjármálastofnana. Þannig skilgreinir tilskipunin tvö ný þjónustuhlutverk tengd þessum breytingum: Greiðsluvirkjandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina framkvæma greiðslur beint af innlánareikningi yfir á annan reikning. Upplýsingaþjónustuveitandi er aðili sem má með samþykki viðskiptavina safna saman fjárhagsupplýsingum um viðkomandi viðskiptavin. Um er að ræða byltingarkenndar breytingar fyrir þær sakir að viðskiptabankar verða að veita nýju þjónustuveitendunum óhindrað aðgengi að innlánareikningum án þess að samningur sé til staðar á milli bankans og þjónustuveitandans. Þjónustuveitandanum dugar að hafa samþykki eiganda reikningsins til að opna aðgengi að innlánareikningnum sem geymdur er hjá viðkomandi banka. Það sem meira er er að bankinn getur hvorki innheimt viðbótargjald af þjónustuveitandanum né af viðskiptavininum. Loks nægir fyrir greiðsluvirkjanda eða upplýsingaþjónustuveitanda að fá að fá samþykki fjármálaeftirlits eins ríkis innan EES til að veita þjónustu hvar sem er innan EES. Þar sem mun minni kvaðir eru lagðar á nýju þjónustuveitendurna heldur en viðskiptabankana er líklegt að þátttakendum á markaði muni fjölga til muna á næstunni. Í ljósi þessara breytinga á samkeppnisumhverfi á fjármálamarkaði þurfa bankar að huga að eftirfarandi þáttum, en um er að ræða spurningar sem gætu kallað á endurskoðun á hlutverki, framtíðarsýn og kjarnastefnu viðskiptabanka: Hvaða áhrif mun ný tækni hafa á viðskiptamódel, þjónustuferla, þjónustuframboð og samkeppnisumhverfi bankanna? Hvaða áhrif munu ný lög um greiðsluþjónustu og persónuvernd hafa á fjármálamarkaðinn? Hvaða þekkingu þurfa bankarnir að hafa til að takast á við þessar breytingar og hver eru líkleg áhrif á starfshætti og starfsmannafjölda? Er tækniumhverfi bankanna tilbúið til að takast á við breytingarnar? Eru þau nægjanlega sveigjanleg og hagkvæm í rekstri til að geta þróað hratt nýjar hagkvæmar tæknilausnir? Það er ljóst að PSD2 tilskipunin mun hafa mikil áhrif á viðskiptamódel bankanna og eðli fjármálaþjónustu á evrópska efnahagssvæðinu. Í næsta pistli verður fjallað um hvernig PSD2 löggjöfin muni breyta markaðinum fyrir greiðsluþjónustu.Lengri útgáfu af greininni má finna á rb.is. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar