Enn hægir á fjölgun ferðamanna til Íslands Elvar Orri Hreinsson skrifar 24. október 2017 16:00 Ferðamönnum fjölgaði um 28% á fyrstu 9 mánuðum ársins. Á síðasta ári fjölgaði ferðamönnum hins vegar um 33% á sama tíma. Hægari fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum og Bretlandi vegur þyngst í þessari þróun, enda koma 4 af hverjum 10 ferðamönnum sem hingað ferðast frá þessum löndum. Einnig hefur hægt talsvert á fjölgun ferðamanna hingað til lands frá Kanada. Áhrifin mest yfir sumartímann Jákvætt þykir að árstíðasveifla í ferðaþjónustu hefur verið að minnka undanfarin ár, enda hefur ferðamönnum hlutfallslega fjölgað hraðar á kaldari mánuðum ársins en á háannatíma á sumrin. Ferðamönnum hefur aldrei fjölgað eins hratt á fyrstu fjórum mánuðum ársins eins og á þessu ári. Hægari fjölgun ferðamanna um þessar mundir er því að mestu bundin við sumarmánuði þessa árs. Það sem af er ári hefur þar af leiðandi dregið enn frekar úr árstíðarsveiflu í ferðaþjónustu. Mælingar fyrir septembermánuð gefa þó vísbendingar um að nú hægi á fjölgun ferðamanna utan háannatíma. Fjölgun ferðamanna í september nam 16% frá sama mánuði í fyrra, og hefur ekki verið hægari frá árinu 2013.Verulega hægir á komum Breta til landsinsBretar skera sig úr sem ferðamenn til landsins með þeim hætti að flestir þeirra ferðast hingað á kaldari mánuðum ársins. Um tveir af hverjum þremur Bretum sem hingað hafa komið á árinu gerðu það á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Japanir hafa svo sambærilega ferðatilhögun. Þannig draga ferðamenn áðurgreindra þjóða úr árstíðarsveiflu í greininni og jafna rekstrargrundvöll ferðaþjónustufyrirtækja að einhverju leyti yfir allt árið. Bretum hefur ekki fjölgað jafn hægt frá því að uppgangur ferðaþjónustunnar hófst eftir árið 2010 en það sem af er ári hefur þeim fjölgað um 5%. Þá hefur Bretum fækkað milli ára alla mánuði frá því í apríl. Skertur kaupmáttur Breta á erlendri grundu vegna gengisfalls pundsins hefur eflaust haft talsverð áhrif á þessa þróun.Höfundur er sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ferðamönnum fjölgaði um 28% á fyrstu 9 mánuðum ársins. Á síðasta ári fjölgaði ferðamönnum hins vegar um 33% á sama tíma. Hægari fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum og Bretlandi vegur þyngst í þessari þróun, enda koma 4 af hverjum 10 ferðamönnum sem hingað ferðast frá þessum löndum. Einnig hefur hægt talsvert á fjölgun ferðamanna hingað til lands frá Kanada. Áhrifin mest yfir sumartímann Jákvætt þykir að árstíðasveifla í ferðaþjónustu hefur verið að minnka undanfarin ár, enda hefur ferðamönnum hlutfallslega fjölgað hraðar á kaldari mánuðum ársins en á háannatíma á sumrin. Ferðamönnum hefur aldrei fjölgað eins hratt á fyrstu fjórum mánuðum ársins eins og á þessu ári. Hægari fjölgun ferðamanna um þessar mundir er því að mestu bundin við sumarmánuði þessa árs. Það sem af er ári hefur þar af leiðandi dregið enn frekar úr árstíðarsveiflu í ferðaþjónustu. Mælingar fyrir septembermánuð gefa þó vísbendingar um að nú hægi á fjölgun ferðamanna utan háannatíma. Fjölgun ferðamanna í september nam 16% frá sama mánuði í fyrra, og hefur ekki verið hægari frá árinu 2013.Verulega hægir á komum Breta til landsinsBretar skera sig úr sem ferðamenn til landsins með þeim hætti að flestir þeirra ferðast hingað á kaldari mánuðum ársins. Um tveir af hverjum þremur Bretum sem hingað hafa komið á árinu gerðu það á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Japanir hafa svo sambærilega ferðatilhögun. Þannig draga ferðamenn áðurgreindra þjóða úr árstíðarsveiflu í greininni og jafna rekstrargrundvöll ferðaþjónustufyrirtækja að einhverju leyti yfir allt árið. Bretum hefur ekki fjölgað jafn hægt frá því að uppgangur ferðaþjónustunnar hófst eftir árið 2010 en það sem af er ári hefur þeim fjölgað um 5%. Þá hefur Bretum fækkað milli ára alla mánuði frá því í apríl. Skertur kaupmáttur Breta á erlendri grundu vegna gengisfalls pundsins hefur eflaust haft talsverð áhrif á þessa þróun.Höfundur er sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar