Kolefnisjafnað Ísland Svavar Halldórsson skrifar 26. október 2017 07:00 Flest íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu byggja ímynd sína að verulegu leyti á því að vera frá Íslandi. Hreinleiki landsins er því grundvallaratriði í verðmætasköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Að jafnaði aukast verðmætin eftir því sem tengingin við upprunalandið Ísland er meiri. Fá ríki í heiminum eru jafn græn og Ísland. Nánast öll okkar orka kemur frá jarðhita eða fallvötnum sem er einstakt. Hafið í kringum landið er hreint og náttúran að stórum hluta ósnortin. Hér notum við hvorki vaxtarhvetjandi hormóna né sýklalyf í landbúnaði og efnanotkun er hverfandi. Okkur hefur lánast að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti. Samkvæmt umhverfisvísitölu sem Yale háskóli gefur út erum við í öðru sæti yfir umhverfisvænstu þjóðir heims. Einföld greining á styrkleikum og tækifærum sýnir okkur að skynsamlegt er að vinna áfram með þessa stöðu og verða ennþá umhverfisvænni. Út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar er skynsamlegt að allir Íslendingar og öll íslensk fyrirtæki stefni að því að verða eins græn og mögulegt er. Það mun einfaldlega skila fleiri krónum í kassann og fleiri störfum um allt land. Á 21. öldinni eru umhverfis-, atvinnu-, og efnahagsmál samtvinnuð. Það njóta allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum í formi betri árangurs í útflutningi og meiri verðmætasköpunar. Við slíkar aðstæður er hins vegar alltaf hætta á því að til verði fríþegar. Einstaka aðilar sem reyna að spara sér vinnu og útgjöld í umhverfismálum en njóta ávaxtanna. Flestir eru sammála um að hið opinbera eigi að grípa inn í við slíkar aðstæður.Fordæmi grannþjóðanna Auðvelt er að færa rök fyrir því að hinu opinbera beri að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinni náttúru og jákvæðri ímynd Íslands. Þetta gera nágrannaþjóðir okkar og bæði Svíar og Norðmenn hafa lýst því yfir að ríkin verði kolefnishlutlaus fyrir 2050. Hið sama eigum við Íslendingar að gera. Líklega er ekkert vestrænt ríki sem þarf að taka jafn fá og lítil skref til að verða kolefnishlutlaust ríki eins og Ísland. Við getum bæði dregið úr losun og aukið bindingu. Raunsæ en metnaðarfull áætlun um kolefnishlutleysi landsins í heild myndi styrkja ímynd lands og þjóðar. Við eigum ennþá möguleika á því að verða á undan nágrönnum okkar til að ná þessu takmarki. Yfirlýsing stjórnvalda um slíkt markmið mun vekja athygli um allan heim. Allt bendir til þess að mikill vilji sé hjá atvinnulífinu til að taka þátt í þessu verkefni. Íslenskir sauðfjárbændur hafa stigið skrefið og vinna að því að kolefnisjafna greinina. Að geta selt fisk eða kjöt frá sjálfbæru og kolefnishlutlausu landi mun skila sér í beinhörðum peningum til okkar allra. Að ekki sé nú talað um öll þau tækifæri sem þetta opnar ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Kolefnisjafnað Ísland á að vera forgangsmál okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Flest íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu byggja ímynd sína að verulegu leyti á því að vera frá Íslandi. Hreinleiki landsins er því grundvallaratriði í verðmætasköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Að jafnaði aukast verðmætin eftir því sem tengingin við upprunalandið Ísland er meiri. Fá ríki í heiminum eru jafn græn og Ísland. Nánast öll okkar orka kemur frá jarðhita eða fallvötnum sem er einstakt. Hafið í kringum landið er hreint og náttúran að stórum hluta ósnortin. Hér notum við hvorki vaxtarhvetjandi hormóna né sýklalyf í landbúnaði og efnanotkun er hverfandi. Okkur hefur lánast að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti. Samkvæmt umhverfisvísitölu sem Yale háskóli gefur út erum við í öðru sæti yfir umhverfisvænstu þjóðir heims. Einföld greining á styrkleikum og tækifærum sýnir okkur að skynsamlegt er að vinna áfram með þessa stöðu og verða ennþá umhverfisvænni. Út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar er skynsamlegt að allir Íslendingar og öll íslensk fyrirtæki stefni að því að verða eins græn og mögulegt er. Það mun einfaldlega skila fleiri krónum í kassann og fleiri störfum um allt land. Á 21. öldinni eru umhverfis-, atvinnu-, og efnahagsmál samtvinnuð. Það njóta allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum í formi betri árangurs í útflutningi og meiri verðmætasköpunar. Við slíkar aðstæður er hins vegar alltaf hætta á því að til verði fríþegar. Einstaka aðilar sem reyna að spara sér vinnu og útgjöld í umhverfismálum en njóta ávaxtanna. Flestir eru sammála um að hið opinbera eigi að grípa inn í við slíkar aðstæður.Fordæmi grannþjóðanna Auðvelt er að færa rök fyrir því að hinu opinbera beri að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinni náttúru og jákvæðri ímynd Íslands. Þetta gera nágrannaþjóðir okkar og bæði Svíar og Norðmenn hafa lýst því yfir að ríkin verði kolefnishlutlaus fyrir 2050. Hið sama eigum við Íslendingar að gera. Líklega er ekkert vestrænt ríki sem þarf að taka jafn fá og lítil skref til að verða kolefnishlutlaust ríki eins og Ísland. Við getum bæði dregið úr losun og aukið bindingu. Raunsæ en metnaðarfull áætlun um kolefnishlutleysi landsins í heild myndi styrkja ímynd lands og þjóðar. Við eigum ennþá möguleika á því að verða á undan nágrönnum okkar til að ná þessu takmarki. Yfirlýsing stjórnvalda um slíkt markmið mun vekja athygli um allan heim. Allt bendir til þess að mikill vilji sé hjá atvinnulífinu til að taka þátt í þessu verkefni. Íslenskir sauðfjárbændur hafa stigið skrefið og vinna að því að kolefnisjafna greinina. Að geta selt fisk eða kjöt frá sjálfbæru og kolefnishlutlausu landi mun skila sér í beinhörðum peningum til okkar allra. Að ekki sé nú talað um öll þau tækifæri sem þetta opnar ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Kolefnisjafnað Ísland á að vera forgangsmál okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun