Gullforði Íslands er geymdur í Lundúnum Sölvi Jónsson skrifar 26. október 2017 07:00 Samkvæmt svari Seðlabanka Íslands við tölvupóstfyrirspurn minni þá er allur gullforði Íslands geymdur í Bretlandi og þannig hefur það verið síðan um eða fyrir seinna stríð. (1) Gullforði þýska ríkisins var lengi vel allur geymdur utan landsteinanna (Bandaríkin, Bretland, Frakkland). Sovétógnin átti víst að vera skýringin. Vegna þrýstings frá þýskum almenningi var byrjað að flytja gullið aftur heim til Þýskalands árið 2013, sögusagnir voru um að gullið væri ekki lengur til. Helmingur gullsins á nú að vera kominn heim til Þýskalands. Hinn helmingurinn verður áfram geymdur í Bandaríkjunum og Bretlandi svo hægt sé að skipta gulli hratt í dollara eða pund ef neyðarástand skapast í þýska hagkerfinu. (2) Maður spyr sig hvort það sé fullvalda ríki sem geymir allan gullforðann sinn utan landsteinanna? Við lifum nú á tímunum korteri fyrir næsta hrun. Fasteignabóla, sterk króna, en hrunið mun samt koma að utan eins og síðast enda Evrópa og Bandaríkin ein skuldasúpa. Á rústunum þarf að rísa nýtt peningakerfi enda núverandi peningakerfi þannig hannað að þjóðríkin safna skuldum og auður jarðarbúa sogast á hendur örfárra með tímanum. Framtíðin verður annars heimur hinna ofurríku (1%) og hinna blásnauðu (99%). Sennilega ganga flestar hugmyndir um nýtt peningakerfi út á það að afleggja seðlabanka í núverandi mynd og taka valdið af einkabönkum að búa til peninga. Af hverju ættu ríki heimsins að láta banka lána sér peninga gegn vöxtum? Af hverju er þetta fyrirkomulag í nærri öllum þjóðríkjum heims og hverjir stjórna þessum seðlabönkum? (3) Í þessu nýja peningakerfi myndi ríkið eitt hafa vald til að búa til peninga og þetta yrðu skuldlausir peningar (ekki peningar sem þyrfti að borga til baka með vöxtum). Til að takmarka seðlaprentun og koma í veg fyrir verðbólgu væri æskilegt að peningaútgáfan hefði gull fyrir bakhjarl. (4) Ég ímynda mér að þá sé nú betra að geyma gullið innan landsteinanna. Það eru líka til hugmyndir um peningalaust hagkerfi þar sem allar vörur og þjónusta er ókeypis. Vinna fólksins er þá „peningarnir“, en í þess háttar „fullkomnum“ heimi ætti fólk að þurfa að vinna miklu minna heldur en það gerir í dag. Fólk ætti líka frekar að geta fundið sér starf við hæfi. (5) Án efa hafa bæði módelin sína galla en það er ljóst að allt er betra en þetta skrímsli sem við búum við í dag eins og ég rakti í fyrri grein minni í Fréttablaðinu: „Peningakerfið er risavaxin svikamylla sem er að drepa allt líf á jörðinni.“ (1) Góðan daginn. Fyrirspurn mín er þessi. Hvar er gullforði landsins geymdur? Í Seðlabankanum? Kv. Sölvi. Sæll Sölvi. Gullforði Seðlabankans er geymdur í Bretlandi. Kv. Stefán Jóhann Stefánsson. Sæll Stefán. Það var einmitt það sem ég var búinn að heyra. Af hverju í ósköpunum er hann geymdur í Bretlandi? Kv. Sölvi. Sæll Sölvi. Gullforðinn er hluti af gjaldeyrisforða. Annað í forðanum eru ýmis skuldabréf, einkum trygg skuldabréf erlendra ríkja. Gjaldeyrisforðinn er þannig ávaxtaður erlendis. Gullforðinn hefur verið nýttur í ákveðnum samningum erlendis með reglulegu millibili en þeir samningar hafa gefið af sér ákveðna ávöxtun. Gullforðinn hefur þannig verið geymdur erlendis í fjölmarga áratugi – frá því fyrir eða um síðari heimsstyrjöld. Bestu kveðjur, Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri skrifstofu seðlabankastjóra Seðlabanka Íslands Kalkofnsvegi 1. (2) Germany reclaims gold hidden from Soviets in New York vaults (CNN money): https://money.cnn.com/2017/02/10/investing/germany-gold-reserves-foreign-new-york/index.html Germany's gold reserves in U.S. were only paper claims: https://news.goldseek.com/GATA/1483370040.php (3) Reflections and warnings - an interview with Aaron Russo: https://www.youtube.com/watch?v=YGAaPjqdbgQ Real big money: Revelations by an insider on Vimeo: https://vimeo.com/212237317 (4) Our proposals: Positive money: https://positivemoney.org/our-proposals/ (5) Michael Tellinger: The Sumerian origins of money: https://www.youtube.com/embed/pVoO1b_k9b8Höfundur er tónlistarmaður og félagsliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt svari Seðlabanka Íslands við tölvupóstfyrirspurn minni þá er allur gullforði Íslands geymdur í Bretlandi og þannig hefur það verið síðan um eða fyrir seinna stríð. (1) Gullforði þýska ríkisins var lengi vel allur geymdur utan landsteinanna (Bandaríkin, Bretland, Frakkland). Sovétógnin átti víst að vera skýringin. Vegna þrýstings frá þýskum almenningi var byrjað að flytja gullið aftur heim til Þýskalands árið 2013, sögusagnir voru um að gullið væri ekki lengur til. Helmingur gullsins á nú að vera kominn heim til Þýskalands. Hinn helmingurinn verður áfram geymdur í Bandaríkjunum og Bretlandi svo hægt sé að skipta gulli hratt í dollara eða pund ef neyðarástand skapast í þýska hagkerfinu. (2) Maður spyr sig hvort það sé fullvalda ríki sem geymir allan gullforðann sinn utan landsteinanna? Við lifum nú á tímunum korteri fyrir næsta hrun. Fasteignabóla, sterk króna, en hrunið mun samt koma að utan eins og síðast enda Evrópa og Bandaríkin ein skuldasúpa. Á rústunum þarf að rísa nýtt peningakerfi enda núverandi peningakerfi þannig hannað að þjóðríkin safna skuldum og auður jarðarbúa sogast á hendur örfárra með tímanum. Framtíðin verður annars heimur hinna ofurríku (1%) og hinna blásnauðu (99%). Sennilega ganga flestar hugmyndir um nýtt peningakerfi út á það að afleggja seðlabanka í núverandi mynd og taka valdið af einkabönkum að búa til peninga. Af hverju ættu ríki heimsins að láta banka lána sér peninga gegn vöxtum? Af hverju er þetta fyrirkomulag í nærri öllum þjóðríkjum heims og hverjir stjórna þessum seðlabönkum? (3) Í þessu nýja peningakerfi myndi ríkið eitt hafa vald til að búa til peninga og þetta yrðu skuldlausir peningar (ekki peningar sem þyrfti að borga til baka með vöxtum). Til að takmarka seðlaprentun og koma í veg fyrir verðbólgu væri æskilegt að peningaútgáfan hefði gull fyrir bakhjarl. (4) Ég ímynda mér að þá sé nú betra að geyma gullið innan landsteinanna. Það eru líka til hugmyndir um peningalaust hagkerfi þar sem allar vörur og þjónusta er ókeypis. Vinna fólksins er þá „peningarnir“, en í þess háttar „fullkomnum“ heimi ætti fólk að þurfa að vinna miklu minna heldur en það gerir í dag. Fólk ætti líka frekar að geta fundið sér starf við hæfi. (5) Án efa hafa bæði módelin sína galla en það er ljóst að allt er betra en þetta skrímsli sem við búum við í dag eins og ég rakti í fyrri grein minni í Fréttablaðinu: „Peningakerfið er risavaxin svikamylla sem er að drepa allt líf á jörðinni.“ (1) Góðan daginn. Fyrirspurn mín er þessi. Hvar er gullforði landsins geymdur? Í Seðlabankanum? Kv. Sölvi. Sæll Sölvi. Gullforði Seðlabankans er geymdur í Bretlandi. Kv. Stefán Jóhann Stefánsson. Sæll Stefán. Það var einmitt það sem ég var búinn að heyra. Af hverju í ósköpunum er hann geymdur í Bretlandi? Kv. Sölvi. Sæll Sölvi. Gullforðinn er hluti af gjaldeyrisforða. Annað í forðanum eru ýmis skuldabréf, einkum trygg skuldabréf erlendra ríkja. Gjaldeyrisforðinn er þannig ávaxtaður erlendis. Gullforðinn hefur verið nýttur í ákveðnum samningum erlendis með reglulegu millibili en þeir samningar hafa gefið af sér ákveðna ávöxtun. Gullforðinn hefur þannig verið geymdur erlendis í fjölmarga áratugi – frá því fyrir eða um síðari heimsstyrjöld. Bestu kveðjur, Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri skrifstofu seðlabankastjóra Seðlabanka Íslands Kalkofnsvegi 1. (2) Germany reclaims gold hidden from Soviets in New York vaults (CNN money): https://money.cnn.com/2017/02/10/investing/germany-gold-reserves-foreign-new-york/index.html Germany's gold reserves in U.S. were only paper claims: https://news.goldseek.com/GATA/1483370040.php (3) Reflections and warnings - an interview with Aaron Russo: https://www.youtube.com/watch?v=YGAaPjqdbgQ Real big money: Revelations by an insider on Vimeo: https://vimeo.com/212237317 (4) Our proposals: Positive money: https://positivemoney.org/our-proposals/ (5) Michael Tellinger: The Sumerian origins of money: https://www.youtube.com/embed/pVoO1b_k9b8Höfundur er tónlistarmaður og félagsliði.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar