Ekki boðið í fyrirsöng hjá Óperunni: „Ég er sár yfir þessu“ Sæunn Gísladóttir skrifar 28. mars 2017 13:00 Í lok október 2016 útskrifaðist Berta með hæstu einkunn eftir mastersnám við Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Mynd/Berta Dröfn Ómarsdóttir „Þeir auglýsa opinn fyrirsöng 21. febrúar. Nú er ég nýútskrifuð að utan og þegar maður hefur sótt um svona fyrirsöng úti þá í rauninni sækir maður bara um upp á formlegheit og fær alltaf að koma. Þetta er ekki spurning um að fá að koma, heldur bara klukkan hvað. Ég setti allt í gang þegar ég sá þennan fyrirsöng og planaði önnur verkefni í kringum það að vera komin heim til að syngja. En í þetta skipti fæ ég neitun um að syngja. Það er það skrítna við þetta, ég má bara ekki koma,“ segir Berta Dröfn Ómarsdóttir, söngkona. Berta var í febrúar tilkynnt í gegnum tölvupóst að hún yrði ekki boðuð í opinn fyrirsöng hjá Íslensku óperunni. Hún er nýútskrifuð söngkona, í október lauk hún mastersgráðu í söng frá Ítalíu, með hæstu einkunn. Í tölvupóstinum sem Berta fékk stóð eftirfarandi: „Alls bárust 56 umsóknir en því miður verður ekki mögulegt að bjóða þér að koma í fyrirsöng að svo stöddu. Næsti fyrirsöngur verður haldinn í byrjun næsta árs og verður auglýstur þegar nær dregur.“Hún segist hafa beðið skriflega um nánari skýringu á höfnuninni og fékk þá eftirfarandi tölvupóst: „Sæl Berta Dröfn, þegar val umsókna fer fram er það ekki rökstutt hvorki hjá okkur né öðrum óperuhúsum frekar en þegar um keppnir er að ræða eða t.d. úthlutun listamannalauna.“„Þetta fannst mér leiðinlegt svar. Ég hef ekki upplifað þetta, hvergi áður, að maður fái ekki að koma. Maður er ekki alls staðar ráðinn og fær ekki alls staðar verkefni, en maður fær alls staðar að sýna sig,“ segir Berta.Tvær prufur á einum degiÍ ljós kom að áætlun Íslensku óperunnar hafði verið að halda almennan fyrirsöng og svo fyrirsöng fyrir uppsetningu á Toscu í október sama dag. „Það kom ekki fram að þetta væri vegna óperunnar Toscu þegar fyrirsöngurinn var auglýstur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, sagði mér í svari að hugmyndin hennar hefði verið sú að bæði bjóða fyrirsöng fyrir Toscu og svo almennan fyrirsöng og svo hafi þetta reynst vera of mikið og hún þurfti að sía svolítið út,“ segir Berta. Hún segir að þetta hefði þá átt að koma fram í svarinu frá þeim, en ekki að þau hafi ekki getað rökstutt höfnunina. „Þau höfðu líka getað gert ráðstafanir, við erum 56 sem sækja um. Það er ekki svo mikið. Ef hver og einn hefði fengið þrjár mínútur, höfðu þau náð þessu. Þetta er bara spurning um að hafa viljann fyrir þessu,“ segir hún. „Ég er sár yfir þessu, mér finnst þetta ekki í lagi,“ segir Berta. Hún ítrekar að hún hafi ekki kynnst svona vinnubrögðum erlendis. Einnig segist Berta hafa viljað fá að fara í fyrirsöng vegna Toscu. „Ég hefði aldrei verið að sækja um Toscu hlutverkið, það er ekki raunsætt sem ung söngkona, en að fá eitthvað smá hlutverk hefði verið gaman.“Syngur í New York í sumarHún segist vilja segja sína skoðun á þessu ef verið er að koma svona fram við aðra unga söngvara. „Ég ákvað persónulega að tjá mig og segja mína skoðun, af því að ef þeir koma svona fram við mig, hljóta þeir að koma svona fram við aðra.“ Berta segir þetta ekki öðrum ungum söngvurum til framdráttar. Hún mun eyða sumrinu í New York en eftir fyrirsöng þar fyrr á þessu ári fékk hún hlutverk. Hún mun annars vegar syngja hlutverk í Töfraflautunni eftir Mozart og hins vegar aríu og ensamble á tónleikum í Carnegie Hall.Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri.Visir/GVASteinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, staðfestir í samtali við Vísi að ekki hafi verið unnt að bjóða öllum í fyrirsöng sem sóttu um þennan dag í fyrirsöng vegna þess að það að standa fyrir almennum fyrirsöngi og fyrirsöngi vegna Toscu hafi reynst of mikið. Almennt sé fólki ekki hafnað. „Við reynum að hafna engum sem sækir um fyrirsöng hjá okkur. Þetta er lítið samfélag og margir um hvert einasta tækifæri þannig að við reynum að hafna engum. Í þetta sinn vorum við bæði að prófa söngvara fyrir Toscu og gefa ungum söngvurum kost að kynna sig og það var bara of mikið á einum degi,“ segir Steinunn Birna.Fyrirsöngur oftar en einu sinni á áriHún segir að boðað verði til annars fyrirsöngs. „Fyrirsöngur hjá óperunni er oftar en einu sinni á ári. Þannig að það er ekki eins og fólk sé búið að missa alveg af tækifærinu að þetta sé í eitt skipti fyrir öll.“ Hún segir að allir hafi verið velkomnir að taka þátt í fyrirsöng fyrir Toscu. „Það var enginn útilokaður í því, það voru allir velkomnir að taka þátt og sækja um, hvort sem þeir vildu spreyta sig fyrir hlutverk í þeirri uppfærslu eða almennur fyrirsöngur til að kynna sig. Það er okkur í hag að heyra í nýjum söngvurum og fyrir söngvarana að fá að spreyta sig. Þetta er alls ekki neitt sem er bara fyrir söngvarana, heldur líka fyrir okkur mikilvægt,“ segir Steinunn Birna. Hún segir að engum hafi verið hafnað í fyrirsöng í Toscu, en þar er einungis um eitt kvenhlutverk að ræða. Í fyrri útgáfu af þessari frétt var fyrirsögnin Afboðuð í fyrirsöng....Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku óperunni var í raun ekki um afboðun að ræða heldur var Bertu ekki boðið í fyrirsöngin, þetta hefur nú verið leiðrétt. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira
„Þeir auglýsa opinn fyrirsöng 21. febrúar. Nú er ég nýútskrifuð að utan og þegar maður hefur sótt um svona fyrirsöng úti þá í rauninni sækir maður bara um upp á formlegheit og fær alltaf að koma. Þetta er ekki spurning um að fá að koma, heldur bara klukkan hvað. Ég setti allt í gang þegar ég sá þennan fyrirsöng og planaði önnur verkefni í kringum það að vera komin heim til að syngja. En í þetta skipti fæ ég neitun um að syngja. Það er það skrítna við þetta, ég má bara ekki koma,“ segir Berta Dröfn Ómarsdóttir, söngkona. Berta var í febrúar tilkynnt í gegnum tölvupóst að hún yrði ekki boðuð í opinn fyrirsöng hjá Íslensku óperunni. Hún er nýútskrifuð söngkona, í október lauk hún mastersgráðu í söng frá Ítalíu, með hæstu einkunn. Í tölvupóstinum sem Berta fékk stóð eftirfarandi: „Alls bárust 56 umsóknir en því miður verður ekki mögulegt að bjóða þér að koma í fyrirsöng að svo stöddu. Næsti fyrirsöngur verður haldinn í byrjun næsta árs og verður auglýstur þegar nær dregur.“Hún segist hafa beðið skriflega um nánari skýringu á höfnuninni og fékk þá eftirfarandi tölvupóst: „Sæl Berta Dröfn, þegar val umsókna fer fram er það ekki rökstutt hvorki hjá okkur né öðrum óperuhúsum frekar en þegar um keppnir er að ræða eða t.d. úthlutun listamannalauna.“„Þetta fannst mér leiðinlegt svar. Ég hef ekki upplifað þetta, hvergi áður, að maður fái ekki að koma. Maður er ekki alls staðar ráðinn og fær ekki alls staðar verkefni, en maður fær alls staðar að sýna sig,“ segir Berta.Tvær prufur á einum degiÍ ljós kom að áætlun Íslensku óperunnar hafði verið að halda almennan fyrirsöng og svo fyrirsöng fyrir uppsetningu á Toscu í október sama dag. „Það kom ekki fram að þetta væri vegna óperunnar Toscu þegar fyrirsöngurinn var auglýstur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, sagði mér í svari að hugmyndin hennar hefði verið sú að bæði bjóða fyrirsöng fyrir Toscu og svo almennan fyrirsöng og svo hafi þetta reynst vera of mikið og hún þurfti að sía svolítið út,“ segir Berta. Hún segir að þetta hefði þá átt að koma fram í svarinu frá þeim, en ekki að þau hafi ekki getað rökstutt höfnunina. „Þau höfðu líka getað gert ráðstafanir, við erum 56 sem sækja um. Það er ekki svo mikið. Ef hver og einn hefði fengið þrjár mínútur, höfðu þau náð þessu. Þetta er bara spurning um að hafa viljann fyrir þessu,“ segir hún. „Ég er sár yfir þessu, mér finnst þetta ekki í lagi,“ segir Berta. Hún ítrekar að hún hafi ekki kynnst svona vinnubrögðum erlendis. Einnig segist Berta hafa viljað fá að fara í fyrirsöng vegna Toscu. „Ég hefði aldrei verið að sækja um Toscu hlutverkið, það er ekki raunsætt sem ung söngkona, en að fá eitthvað smá hlutverk hefði verið gaman.“Syngur í New York í sumarHún segist vilja segja sína skoðun á þessu ef verið er að koma svona fram við aðra unga söngvara. „Ég ákvað persónulega að tjá mig og segja mína skoðun, af því að ef þeir koma svona fram við mig, hljóta þeir að koma svona fram við aðra.“ Berta segir þetta ekki öðrum ungum söngvurum til framdráttar. Hún mun eyða sumrinu í New York en eftir fyrirsöng þar fyrr á þessu ári fékk hún hlutverk. Hún mun annars vegar syngja hlutverk í Töfraflautunni eftir Mozart og hins vegar aríu og ensamble á tónleikum í Carnegie Hall.Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri.Visir/GVASteinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, staðfestir í samtali við Vísi að ekki hafi verið unnt að bjóða öllum í fyrirsöng sem sóttu um þennan dag í fyrirsöng vegna þess að það að standa fyrir almennum fyrirsöngi og fyrirsöngi vegna Toscu hafi reynst of mikið. Almennt sé fólki ekki hafnað. „Við reynum að hafna engum sem sækir um fyrirsöng hjá okkur. Þetta er lítið samfélag og margir um hvert einasta tækifæri þannig að við reynum að hafna engum. Í þetta sinn vorum við bæði að prófa söngvara fyrir Toscu og gefa ungum söngvurum kost að kynna sig og það var bara of mikið á einum degi,“ segir Steinunn Birna.Fyrirsöngur oftar en einu sinni á áriHún segir að boðað verði til annars fyrirsöngs. „Fyrirsöngur hjá óperunni er oftar en einu sinni á ári. Þannig að það er ekki eins og fólk sé búið að missa alveg af tækifærinu að þetta sé í eitt skipti fyrir öll.“ Hún segir að allir hafi verið velkomnir að taka þátt í fyrirsöng fyrir Toscu. „Það var enginn útilokaður í því, það voru allir velkomnir að taka þátt og sækja um, hvort sem þeir vildu spreyta sig fyrir hlutverk í þeirri uppfærslu eða almennur fyrirsöngur til að kynna sig. Það er okkur í hag að heyra í nýjum söngvurum og fyrir söngvarana að fá að spreyta sig. Þetta er alls ekki neitt sem er bara fyrir söngvarana, heldur líka fyrir okkur mikilvægt,“ segir Steinunn Birna. Hún segir að engum hafi verið hafnað í fyrirsöng í Toscu, en þar er einungis um eitt kvenhlutverk að ræða. Í fyrri útgáfu af þessari frétt var fyrirsögnin Afboðuð í fyrirsöng....Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku óperunni var í raun ekki um afboðun að ræða heldur var Bertu ekki boðið í fyrirsöngin, þetta hefur nú verið leiðrétt.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira