Til hagsmunaaðila HÖRPU Gunnar Guðjónsson skrifar 14. nóvember 2017 07:00 Menning er uppspretta, ekki verkfæri. Hún skilar sér með margvíslegum hætti út í samfélagið sem ekki er alltaf hægt að endurspegla í stöðluðu Excel-skjali um inn- og útstreymi fjármagns eða með nákvæmlega hvaða hætti ákveðið fjármagn skilar sér til baka til aðstandenda viðburða. Hin uppbyggjandi áhrif menningarinnar hafa oft verið tekin saman og greind sem alþjóðleg kynning landsins, skapandi hagkerfið og innri hvatning sem sprettur upp við það að „menningast“. Hetjulegar baráttur eiga sér stað við að koma rekstri HÖRPU í fastari skorður. Ráðist hefur verið í endurskipulagningu verklagsferla, aukna nýtingu rýmis og jafnvægi í opinberum gjöldum. Þrátt fyrir þessa miklu vinnu hafa mikilvægustu tækifærin enn ekki komist á beina braut. Grundvallarstaða hvers tónleikahúss eru tengsl og samband þess við hagsmunaaðila, allt frá eigendum og aðstandendum til listamanna og áhorfenda. Fíngert framboð tónleika, áskriftaraða og hátíða þar sem gæði, verð, tímasetning og markaðskynning hámarka gildi hvers viðburðar miðlar sterkara sambandi við listformið sjálft sem stuðlar að frekari viðskiptum í framtíðinni. Þessi vandmeðfarna hringrás er lykilatriði í uppbyggingu á fyrirsjáanleika og þar með stöðugleika í rekstrinum. Ég nefni hér til fyrirmyndar framúrskarandi starf Sinfóníuhljómsveitarinnar sem vakið hefur alþjóðlega athygli. Í náinni samvinnu við íbúa og samstarfsaðila er HARPA eini aðilinn sem getur hvað mest lágmarkað áhættuna við að koma klassískum tónleikaröðum af stað og gert langtímatilvist þeirra raunhæfa. Traust og öflugt samstarf leikur hérna mjög mikilvægt hlutverk, því þar með styrkist samningsstaða og verklag allra til muna. Til fyrirmyndar um árangursríka samþættingu íbúa og þess húss sem þeir búa í get ég t.d. nefnt Fílharmóníu Berlínar og nýlega endurskipulagningu Fílharmóníu Lúxemborgar. Tonhalle Zürich er einnig að færast út á þessar slóðir. Í Tónleikahúsi Vínarborgar (Wiener Konzerthaus), eins umfangsmesta tónleikahúsi heimsins með um 600 eigin viðburði, 60 áskriftaraðir, og 31.000 áskrifendur, hefur á undanförnum árum viðamikil greining og vottun (Quality Management System, stöðull ISO9001) á rekstrinum átt sér stað. Þessi vinna hefur leitt í ljós áþreifanlegri mælistikur á starfsemi sem og skilvirkni hússins. Það er því ekki síður mikilvægt fyrir HÖRPU að leggja grunn að sterku alþjóðlegu tengslaneti. Það eru forréttindi fyrir íslenskt samfélag að eiga HÖRPU og þá sérstaklega sal eins og Eldborg. Aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Það kallar á mikla handavinnu að koma slíkum áformum á beina braut og þess vegna er mikilvægt að missa ekki þróttinn, nýta tímann vel og að sama skapi fá skýrari mynd af áður óþekktum möguleikum því til þess að efla skapandi hagkerfið þurfum við að örva sköpunargáfuna.Höfundur hefur starfað í klassíska geiranum í Vín sl. 6 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu ISO9001. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Menning er uppspretta, ekki verkfæri. Hún skilar sér með margvíslegum hætti út í samfélagið sem ekki er alltaf hægt að endurspegla í stöðluðu Excel-skjali um inn- og útstreymi fjármagns eða með nákvæmlega hvaða hætti ákveðið fjármagn skilar sér til baka til aðstandenda viðburða. Hin uppbyggjandi áhrif menningarinnar hafa oft verið tekin saman og greind sem alþjóðleg kynning landsins, skapandi hagkerfið og innri hvatning sem sprettur upp við það að „menningast“. Hetjulegar baráttur eiga sér stað við að koma rekstri HÖRPU í fastari skorður. Ráðist hefur verið í endurskipulagningu verklagsferla, aukna nýtingu rýmis og jafnvægi í opinberum gjöldum. Þrátt fyrir þessa miklu vinnu hafa mikilvægustu tækifærin enn ekki komist á beina braut. Grundvallarstaða hvers tónleikahúss eru tengsl og samband þess við hagsmunaaðila, allt frá eigendum og aðstandendum til listamanna og áhorfenda. Fíngert framboð tónleika, áskriftaraða og hátíða þar sem gæði, verð, tímasetning og markaðskynning hámarka gildi hvers viðburðar miðlar sterkara sambandi við listformið sjálft sem stuðlar að frekari viðskiptum í framtíðinni. Þessi vandmeðfarna hringrás er lykilatriði í uppbyggingu á fyrirsjáanleika og þar með stöðugleika í rekstrinum. Ég nefni hér til fyrirmyndar framúrskarandi starf Sinfóníuhljómsveitarinnar sem vakið hefur alþjóðlega athygli. Í náinni samvinnu við íbúa og samstarfsaðila er HARPA eini aðilinn sem getur hvað mest lágmarkað áhættuna við að koma klassískum tónleikaröðum af stað og gert langtímatilvist þeirra raunhæfa. Traust og öflugt samstarf leikur hérna mjög mikilvægt hlutverk, því þar með styrkist samningsstaða og verklag allra til muna. Til fyrirmyndar um árangursríka samþættingu íbúa og þess húss sem þeir búa í get ég t.d. nefnt Fílharmóníu Berlínar og nýlega endurskipulagningu Fílharmóníu Lúxemborgar. Tonhalle Zürich er einnig að færast út á þessar slóðir. Í Tónleikahúsi Vínarborgar (Wiener Konzerthaus), eins umfangsmesta tónleikahúsi heimsins með um 600 eigin viðburði, 60 áskriftaraðir, og 31.000 áskrifendur, hefur á undanförnum árum viðamikil greining og vottun (Quality Management System, stöðull ISO9001) á rekstrinum átt sér stað. Þessi vinna hefur leitt í ljós áþreifanlegri mælistikur á starfsemi sem og skilvirkni hússins. Það er því ekki síður mikilvægt fyrir HÖRPU að leggja grunn að sterku alþjóðlegu tengslaneti. Það eru forréttindi fyrir íslenskt samfélag að eiga HÖRPU og þá sérstaklega sal eins og Eldborg. Aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Það kallar á mikla handavinnu að koma slíkum áformum á beina braut og þess vegna er mikilvægt að missa ekki þróttinn, nýta tímann vel og að sama skapi fá skýrari mynd af áður óþekktum möguleikum því til þess að efla skapandi hagkerfið þurfum við að örva sköpunargáfuna.Höfundur hefur starfað í klassíska geiranum í Vín sl. 6 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu ISO9001.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar