
Hvergi annars staðar
Hefði þessi hækkun verið birt fyrir kosningar sæti fyrrverandi fjármálaráðherra ekki í sæti forsætisráðherra. Hvers vegna var hún ekki birt fyrir kosningarnar? Það var ekki tilviljun heldur meðvituð ákvörðun til þess að koma í veg fyrir umræðu, sem orðið hefði í kjölfarið og breytt niðurstöðu kosninganna.
Ég vil fullyrða að Flokkur fólksins hefði þá náð að komast yfir 5% þröskuldinn í skoðanakönnunum og getað þannig komið fram í fjölmiðlum fyrir kosningar eins og aðrir flokkar með sín sjónarmið og skoðanir, sem fengust ekki ræddar.
Nákvæmlega sömu forsendur eru að baki ákvörðun fyrrverandi fjármálaráðherra um að birta ekki framkomna skýrslu um hvernig húsnæðisskuldir voru lækkaðar, einkum í þágu þeirra ríku, þar sem nær ekkert kom til þeirra, sem misstu hús og eignir, eða til þeirra sem létu börnin sín fá veð, sem gengið var að, eða til námsmanna með námslánin. Einnig að birta ekki skýrsluna um skattaskjólin á aflandseyjum. Aðspurður um þessi mál, segir forsætisráðherra að ekkert hafi komið fram um hverju það hafi skipt, ef þessar skýrslur hefðu verið birtar fyrr! Ég fullyrði að hann væri ekki í ríkistjórn ef skýrslurnar hefðu fengið umræðu í kosningabaráttunni, ásamt aðkomu hans sjálfs og ættingja hans að skattaskjólum, peningalegum millifærslum, vafningum og afskriftum á skuldum?
Meðferðin á hluta eldri borgara og öryrkjum
Hvergi nema á Íslandi er sára fátækt skattlögð, en skattar lækkaðir af hinum efnameiri. Og meira en það. Hluti eldri borgara sem vildu reyna að bjarga sér til lífsframfærslu eru skattlagðir aukalega um 45% ef þeir vinna fyrir hærri uppæð en 25.000 kr. á mánuði. Öryrkjum er haldið enn veikari en ella í hreinni fátækt og hótað í sjálfum stjórnarsáttmálanum, ef þeir samþykki ekki starfsmat án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur, fái þeir ekki vinnu við hæfi. Hvað segja umræður alþingismanna og framkomin frumvörp um hvað sé brýnast? Ekkert um þessa stöðu, heldur virðist mikilvægast að ræða um vín í búðir, þvingað jafnrétti kynja á minni vinnustöðum, og svo margt, margt fleira ótrúlegt.
Leyniherbergi Alþingis
Hvergi nema á Íslandi fyrirfinnst leyniherbergi á Alþingi, sem aðeins einn má skoða í einu, ekki má afrita og ekki má fjalla um. Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi alþingismaður, kom þó á fund hjá Flokki fólksins og sagði frá, einnig einu viðbótarskjalinu, sem kom þar inn rétt áður en þingi lauk. Ræða hennar var vélrituð upp og er inni á vef Flokks fólksins. Þar koma fram upplýsingar um ótrúleg lögbrot á framkvæmd, með að auki týndum fundargerðum og útstrikunum frá embættismönnum. Ætla alþingismenn í dag að láta þetta yfir sig ganga og þegja?
Lífeyrissjóðirnir
Hvergi nema á Íslandi fá lífeyrissjóðir skattpening ríkisjóðs frá inngreiðslu til að höndla með fram að útgreiðslu sjóðanna til ellilífeyrisþega. Þannig á ríkisjóður og sveitarfélög meira en 1.000 milljarða hjá sjóðunum. Þessu er hægt að breyta með uppgjöri, þannig að ríkisjóður fengi skattinn en sjóðirnir greiddu út skattfrjálst til þeirra sem ættu. Meira en það. Alþingi ákveður með lögum að hirða sparnað fólks í lífeyrisgreiðslum með skerðingu á greiðslum frá Tryggingastofnun, krónu á móti krónu, þannig að láglaunafólk sér ekkert af sparnaði sínum með lögbundinni greiðslu til lífeyrissjóða. Þeir sem stjórna lífeyrissjóðunum – ekki fulltrúar eigenda – hafa ekki séð ástæðu til að fara í mál, til að fá þessum ólögum hnekkt. Næg er inneignin, um 4 þúsund milljarðar, og mikill er kostnaður sjóðanna við rekstur, yfir 10 milljarðar á ári, en launþeginn nýtur einskis, aðeins hótana um skerðingar, ef fjárfesting bregst.
Hvergi annars staðar
Hvergi nema á Íslandi eru vextir jafn háir af lánum og hvergi annars staðar í heiminum eru neytendalán heimiluð með verðtryggingu lánsins ofan á vexti. Hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi gæti allt þetta gerst, nema á Íslandi. Hvers vegna?
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar