Hvergi annars staðar Halldór Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Hvergi nema á Íslandi gæti það gerst daginn eftir kosningar, að laun alþingismanna séu hækkuð um 45% af nefnd sem heyrir undir fjármálaráðherra, en skal starfa eftir lögum frá Alþingi, sem jafnframt eru brotin með umræddri hækkun. Hefði þessi hækkun verið birt fyrir kosningar sæti fyrrverandi fjármálaráðherra ekki í sæti forsætisráðherra. Hvers vegna var hún ekki birt fyrir kosningarnar? Það var ekki tilviljun heldur meðvituð ákvörðun til þess að koma í veg fyrir umræðu, sem orðið hefði í kjölfarið og breytt niðurstöðu kosninganna. Ég vil fullyrða að Flokkur fólksins hefði þá náð að komast yfir 5% þröskuldinn í skoðanakönnunum og getað þannig komið fram í fjölmiðlum fyrir kosningar eins og aðrir flokkar með sín sjónarmið og skoðanir, sem fengust ekki ræddar. Nákvæmlega sömu forsendur eru að baki ákvörðun fyrrverandi fjármálaráðherra um að birta ekki framkomna skýrslu um hvernig húsnæðisskuldir voru lækkaðar, einkum í þágu þeirra ríku, þar sem nær ekkert kom til þeirra, sem misstu hús og eignir, eða til þeirra sem létu börnin sín fá veð, sem gengið var að, eða til námsmanna með námslánin. Einnig að birta ekki skýrsluna um skattaskjólin á aflandseyjum. Aðspurður um þessi mál, segir forsætisráðherra að ekkert hafi komið fram um hverju það hafi skipt, ef þessar skýrslur hefðu verið birtar fyrr! Ég fullyrði að hann væri ekki í ríkistjórn ef skýrslurnar hefðu fengið umræðu í kosningabaráttunni, ásamt aðkomu hans sjálfs og ættingja hans að skattaskjólum, peningalegum millifærslum, vafningum og afskriftum á skuldum?Meðferðin á hluta eldri borgara og öryrkjum Hvergi nema á Íslandi er sára fátækt skattlögð, en skattar lækkaðir af hinum efnameiri. Og meira en það. Hluti eldri borgara sem vildu reyna að bjarga sér til lífsframfærslu eru skattlagðir aukalega um 45% ef þeir vinna fyrir hærri uppæð en 25.000 kr. á mánuði. Öryrkjum er haldið enn veikari en ella í hreinni fátækt og hótað í sjálfum stjórnarsáttmálanum, ef þeir samþykki ekki starfsmat án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur, fái þeir ekki vinnu við hæfi. Hvað segja umræður alþingismanna og framkomin frumvörp um hvað sé brýnast? Ekkert um þessa stöðu, heldur virðist mikilvægast að ræða um vín í búðir, þvingað jafnrétti kynja á minni vinnustöðum, og svo margt, margt fleira ótrúlegt.Leyniherbergi Alþingis Hvergi nema á Íslandi fyrirfinnst leyniherbergi á Alþingi, sem aðeins einn má skoða í einu, ekki má afrita og ekki má fjalla um. Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi alþingismaður, kom þó á fund hjá Flokki fólksins og sagði frá, einnig einu viðbótarskjalinu, sem kom þar inn rétt áður en þingi lauk. Ræða hennar var vélrituð upp og er inni á vef Flokks fólksins. Þar koma fram upplýsingar um ótrúleg lögbrot á framkvæmd, með að auki týndum fundargerðum og útstrikunum frá embættismönnum. Ætla alþingismenn í dag að láta þetta yfir sig ganga og þegja?Lífeyrissjóðirnir Hvergi nema á Íslandi fá lífeyrissjóðir skattpening ríkisjóðs frá inngreiðslu til að höndla með fram að útgreiðslu sjóðanna til ellilífeyrisþega. Þannig á ríkisjóður og sveitarfélög meira en 1.000 milljarða hjá sjóðunum. Þessu er hægt að breyta með uppgjöri, þannig að ríkisjóður fengi skattinn en sjóðirnir greiddu út skattfrjálst til þeirra sem ættu. Meira en það. Alþingi ákveður með lögum að hirða sparnað fólks í lífeyrisgreiðslum með skerðingu á greiðslum frá Tryggingastofnun, krónu á móti krónu, þannig að láglaunafólk sér ekkert af sparnaði sínum með lögbundinni greiðslu til lífeyrissjóða. Þeir sem stjórna lífeyrissjóðunum – ekki fulltrúar eigenda – hafa ekki séð ástæðu til að fara í mál, til að fá þessum ólögum hnekkt. Næg er inneignin, um 4 þúsund milljarðar, og mikill er kostnaður sjóðanna við rekstur, yfir 10 milljarðar á ári, en launþeginn nýtur einskis, aðeins hótana um skerðingar, ef fjárfesting bregst.Hvergi annars staðar Hvergi nema á Íslandi eru vextir jafn háir af lánum og hvergi annars staðar í heiminum eru neytendalán heimiluð með verðtryggingu lánsins ofan á vexti. Hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi gæti allt þetta gerst, nema á Íslandi. Hvers vegna? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hvergi nema á Íslandi gæti það gerst daginn eftir kosningar, að laun alþingismanna séu hækkuð um 45% af nefnd sem heyrir undir fjármálaráðherra, en skal starfa eftir lögum frá Alþingi, sem jafnframt eru brotin með umræddri hækkun. Hefði þessi hækkun verið birt fyrir kosningar sæti fyrrverandi fjármálaráðherra ekki í sæti forsætisráðherra. Hvers vegna var hún ekki birt fyrir kosningarnar? Það var ekki tilviljun heldur meðvituð ákvörðun til þess að koma í veg fyrir umræðu, sem orðið hefði í kjölfarið og breytt niðurstöðu kosninganna. Ég vil fullyrða að Flokkur fólksins hefði þá náð að komast yfir 5% þröskuldinn í skoðanakönnunum og getað þannig komið fram í fjölmiðlum fyrir kosningar eins og aðrir flokkar með sín sjónarmið og skoðanir, sem fengust ekki ræddar. Nákvæmlega sömu forsendur eru að baki ákvörðun fyrrverandi fjármálaráðherra um að birta ekki framkomna skýrslu um hvernig húsnæðisskuldir voru lækkaðar, einkum í þágu þeirra ríku, þar sem nær ekkert kom til þeirra, sem misstu hús og eignir, eða til þeirra sem létu börnin sín fá veð, sem gengið var að, eða til námsmanna með námslánin. Einnig að birta ekki skýrsluna um skattaskjólin á aflandseyjum. Aðspurður um þessi mál, segir forsætisráðherra að ekkert hafi komið fram um hverju það hafi skipt, ef þessar skýrslur hefðu verið birtar fyrr! Ég fullyrði að hann væri ekki í ríkistjórn ef skýrslurnar hefðu fengið umræðu í kosningabaráttunni, ásamt aðkomu hans sjálfs og ættingja hans að skattaskjólum, peningalegum millifærslum, vafningum og afskriftum á skuldum?Meðferðin á hluta eldri borgara og öryrkjum Hvergi nema á Íslandi er sára fátækt skattlögð, en skattar lækkaðir af hinum efnameiri. Og meira en það. Hluti eldri borgara sem vildu reyna að bjarga sér til lífsframfærslu eru skattlagðir aukalega um 45% ef þeir vinna fyrir hærri uppæð en 25.000 kr. á mánuði. Öryrkjum er haldið enn veikari en ella í hreinni fátækt og hótað í sjálfum stjórnarsáttmálanum, ef þeir samþykki ekki starfsmat án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur, fái þeir ekki vinnu við hæfi. Hvað segja umræður alþingismanna og framkomin frumvörp um hvað sé brýnast? Ekkert um þessa stöðu, heldur virðist mikilvægast að ræða um vín í búðir, þvingað jafnrétti kynja á minni vinnustöðum, og svo margt, margt fleira ótrúlegt.Leyniherbergi Alþingis Hvergi nema á Íslandi fyrirfinnst leyniherbergi á Alþingi, sem aðeins einn má skoða í einu, ekki má afrita og ekki má fjalla um. Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi alþingismaður, kom þó á fund hjá Flokki fólksins og sagði frá, einnig einu viðbótarskjalinu, sem kom þar inn rétt áður en þingi lauk. Ræða hennar var vélrituð upp og er inni á vef Flokks fólksins. Þar koma fram upplýsingar um ótrúleg lögbrot á framkvæmd, með að auki týndum fundargerðum og útstrikunum frá embættismönnum. Ætla alþingismenn í dag að láta þetta yfir sig ganga og þegja?Lífeyrissjóðirnir Hvergi nema á Íslandi fá lífeyrissjóðir skattpening ríkisjóðs frá inngreiðslu til að höndla með fram að útgreiðslu sjóðanna til ellilífeyrisþega. Þannig á ríkisjóður og sveitarfélög meira en 1.000 milljarða hjá sjóðunum. Þessu er hægt að breyta með uppgjöri, þannig að ríkisjóður fengi skattinn en sjóðirnir greiddu út skattfrjálst til þeirra sem ættu. Meira en það. Alþingi ákveður með lögum að hirða sparnað fólks í lífeyrisgreiðslum með skerðingu á greiðslum frá Tryggingastofnun, krónu á móti krónu, þannig að láglaunafólk sér ekkert af sparnaði sínum með lögbundinni greiðslu til lífeyrissjóða. Þeir sem stjórna lífeyrissjóðunum – ekki fulltrúar eigenda – hafa ekki séð ástæðu til að fara í mál, til að fá þessum ólögum hnekkt. Næg er inneignin, um 4 þúsund milljarðar, og mikill er kostnaður sjóðanna við rekstur, yfir 10 milljarðar á ári, en launþeginn nýtur einskis, aðeins hótana um skerðingar, ef fjárfesting bregst.Hvergi annars staðar Hvergi nema á Íslandi eru vextir jafn háir af lánum og hvergi annars staðar í heiminum eru neytendalán heimiluð með verðtryggingu lánsins ofan á vexti. Hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi gæti allt þetta gerst, nema á Íslandi. Hvers vegna? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar