Ofbeldi í felum Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Eitt af því sem lögreglan heldur vel utan um er hvort fjölgun eða fækkun sé á brotum í ákveðnum brotaflokkum. Einn brotaflokkur sker sig úr að því leyti að við getum ekki reitt okkur á tölur í honum, því þó að fjöldi tilkynntra ofbeldisbrota gegn konum sé meiri en áður, þá er mér til efs að ofbeldið hafi verið minna áður. Það var einfaldlega í felum. Ofbeldi gegn konum hefur ávallt viðgengist. Það er ekki fyrr en nú þegar hugrakkar konur stíga fram og segja frá, að hið mikla umfang ofbeldisins kemur í ljós og ábyrgð gerenda er dregin fram í dagsljósið. Á síðustu þremur árum hefur tilkynningum vegna heimilisofbeldis fjölgað úr 20 kærum á mánuði að jafnaði í rúmlega 55 kærur að jafnaði. Heimilisofbeldi flokkast sem kynbundið ofbeldi þar sem um 80% þolenda ofbeldisins eru konur. Breytt vinnulag og skráning lögreglu er ein ástæða fyrir fjölgun tilkynninga en einnig aukin umræða um heimilisofbeldi og alvarlegar afleiðingar þess. Frá því að ég tók við embætti lögreglustjóra árið 2014 hefur rannsókn þessara brota verið sett í forgang. Ný mál eru rannsökuð um leið og útkallið berst, gert er áhættumat og öllum tiltækum úrræðum beitt til að tryggja öryggi þolenda og aðstandenda. Þá eru sveitarfélögin nú komin í náið samstarf við lögreglu og veita þolendum og fjölskyldum þeirra aðstoð. Félagsráðgjafi kemur á vettvang og einnig barnaverndarstarfsmaður, séu börn á heimilinu. Gerendum er einnig boðin aðstoð og þannig er reynt að rjúfa vítahring ofbeldis. Annað dæmi um kynbundið ofbeldi er kynferðisbrot, þar sem yfirgnæfandi meirihluti fórnarlamba slíkra brota eru konur. Afleiðingar kynferðisbrota eru víðtækar og alvarlegar og sem betur fer heyrist rödd þolenda nú hærra en áður fyrr. Skömminni er æ oftar skilað til síns heima. Ýmislegt jákvætt hefur leitt af þessu. Sérstök aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota hefur verið sett saman af dómsmálaráðuneytinu. Er hún nú til umsagnar en verður vonandi innleidd á næstu vikum. Lögregluembætti á landinu öllu hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að styrkja málsmeðferð kynferðisbrota, til að mynda með aukinni þjálfun rannsóknarlögreglumanna. Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu styrkt málaflokkinn, til dæmis með ráðningu fleiri lögreglumanna til að rannsaka þessi brot. Aftur er um að ræða ofbeldi sem er í felum og við erum þess vegna stolt af því að tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu hafi fjölgað um rúmlega 40% á milli ára. Við erum ánægð með að fá þessi brot oftar inn til okkar vegna þess að það er algjörlega óviðunandi að þrefalt fleiri leiti til Neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota heldur en til lögreglu. Þverfagleg nálgun fyrir þolendur Í báðum þessum mikilvægu brotaflokkum, kynferðisbrotum og heimilisofbeldi, hefur verið leitast við að nálgast málið út frá þörfum þolenda. Þannig varð Bjarkarhlíð til dæmis til sem móttökumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, en tilgangur hennar er að bjóða upp á þverfaglega nálgun fyrir þolendur og umhverfi sem er vinsamlegra þolendum. Bjarkarhlíð hefur sannað gildi sitt á þeim örfáu mánuðum sem hún hefur verið starfrækt, en þangað leitar fólk sem hefði ekki leitað í önnur úrræði. Nýleg rannsókn sýnir að mikill munur sé á öryggistilfinningu karla og kvenna í miðborginni eftir myrkur og um helgar. Varnarleysi er sá áhrifaþáttur sem virðist hafa mest áhrif á óöryggi, sérstaklega hjá konum. Þessi skýring er ekki ný af nálinni en þar sem öryggistilfinning hefur ekki verið skoðuð með þessum hætti áður hér á landi þá sjáum við hversu stór þáttur varnarleysið er í hinum mikla kynjamun á öryggisupplifun fólks í miðborginni. Í rannsókninni sögðust konur í mun meira mæli en karlar hafa hegðað sér meðvitað á ákveðinn hátt til að tryggja öryggi sitt. Það er sem betur fer búið að taka tappann úr stíflunni á síðustu árum og umræðan um heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi er nú rækilega á dagskrá. Bæði karlar og konur hafa fengið nóg. Hvers vegna líðst kynbundið ofbeldi enn á Íslandi þrátt fyrir góða stöðu landsins í jafnréttismálum? Reynsla okkar hjá lögreglunni er sú að með því að nálgast aðra í málaflokknum og vinna saman þvert á kerfi og með því að hlusta á væntingar og reynslu þolenda sé hægt að breyta mjög miklu. Það þarf að halda áfram að opna umræðuna, auka fræðslu og sporna gegn neikvæðri kynjamenningu og klámvæðingu. Við trúum að með þessum aðferðum þá sé hægt að ná verulegum árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og skapa betra og heilbrigðara samfélag fyrir komandi kynslóðir. Orð eru vissulega til alls fyrst, en við þurfum líka að láta verkin tala. Höfundur er lögreglustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem lögreglan heldur vel utan um er hvort fjölgun eða fækkun sé á brotum í ákveðnum brotaflokkum. Einn brotaflokkur sker sig úr að því leyti að við getum ekki reitt okkur á tölur í honum, því þó að fjöldi tilkynntra ofbeldisbrota gegn konum sé meiri en áður, þá er mér til efs að ofbeldið hafi verið minna áður. Það var einfaldlega í felum. Ofbeldi gegn konum hefur ávallt viðgengist. Það er ekki fyrr en nú þegar hugrakkar konur stíga fram og segja frá, að hið mikla umfang ofbeldisins kemur í ljós og ábyrgð gerenda er dregin fram í dagsljósið. Á síðustu þremur árum hefur tilkynningum vegna heimilisofbeldis fjölgað úr 20 kærum á mánuði að jafnaði í rúmlega 55 kærur að jafnaði. Heimilisofbeldi flokkast sem kynbundið ofbeldi þar sem um 80% þolenda ofbeldisins eru konur. Breytt vinnulag og skráning lögreglu er ein ástæða fyrir fjölgun tilkynninga en einnig aukin umræða um heimilisofbeldi og alvarlegar afleiðingar þess. Frá því að ég tók við embætti lögreglustjóra árið 2014 hefur rannsókn þessara brota verið sett í forgang. Ný mál eru rannsökuð um leið og útkallið berst, gert er áhættumat og öllum tiltækum úrræðum beitt til að tryggja öryggi þolenda og aðstandenda. Þá eru sveitarfélögin nú komin í náið samstarf við lögreglu og veita þolendum og fjölskyldum þeirra aðstoð. Félagsráðgjafi kemur á vettvang og einnig barnaverndarstarfsmaður, séu börn á heimilinu. Gerendum er einnig boðin aðstoð og þannig er reynt að rjúfa vítahring ofbeldis. Annað dæmi um kynbundið ofbeldi er kynferðisbrot, þar sem yfirgnæfandi meirihluti fórnarlamba slíkra brota eru konur. Afleiðingar kynferðisbrota eru víðtækar og alvarlegar og sem betur fer heyrist rödd þolenda nú hærra en áður fyrr. Skömminni er æ oftar skilað til síns heima. Ýmislegt jákvætt hefur leitt af þessu. Sérstök aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota hefur verið sett saman af dómsmálaráðuneytinu. Er hún nú til umsagnar en verður vonandi innleidd á næstu vikum. Lögregluembætti á landinu öllu hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að styrkja málsmeðferð kynferðisbrota, til að mynda með aukinni þjálfun rannsóknarlögreglumanna. Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu styrkt málaflokkinn, til dæmis með ráðningu fleiri lögreglumanna til að rannsaka þessi brot. Aftur er um að ræða ofbeldi sem er í felum og við erum þess vegna stolt af því að tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu hafi fjölgað um rúmlega 40% á milli ára. Við erum ánægð með að fá þessi brot oftar inn til okkar vegna þess að það er algjörlega óviðunandi að þrefalt fleiri leiti til Neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota heldur en til lögreglu. Þverfagleg nálgun fyrir þolendur Í báðum þessum mikilvægu brotaflokkum, kynferðisbrotum og heimilisofbeldi, hefur verið leitast við að nálgast málið út frá þörfum þolenda. Þannig varð Bjarkarhlíð til dæmis til sem móttökumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, en tilgangur hennar er að bjóða upp á þverfaglega nálgun fyrir þolendur og umhverfi sem er vinsamlegra þolendum. Bjarkarhlíð hefur sannað gildi sitt á þeim örfáu mánuðum sem hún hefur verið starfrækt, en þangað leitar fólk sem hefði ekki leitað í önnur úrræði. Nýleg rannsókn sýnir að mikill munur sé á öryggistilfinningu karla og kvenna í miðborginni eftir myrkur og um helgar. Varnarleysi er sá áhrifaþáttur sem virðist hafa mest áhrif á óöryggi, sérstaklega hjá konum. Þessi skýring er ekki ný af nálinni en þar sem öryggistilfinning hefur ekki verið skoðuð með þessum hætti áður hér á landi þá sjáum við hversu stór þáttur varnarleysið er í hinum mikla kynjamun á öryggisupplifun fólks í miðborginni. Í rannsókninni sögðust konur í mun meira mæli en karlar hafa hegðað sér meðvitað á ákveðinn hátt til að tryggja öryggi sitt. Það er sem betur fer búið að taka tappann úr stíflunni á síðustu árum og umræðan um heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi er nú rækilega á dagskrá. Bæði karlar og konur hafa fengið nóg. Hvers vegna líðst kynbundið ofbeldi enn á Íslandi þrátt fyrir góða stöðu landsins í jafnréttismálum? Reynsla okkar hjá lögreglunni er sú að með því að nálgast aðra í málaflokknum og vinna saman þvert á kerfi og með því að hlusta á væntingar og reynslu þolenda sé hægt að breyta mjög miklu. Það þarf að halda áfram að opna umræðuna, auka fræðslu og sporna gegn neikvæðri kynjamenningu og klámvæðingu. Við trúum að með þessum aðferðum þá sé hægt að ná verulegum árangri í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og skapa betra og heilbrigðara samfélag fyrir komandi kynslóðir. Orð eru vissulega til alls fyrst, en við þurfum líka að láta verkin tala. Höfundur er lögreglustjóri
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar